Bændablaðið - 22.07.2021, Page 42

Bændablaðið - 22.07.2021, Page 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202142 Það fyrsta sem kálfurinn ætti að setja ofan í sig eftir fæðingu er góð og hrein broddmjólk enda er hún sérstaklega hönnuð frá náttúrunnar hendi til að passa kálfinum og helstu næringarþörfum hans en broddmjólk er mjög næringarrík og gefur kálfinum kraftmikið upphaf lífsins. Þess utan er broddmjólk með aukið innihald af bæði A- og E-vítamínum, karótíni og ríbóflavíni auk þess sem hún er prótein- og fiturík. Þegar kálfurinn fæðist er líkami hans alls óundirbúinn undir það umhverfi sem kálfurinn hefur fæðst inn í og ónæmiskerfi kálfsins er t.d. næsta óvirkt. Þetta hefur náttúran í raun leyst með því að með broddmjólkinni fær kálfurinn gnótt mótefna sem verja hann gegn mögulegum smitefnum, þ.e. sé broddurinn af góðum gæðum. t Broddmjólkin er sérstök Próteininnihald broddmjólkur er allfrábrugðið því sem það er í mjólk á öðrum tímum mjaltaskeiðsins en þessi mjólk, sem breytist smám saman á 4-6 dögum, inniheldur mikið magn mysupróteina og einkum mótefna (immúnóglóbúlína). Þegar kýrin framleiðir þessa mjólk þá flytjast stórar próteinsameindir, einkum mótefnin, beint úr blóðrásinni yfir í mjólkina en þær hafa mikla þýðingu fyrir sjúkdómavarnir kálfsins. Brodd þarf að gefa strax Eftir því sem oftar er mjólkað, dregur hratt úr mótefnainnihaldi broddmjólkurinnar og eftir því sem lengra líður frá burði dvína gæði broddsins og því þarf að ná honum úr kúnni sem allra fyrst eftir burð. Að sama skapi þarf að gefa kálfinum broddmjólk skjótt eftir fæðingu en það skýrist af líffræðilegum ferlum í kálfinum. Mótefnin í broddmjólkinni geta nefnilega smogið í gegnum þarmavegginn hjá kálfunum fyrstu klukkustundirnar eftir fæðingu og í raun má segja að meltingarvegur kálfsins sé hálfpartinn lekur þ.e. líkaminn tekur inn í blóðrásina allt sem inn í meltingarveginn kemur. Þetta er einkar gott kerfi því mótefnaríkur broddur nýtist þannig líkama kálfsins hratt og vel, en að sama skapi þá er kálfurinn einkar viðkvæmur fyrir smiti á þessum tíma af nákvæmlega sömu ástæðu þ.e. ef t.d. örverur fara inn í meltingarveginn fara þær sömu leið og mótefnin og beint inn í blóðrásina. Af þessum sökum er mikilvægt að kálfurinn fæðist inn í eins hreint umhverfi og hægt er og allra helst ætti að tryggja að kálfurinn fái nægan brodd, sem er alls óvíst ef hann er eingöngu látinn sjúga kúna. Virknin hættir hratt Erlendis hefur verið gert töluvert af því að rannsaka áhrif broddmjólkurgjafa á kálfa og sérstaklega skoðað hvort kálfar sem gangi undir kúm séu betur settir en kálfar sem fá broddmjólkina gefna með pela eða sondu. Í ljós hefur komið að mestu áhrifin á magn mótefna, sem berast alla leið í blóðrás kálfsins, eru gæði broddmjólkur móður og því geta kálfar, sem ganga undir kúnum, ekki bætt sér upp tjónið af slökum gæðum broddmjólkur með því að drekka þeim mun meira. Ástæðan er sú að þetta sérstaka upptökukerfi hins nýfædda kálfs hættir að virka nokkuð fljótt eftir fæðingu, þ.e. það lokast á þessa virkni þarmaveggjarins, og eftir 4-6 klukkustundir er kerfið þegar orðið hægvirkt. Brodd þarf því helst að gefa í nægu magni innan fjögurra klukkustunda eftir fæðingu