Bændablaðið - 22.07.2021, Síða 31

Bændablaðið - 22.07.2021, Síða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 31 Rannsóknasvið Skógræktarinnar hvetur fólk til að líta eftir skað- völdum á trjám og runnum um allt land og láta vita ef vart verð- ur við áberandi eða óvenjulegar skemmdir vegna smádýra, sjúk- dóma, veðurs eða annars sem skemmt getur trjágróður. Myndir og greinargóðar lýsingar eru vel þegnar. Nú þegar sumarið er í algleym- ingi og allt er lifnað við óskar starfsfólk Mógilsár, rannsóknasviðs Skóg ræktarinnar, eftir því að fólk um allt land sendi upplýsingar um ástand skóga þar sem farið er um, sérstaklega ef vart verður við ein- hvers konar óværu á trjánum. Þetta samstarf við fólkið í landinu hefur reynst afar vel undanfarin ár og er öllum sem hafa veitt upplýsingar um skaðvalda sendar bestu þakkir. Asparglytta, birkikemba og birkiþéla dreifa sér hratt Sérstaklega er fólk beðið um að hafa augun opin fyrir nýjum pestum á viðkomandi svæðum. Skaðvaldar eins og asparglytta, birkikemba og birkiþéla virðast til dæmis vera að dreifa sér hratt um landið um þessar mundir. Einnig væri dýrmætt að fá svar við spurningunni:„Hver/hverjir finnst þér vera mest áberandi skað- valdarnir á trjám í þínum landshluta/ svæði í ár?“ Hér fyrir neðan er hlekkur á Excel-skjal sem gæti hjálpað til við skráninguna. Þar má finna skað- valdatöflu sem er ætluð til að fylla í upplýsingar um þær skemmdir sem fólk finnur. Einnig eru útskýringar sem hjálpa til við að fylla út í töfluna og listi yfir helstu skaðvalda raðað eftir trjátegundum. Allar viðbótar- upplýsingar og hugleiðingar eru líka vel þegnar, umfram það sem beðið er um á töfluforminu. Myndir mjög gagnlegar Myndir mega gjarnan fylgja með enda geta þær verið mjög gagnlegar til að staðfesta greiningar. Allar myndir eru vistaðar í gagnagrunni þar sem skráð er hver er höfundur eða rétthafi þeirra. Gengið er út frá því að myndir sem fólk sendir megi nota á glærum fyrirlestra, þar sem ljósmyndara er getið, en óskað verður leyfis ef ætlunin er að nota þær til opinberrar birtingar, svo sem í Ársriti Skógræktarinnar, á vefnum, í prentmiðlum o.þ.h. Vilji fólk ekki að myndir séu notaðar með þeim hætti er fólk hvatt til að geta þess um leið og myndirnar eru sendar. Hlekkur til að greina skordýr Til aðstoðar við greiningar er hér líka hlekkur á ritið Skordýr í trjám og runnum, stutta samantekt sem Edda S. Oddsdóttir skógvistfræðingur tók saman fyrir nokkru og hefur að geyma myndir af öllum helstu skordýrum sem valda skaða á trjám hérlendis. Einnig er vert að benda á skaðvaldavef Skógræktarinnar þar sem fjallað er um þá skaðvalda sem herja á trjátegundir hérlendis. Nánari upplýsingar gefur Brynja Hrafnkelsdóttir á Mógilsá. Hún tekur líka við upplýsingum um skaðvalda á netfanginu brynja@skogur.is. /VH Nýtt í BYKO • Tilbúnar teikningar sem styttir byggingartíma um 4-6 vikur • Staðlaðar byggingar þýðir lægra verð • Húsin uppfylla álagskröfur hvar sem er á landinu • Galvaniserað stál tryggir endingu bondi@byko.is Í SAMSTARFI VIÐ: Stöðluð stálgrindarhús 150m² stöðluð stálgrindarskemma 350m² stöðluð stálgrindarskemma 250m² stöðluð stálgrindarskemma Farmer wants a wife International „Bauer sucht Frau International” (Farmer wants a wife international) is a successful German TV-documentary by RTL Germany, with more than 4 million viewers following our farmers as they embark on their quest for true love. We are currently producing the fourth season and are looking for German-speaking farmers (such as vintners, cattle farmers, coffee planters, or grain growers), who are living outside of Germany and are interested in a TV adventure! Are you a German-speaking farmer between 20-70 years old living abroad and looking for a partner? Apply now! www.ufa.de/casting/bauer-sucht-frau-international or email us at bauersuchtfrauinternational@ufa.de Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Birkikemba í birkilaufblaði. Mynd / Edda S. Oddsdóttir. Skógræktin: Leita eftir upplýsingum um skaðvalda á trjám Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGHRÆRUR

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.