Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 41 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF CAT RAFSTÖÐVUM Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Stöðvar í gám LÍF&STARF Í október nk. gefur Bændablaðið út tímarit í tengslum við stórsýninguna Íslenskur landbúnaður 2021 sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 8.-10. október. Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar og hreinleika matvælaframleiðslunnar. Sýningin verður bæði á úti- og innisvæði þar sem bændum og öðrum gestum gefst tækifæri til að virða fyrir sér gagnleg tæki og tól í landbúnaði og rekstri. Allir félagsmenn í Bændasamtökunum fá boðsmiða á sýninguna og vænta má mikils fjölda gesta. Tímaritið verður leiðarvísir gesta á sýningunni og mun m.a. innihalda gagnlegar upplýsingar um sýninguna, kynningar á þeim fyrirtækjum sem koma að sýningunni auk fræðandi og fjölbreytilegs efnis um málefni landbúnaðarins. Lengd ritsins er yfir 100 síður og það er prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Tímaritið verður prentað í 8.000 eintökum og verður því dreift á sýningunni sjálfri og víðar. Búist er við að um 100 fyrirtæki taki þátt í landbúnaðarsýningunni og býðst þeim að koma sér á framfæri í tímaritinu. Uppistaða ritsins verður kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn en auk þess er boðið upp á hefðbundnar auglýsingar. Æskilegt er að bóka auglýsingapláss og kynningar með góðum fyrirvara. Nánari upplýsingar eru veittar í s. 563-0303 og gegnum netfangið gudrunhulda@bondi.is Tímarit Bændablaðsins í tengslum við stórsýningu landbúnaðarins Íslenskur landbúnaður 2021 MATVÆLASÝNING . TÆKJASÝNING . ÖFLUG DAGSKRÁ STÓR- SÝNING Í LAUGARDALSHÖLL 8. - 10. OKTÓBER Reki ehf Sími: 562 2950 Höfðabakka 9 110 Reykjavík Netfang: tryggvi@reki.is Vefsíða: www.reki.is BJÓÐUM MIKIÐ ÚRVAL SÆTA Í HVERS KYNS VINNUTÆKI FRÁ UNITEDSEATS. Fulltrúar úr menningarmála- nefnd Eyjafjarðarsveitar litu á síðasta fundi fyrir sumarfrí inn á Hælið, setur um sögu berklanna og heilsuðu upp á frumkvöðul þess, Maríu Pálsdóttur. Var henni veittur sérstakur hvatastyrkur upp á 100 þúsund krónur vegna þeirrar frábæru starfsemi sem hún hefur byggt upp á Hælinu og mikilvægis þeirrar sögu sem þar er sögð. Rósa Margrét Húnadóttir, formaður menningarmálanefndar, færði Maríu þakkir fyrir óeigingjarnt starf og hennar þátt í því að setja sögu berklanna og mikilvægi Kristneshælis í menningarlegri sögu þjóðarinnar. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar. /MÞÞ Hælið fær Hvatastyrk María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, með fulltrúum úr menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar. Mynd / Vefsíða Eyjafjarðarsveitar Kaupfélag Skagfirðinga, KS ætlar að leggja til 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélags- legra verkefna í Skagafirði. Forsvarsmenn Kaupfélagsins afhentu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu þess efnis nýverið. Peningarnir eru hugsaðir sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaganna í Skagafirði með það að markmiði að bæta búsetugæði í héraði, meðal annars með því að bæta göngustíga, malbika sérstök svæði, fjölga útivistarsvæðum, bæta félagsaðstöðu íbúa og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði. Með þessu meðal annars vill Kaupfélag Skagfirðinga undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitar- stjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sagði við athöfnina að hann væri afar þakklátur fyrir það rausnarlega fram- lag sem Kaupfélag Skagfirðinga legði til uppbyggingar samfélags- legra verkefna í Skagafirði. Slíkur stuðningur væri ekki sjálfsagður en sýndi vel afstöðu kaupfélagsins til uppbyggingar samfélagsins og virkrar þátttöku atvinnulífsins í sínu nærumhverfi. /MMÞ KS leggur til 200 milljónir króna Forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu nýverið um að það legði fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í héraði. Mynd /Vefsíða Sveitarfélags Skagafjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.