og það er takmakað hvað kálfar sjúga mikið á þeim tíma og því er í dag mælt með því að bændur tryggi kálfunum nægan brodd. Gæði broddmjólkur Broddmjólk getur verið gríðarlega breytileg að gæðum og fer það eftir því hvort kýrin hafi verið í góðu jafnvægi fyrir burðinn eða ekki. Þá skiptir aldur einnig máli en þekkt er að broddmjólk hjá fyrsta kálfs kvígum er oft lakari að gæðum en hjá eldri kúm. En hvað eru góð gæði á broddmjólk? Gæðin eru fyrst og fremst mældi í magni þeirra mótefna sem mælast í broddmjólkinni en almennt, þegar talað er um mótefni, er rætt um IgG/lítra (immónuglóbúlín). Almennt er miðað við að góður broddur eigi að innihalda a.m.k. 100 grömm af IgG/lítra en 50 grömm af IgG/lítra er þó ásættanlegt. Almennt er miðað við að til að tryggja að næg mótefni berist yfir í blóðrás kálfsins þurfi hann að fá 100-200 grömm IgG fyrstu klukkutímana eftir fæðingu, þ.e. a.m.k. 4 lítra af broddi sé hann ekki nema af ásættanlegum gæðum. Vegna þessa er almennt ráðlagt að gefa 2-3 lítra af broddmjólk í einu, fyrst strax eftir fæðingu og svo aftur eftir nokkra tíma til að tryggja að kálfurinn fá næg mótefni. Mat á gæðum Hér á landi er ekki jafn algengt og víða erlendis að mæla gæði á broddmjólk og kann skýringin á því að felast í því að smákálfasjúkdómar eru óalgengari hér en í mörgum öðrum löndum. Ennfremur var afar algengt að ala kvígur heldur hægt og áreynslulaust og láta þær koma inn í kúahjörðina í kringum tveggja og hálfs árs aldur eða jafnvel síðar. Fyrir vikið var lítil þörf á að keyra eldishraðann áfram en þegar það er gert þarf að hlúa að öllum þáttum eldisins, m.a. strax á fyrsta deginum í lífi kvígunnar. Til þess að geta tryggt að kálfurinn fái næg mótefni með broddinum þarf að meta gæði hans og til eru tvenns konar aðferðir sem auðvelt er að nota. Annars vegar eru notaðir svokallaðir flotmælar og hins vegar Brix mælar en báðir gegna því hlutverki að áætla magn mótefnanna. Flotmælarnir eru einkar auðveldir í notkun (sjá m e ð f y l g j a n d i myndir) og með einföldum aflestri má sjá hvort broddmjólkin sé í lagi eða ekki. Hinir mælarnir eru ekki síður einfaldir í notkun en þessir mælar gefa upp niðurstöður á svokölluðum Brix kvarða, en þessi kvarði mælir í raun þéttni hins mælda efnis (sjá meðfylgjandi myndir). Sé þéttnin 27% eða hærri er broddurinn af úrvals gæðum en sýni niðurstaðan lægri tölu en 22% er broddurinn ekki í lagi. Á FAGLEGUM NÓTUM Raunhæft er að stefna að því að innan tíu ára verði helmingur af því korni sem við neytum ræktað hér á landi. Það er gróft mat Hrannars Smára Hilmarssonar, tilraunastjóra í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands, en hann var viðmælandi Guðrúnar Huldu í þættinum Fæðuöryggi á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins, í síðustu viku. Frjósamur jarðvegur, löng sumur og hlýir vetur eru ástæður þess að Ísland er vel til þess fallið að rækta korn. „Við eigum nóg land, með hæfni, þekkingu og markað. Það vantar í raun bara voða lítið upp á til þess að við getum verið sjálfum okkur nóg um helstu kornvörur,“ segir Hrannar Smári og nefnir nærtækt dæmi frá Noregi, þar sem ákveðið var að auka hlutdeild af innlendu hveiti á markaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Í