Bændablaðið - 22.07.2021, Page 45

Bændablaðið - 22.07.2021, Page 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 45 Bændasamtök Íslands leita að öflugum einstaklingi Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá auk kynningarbréfs. Upplýsingar um starfið veitir Vigdís Häsler framkvæmdastjóri. Umsóknir, merktar Umsókn um starf sérfræðings á markaðssviði, berist eigi síðar en 8. ágúst nk. á netfangið vigdis@bondi.is Bændasamtök Íslands leita að öflugum einstaklingi í hópinn til að sinna fjölbreyttum verkefnum á nýstofnuðu sviði markaðsmála. Starfið felur í sér: ▶ Hugmyndavinnu og textagerð ▶ Framkvæmd markaðsáætlana ▶ Umsjón og efnisgerð fyrir vef og samfélagsmiðla ▶ Vefumsjón og leitarvélabestun ▶ Framkvæmd markaðsgreininga og skýrslugerð ▶ Verkefnastjórn ▶ Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: ▶ Menntun sem nýtist í starfi ▶ Reynsla af markaðsstarfi ▶ Þekking og reynsla af vefumsjón, stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum ▶ Hæfileiki til að vinna í teymi og færni í samskiptum ▶ Hæfileiki til að vinna sjálfstætt ▶ Áhugi af landbúnaðarmálum ▶ Góð íslensku og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli ▶ Þekking á Google Ads auglýsingakerfinu ▶ Þekking á Google Analytics ▶ Þekking á Facebook Business Manager ▶ Þekking á Photoshop ▶ Þekking á Instagram Business Tools ▶ Þekkingu á öðrum nýsamfélagsmiðlum Bændahöllin Hagatorgi 1, 107 Reykjavík Söfnin á Eyrarbakka Húsið er heillandi og sögufrægt kaupmannsheimili þar sem sögð er meira en 200 ára gömul saga verslunar og menningar. Sjóminjasafnið hýsir hið merka árskip Farsæl og undraveröld fugla og eggja er í Eggjaskúr. Í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er sýning um byltingartímana þegar rafljós kom í hús og fólk eignaðist útvarp og gúmmístígvél. Opið alla daga í sumar frá kl. 11–18. sími 483 1504 • info@byggdasafn.is www.byggdasafn.is Eyrargata Túngata Búðarstígur HÚSIÐ EGGJASKÚRINN KIRKJUBÆR SJÓMINJASAFNIÐ Hvernig væri að leggja leið sína á Eyrarbakka og heimsækja söfnin? Ratleikur um allt safnasvæðið er í boði fyrir alla fjölskylduna. Kristinn Sigurbjörnsson Löggiltur fasteignasali og byggingafræðingur. Sími: 560-5502 Netfang: kristinn@allt.is Sérsniðin þjónusta að þínum þörfum Fjölskyldugarðinum Raggagarði á Súðavík var færð vegleg gjöf þann 17. júlí síðastliðinn þegar Finnur Jónsson og fjölskylda hans afhjúpuðu og afhentu garðinum til eignar og varðveislu styttuna Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason. Af þessu tilefni var haldin fjölskyldudagur í garðinum og mættu yfir 300 manns í garðinn þennan dag í frábæru sólskinsveðri. „Verkið er stórglæsilegt og eins og önnur verk Jóns Gunnars skipar dagsbirtan og sólin stórt hlutverk í verkinu. Þetta verk hefur verið í einkaeigu þar til nú sem það er til sýnis í Raggagarði í Súðavík um ókomin ár. Fólk er farið að átta sig á að Raggagarður er orðinn stór fjölskyldugarður sem er ekki bara leiksvæði. Nú eru komin sjö listaverk í garðinn og ýmislegt að skoða á Boggutúni og aðstaða fyrir hópa til að grilla og fara í leiki og hvaðeina. Það er flott tjaldsvæði í aðeins 500 metra fjarlægð frá garðinum. Ég sá í sumar að fólk er að uppgötva þessa paradís í Súðavík og þennan fallega og óvenjulega garð. Það má segja að Boggutún sé að verða listaverkagarður og tilvísun í sögu Súðavíkur og sérkenni Vestfjarða eins og Strandaskógurinn og holugrjótið svo fátt eitt er nefnt,“ segir Vilborg Arnarsdóttir stofnandi Raggagarðs. /ehg-va Súðavík: Raggagarði færð vegleg gjöf Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.