Bændablaðið - 22.07.2021, Page 33

Bændablaðið - 22.07.2021, Page 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 33 hafðar innan matarstígsins, enda Íslendingar almennt stoltir af sínum uppruna. Ferðamenn sækist líka eftir því að prófa „ekta“ íslenskan mat. „Við þekkjum það líka sjálf þegar við ferðumst erlendis að vilja smakka eitthvað sem tengir okkur betur við landið og menningu þess,“ segir hún. Íslenskar matarhefðir einkenndust í fyrri tíð af neyslu dýraafurða og sérkennilegum geymsluaðferðum og þar segir Úlla að Þingeyingar séu engin undantekning. Svæðið hefur ýmsa sérstöðu Landbúnaður er mikilvægur á svæðinu og íbúar eru þekktir fyrir afbragðs reykingu, hvort heldur er á fiski eða kjöti. Þá má nefna að töluverð grænmetisræktun er í héraðinu og á Hveravöllum í Norðurþingi er jarðhiti nýttur til að rækta grænmeti í gróðurhúsum. „Svæðið hefur ýmsa sérstöðu þegar kemur að mat, það má nefna hverabakaða rúgbrauðið, reykta silunginn og bárðdælska grasölið. Ég er nokkuð viss um að margir eru áhugasamir um að sjá hvernig silungur er taðreyktur í torfkofum eða hvernig jarðhiti er nýttur til að baka rúgbrauð. Það eru því mörg tækifæri til að sækja fram og við vonumst til að framleiðendur eða einhverjir áhugasamir sjái sér hag í að bjóða upp á matartengdar upp- lifanir sem gæti þá orðið viðbót við Taste Mývatn,“ segir Úlla. Vonast til að þróa matarstíginn áfram Hún nefnir að til að byrja með snúist verkefnið um upplýsingasíðuna, en vonast sé til að í framhaldinu verði hægt að þróa stíginn áfram í samvinnu við veitingastaði þar sem hver og einn gæti boðið upp á einn sérstakan „Taste Mývatn rétt“ sem byggði á gömlu hefðunum og væri eldaður úr staðbundnu hráefni. „Á þann hátt gæti Taste Mývatn leitt gesti um einstakar matarhefðir um leið og ferðalangar skoða stórbrotna náttúru svæðisins. Það má líka nútímavæða og breyta réttum, prófa eitthvað nýtt,“ segir hún og nefnir sem dæmi réttinn Mýfluguna hjá Daddi’s pizza í Mývatnssveit en hún er með reyktum silungi, furuhnetum og rjómaosti. „Ég er ekki viss um að það yrði biðröð í kæst egg enda breytast tím- arnir og mennirnir með en samt veit maður aldrei.“ /MÞÞ Alvöru dælur sem vinna verkið á methraða. Þú færð Nilfisk hjá Rekstrarlandi í Vatnagörðum, við Austurveg á Selfossi og í útibúum Olís um land allt. NILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUR Passaðu þrýstinginn – hann þarf nefnilega að vera nægur Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | rekstrarland.is Gylfi Yngvason hjá Reykhúsinu á Skútustöðum í Mývatnssveit. Arnþrúður Anna Jónsdóttir frá Vogum í Mývatnssveit bakar hverarúgbrauð. Birgir Hauksson hjá Reykkofanum og Litlu sveitabúðinni á Hellu í Mývatnssveit. Mývetningar eru þekktir fyrir að kunna vel til verka þegar kemur að því að reykja matvæli. Hér má sjá reykkofa í Mývatnssveit. Veitingastaðirnir innan matarstígsins eru 16 talsins.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.