dag rækta Norðmenn 70% af öllu hveiti sem er neytt þar í landi og eru sjálfum sér nógir um hafra. „Það þarf í raun bara að sama ákvörðun sé tekin hér á landi, að við ásetjum það markmið að rækta okkar korn sjálf. Það er alveg hægt að rökstyðja það með fæðuöryggisskýrslum og spádómi um stríð, en mér finnst ekki þurfa svo drastískan rökstuðning, fyrir þessari ákvörðun. Það er bara svo sjálfsagður hlutur, að við ræktum okkar korn. Kannski náum við ekki svo góðum árangri að allt brauðið í bakaríinu sé úr íslensku hveiti, en það er sjálfsagt mál að við nálgumst það hlutfall að meira en helmingurinn af því korni sem er notað innanlands sé úr íslenskri jörð. Ég held við gætum alveg náð því markmiði á innan við tíu árum. Það þarf bara að gera það,“ segir hann. Að búa og að vera Styrkjaumhverfi landbúnaðarins ber einnig á góma í þættinum en Hrannar beinir sjónum að mikilvægum plöntukynbóta- verkefnum, sem hann telur aldrei hafa verið jafn munaðarlaus í íslenskri stjórnsýslu. Hann bendir m.a. á að vegna séríslenskra umhverfisaðstæðna eigi slík verkefni enga von um styrki í alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Mikilvægi plöntukynbótaverkefna séu hins vegar sambærileg við húsdýrakynbætur og nauðsynlegt sé að þær fari fram statt og stöðugt. Óábyrgt sé að kynbæta ekki helstu nytjajurtir að íslenskum aðstæðum, því með rannsóknum og verkefnum sé verið að tryggja fæðuöryggi. „Við getum alveg náð árangri með því að flytja inn plöntur frá útlöndum og stundað engar kynbætur. Bara sleppt því. Við getum alveg sleppt því að stunda rannsóknir í gróðurhúsum og flutt inn þekkinguna frá Hollandi. Við getum alveg sleppt því að stunda rannsóknir í heilbrigðisvísindum og tekið bara upp þekkinguna annars staðar frá. En það er ekki ábyrg hegðun þjóðar að taka ekki þátt. Við berum skyldu gagnvart alþjóðasamfélaginu að stunda þessar rannsóknir. Við gætum alveg eins minnkað umfang kynbóta í mjólkurkúastofninum og flutt inn erlend mjólkurkyn. Við þurfum kannski líka að spyrja okkur hvað það er sem okkur langar að gera. Hvernig viljum við búa á þessu landi? Og að búa er ekki að taka með sér nesti og dveljast einhvers staðar. Það er í rauninni að yrkja þitt eigið land, með þínum eigin aðföngum. Það er það sem skapar þjóð og ef við eigum okkar eigin nytjaplöntustofna, húsdýrastofna og okkar eigið fræ, eigið sáðkorn, þá held ég að við eigum meiri verðmæti sem þjóð. Mér finnst það skipta máli. Ég vil búa hér. Ég vil ekki bara vera hér,“ segir Hrannar Smári. Hægt er að hlusta á þáttaröðina Fæðuöryggi, ásamt fleiri áhugaverðum hlaðvörpum, á Hlöðunni. Hlaðan er aðgengileg á vefsíðu Bændablaðsins og öllum helstu hlaðvarpsveitum, s.s. Spotify og Apple Podcast. /ghp Getum og ættum að rækta meira korn Höfuðstöðvar Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ er staðsett á Hvanneyri þar sem Hrannar Smári er tilraunastjóri. Mynd/smh Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Kýr með nýborinn kálf sinn á bænum Hóli í Svarfaðardal. Mynd / HKr. Æskilegt er að bændur mæli broddmjólkurgæðin Flotmælir fyrir broddmjólk. Afar einfalt er að lesa af flot- mælinum hvort gæðin séu í lagi eða ekki. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.