Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 43 Broddmjólkur geymsla Ef niðurstöður mælinganna sýna að broddmjólkin sé ekki nógu góð þarf að gera ráðstafanir til að bæta úr og má gera það með íblöndun broddmjólkurdufts eða með því að eiga broddmjólkurbanka, þ.e. eiga brodd sem mældist af einstaklega góðum gæðum í frysti. Brodd í frysti má geyma í allt að 12 mánuði án þess að mótefnavirkni hans dvíni. Þegar slíkur broddur er sóttur, til að bæta kálfi upp slakan brodd frá móður, þarf að hita hann varlega upp en snögg upphitun getur skemmt mótefni broddmjólkurinnar og því til einskis unnið að gefa kálfinum broddmjólk úr broddmjólkurbanka. Erlend reynsla Gæði broddmjólkur hefur ekki verið mikið skoðuð á Íslandi en erlendis hafa verið gerðar margar rannsóknir á þessum þætti og nýverið var greint frá niðurstöðum sænskrar rannsóknar þar sem rannsakað var mótefnainnihald broddmjólkur frá 141 kú í 16 norskum og 4 sænskum lífrænt vottuðum kúabúum. Þar kom í ljós að meðalgæðin voru ekki nema 39,4 grömm IgG/ lítra og 77% broddmjólkurinnar var af gæðum sem var slakari en framangreind lágmarks gæði upp á 50 grömm IgG/lítra. Þessar niðurstöður sýna skýrt að mjög víða má bæta bústjórn á kúabúum. Þá var gerð rannsókn á magni mótefna í blóði kálfa í Noregi nýverið, en miðað er við að til þess að kálfurinn sé vel varinn gegn smitefnum þurfi mótefnamagnið í blóðinu að mælast að lágmarki 10 grömm IgG/lítra. Í rannsókninni kom í ljós að 30,8% allra kálfa var með of lítið magn mótefna í blóðinu 24-48 klukkustundum eftir fæðingu en þetta var þó gríðarlega breytilegt á milli búa. Á sumum þeirra voru allir kálfar með mæld gildi hátt yfir viðmiðunarmörkum en á öðrum allt upp í 63% kálfanna undir viðmiðunarmörkum. Með öðrum orðum þá skiptir bústjórn gríðarlegu máli hvað þetta atriði varðar, rétt eins og um nánast allt annað sem gerist á kúabúum nú til dags. Hefðbundinn Brix mælir.Stafrænn Brix mælir. Gróffóðurkeppni Yara 2021 Kynning á keppendum Sláturfélag Suðurlands svf. | Fosshálsi 1, Reykjavík - 575-6000 | yara@yara.is | www.yara.is Knowledge grows 1. Þingi í Austur Húnavatnssýslu. 2. Jörðin er um 600 ha þar af er ræktað land um 60 ha. 3. Kúabú með mjólkurframleiðslu samtals um 80 nautgripir. Einnig er stunduð hrossarækt á bæ- num. 4. Að framleiða hágæða gróffóður til mjólkur- framleiðslu. Slíkt fóður þarf að vera lystugt, með háan meltanleika, sykurríkt, með hátt prótein og heppilega samsetningu stein- og snefilefna. 5. Að veðrið setji ekki strik í reikninginn. 6. Að slá á hentugum tíma og að verkun taki sem stystan tíma. 7. Í spildunni er vallarfoxgrasstofninn Snorri ásamt rauðsmárayrkinu Torun sem var skjólsáð með höfrum sumarið 2020. 8. Bæta gæðin jafnt og þétt með endurræktun. Rækta meira af smára, vallarrýgresi og heilsæði. 9. Skemmtileg ferðalög, garðyrkja, útivist og veiði. 1. Í Hrunamannahrepp. 2. Í kringum 400 ha. 3. Mjólkurframleiðsla. 4. Vinna hana. 5. Veðrið. 6. Margir samverkandi þættir. 7. Vallarfoxgras, yrkið er Birta. 8. Halda áfram á svipaðri braut, endurrækta 8-10 ha á ári til að halda þessu við. 9. Hestar, fótbolti og ferðalög. Hólabaksbúið ehf. - Ingvar Björnsson og Elín Aradóttir Hólabak Sigurjón Sigurðsson, Sigrún Einarsdóttir, Kristján Valur Sigurjónsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir Kotlaugar Spurningalistinn 1. Hvar er bærinn? 2. Stærð jarðar? 3. Gerð bús? 4. Hvaða markmið hefur þú sett þér í keppninni? 5. Hvað telur þú vera stærsta áskorunin í keppninni? 6. Hvaða þáttur er mikilvægast að heppnist? 7. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar? 8. Hvaða framtíðaráform hefur þú varðandi gróffóðuröflun á þínu búi? 9. Áhugamál Ein meginbreytingin sem nýtt stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Markmiðið með breytingunum er að styrkja umgjörð og grundvöll sveitarstjórnarstigsins og tryggja að sveitarfélög geti sinni lögboðinni skyldu sinni. Einnig að auka sjálfsstjórn og sjálfbærni sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið í heild þannig að sveitarfélög séu betur í stakk búin til að mæta margvíslegum áskorunum sem þau og samfélagið allt stendur frammi fyrir á hverjum tíma, sem og að sinna brýnum hagsmunamálum íbúanna. Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1.000 íbúar Í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni skal nú stefna að því að lágmarks- íbúafjöldi sé ekki undir 1.000. Ef íbúafjöldi er undir þeim mörkum við almennar sveitarstjórnarkosningar skal sveitarstjórn þess, innan árs frá þeim kosningum, leitast við markmiðinu með því að hefja formlegar sameiningar viðræður við annað eða önnur sveitarfélög eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og tækifærum sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Eftir þinglega meðferð var horfið frá því að ráðherra geti haft frumkvæði að sameiningu sveitar- félaga hafi sveitarfélögum ekki tek- ist að ná lágmarksíbúafjölda fyrir árið 2026. Mikilvæg hagræn áhrif upp á allt að 5 milljarða króna Í greinargerð með frumvarpinu var fjallað um greiningu á hagrænum áhrifum þess að fækka sveitarfé- lögum með því að hafa viðmið um lágmarksíbúafjölda sveitar- félaga. Samkvæmt greiningunni er áætlað að hagræn áhrif kunni að verða 3,6–5 milljarðar króna vegna breyttra áherslna við rekstur sveitarfélaga. Þannig kann mögulegur sparnaður sem verður í rekstri stjórnsýslu sveitarfélaga að verða nýttur til að auka þjónustustig við íbúa sveitarfélaga. Einhver kostn- aður mun koma til vegna undir- búnings sameininga en gert er ráð fyrir að sveitarfélög geti sótt um styrki fyrir slíku til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. /MÞÞ Lágmarksfjöldi: Viðmið sveitar- félaga lögfest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.