Bændablaðið - 22.07.2021, Qupperneq 35

Bændablaðið - 22.07.2021, Qupperneq 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 35 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is st’ al og L or em ipsum Stál og stansar stalogstansar.is 2012 2020 Varahlutir í kerrurLífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Bændablaðið Auglýsingasíminn er 56-30-300 Þar sem við Íslendingar erum dálítið óþolinmóð þjóð viljum við stundum kaupa okkur plöntur sem eru eiginlega tilbúnar, orðn- ar stórar og stæðilegar og setja strax svip á garðinn. Garðplöntuframleiðendur vita af þessum eiginleikum og rækta því ýmsar trjátegundir upp í stórar stærðir og með dularfullri ræktunartækni tekst þeim að láta plönturnar mynda þéttan róta­ klump, svokallaðan hnaus, sem inniheldur fínrótakerfi plöntunnar og gerir henni lífið auðveldara þegar hún kemst á áfangastað í nýjum garði. Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss. Góður áburður og vökvun Við gróðursetningu hnausplantna þarf að grafa holu sem er töluvert víðari en þvermálið á hnausnum segir til um. Í holuna er ágætt að blanda lífrænu efni eins og húsdýraáburði eða moltu, í þessum áburði er framtíðarnesti fyrir plöntuna og dugir henni nokkuð lengi. Gott er að hræra áburðinum vel saman við moldina sem fyrir er og svo er ágætt að reyna að koma áburðarblandaðri moldinni fyrir í hliðum holunnar, ekki bara undir plöntunni því þær rætur sem eru virkastar í að ná í næringu vaxa í efstu 10–20 cm jarðvegs. Svo er plöntunni komið haganlega fyrir í miðri holunni og moldinni mokað að, mikilvægt að hún standi ekki dýpra en hún gerði áður, við erum jú að gróðursetja hana, ekki jarðsetja. Þá er fyllt upp í afganginn af holunni með góðri mold, þjappað aðeins meðfram en þó ekki allt of mikið því ræturnar þurfa á lofti að halda líka. Eftir gróðursetninguna er svo plantan vökvuð vel með vatni og gott að vökva hana reglulega fyrstu dagana á meðan hún er að átta sig á nýja vaxtarstaðnum. Einnig er ágætt að dreifa eins og matskeið af tilbúnum áburði í kringum plöntuna eftir vökvunina, þetta er nokkurs konar skyndibiti og getur hjálpað henni af stað. Ef plantan er hávaxin er ágætt að binda hana upp, setja 2­3 staura niður rétt fyrir utan rótarhnausinn og binda stofn plöntunnar við staurana, það tryggir að rótakerf­ ið fær frið til að vaxa og festa plöntuna í sessi. /gh Gróðursetning: Hnausplöntur Hnausplöntur má gróðursetja hvenær sem er allt sumarið, þær verða alltaf himinlifandi yfir því að komast í varanlega vist þar sem þær fá að vaxa og dafna og hafa nóg pláss. ÞINN GARÐUR þín kolefnisbinding Við gróðursetningu þarf að grafa holu sem er töluvert víðari en þver- málið á hnausnum segir til um. Ef plantan er hávaxin er ágætt að setja 2-3 staura niður rétt fyr- ir utan rótarhnausinn og binda stofn plöntunnar við staurana, það tryggir að rótakerfið fær frið til að vaxa og festa plöntuna í sessi. Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. september næstkomandi. Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega. Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is. Opnað hefur verið fyrir tilboð. Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 10. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar um markaðinn má finna á www.afurd.is og www.anr.is. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið Tilboðsmarkaður 1. september 2021 með greiðslumark í mjólk

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.