Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 20212 FRÉTTIR Á undanförnum vikum hefur í fjölmiðlum verið fjallað um tolla- mál og skort á þremur tegund- um af grænmeti; selleríi, blóm- káli og spergilkáli. Formaður Neytendasamtakanna og fram- kvæmdastjóri Krónunnar hafa hvatt til endurskoðunar á tímabili tollverndarinnar fyrir þessar tegundir eða að hún verði hrein- lega lögð af, vegna þess meðal annars að hún sé hluti af gam- alli arfleifð. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir toll- verndina hins vegar vera mjög mikilvæga Íslandi, eins og flestum þjóðum heims, meðal annars til að stuðla að fæðuöryggi. „Tollvernd er ekki gamaldags þó að tollar séu ekki nýtt fyrirbrigði. Flestar þjóðir heims nota tollvernd til þess að vernda innlenda fram- leiðslu og ná fram pólitískum mark- miðum um eflingu atvinnugreinar, til dæmis með tilliti til fæðuöryggis. Meðalneysla grænmetis á Íslandi á mann hefur aukist. Það hefur síðan leitt til aukinnar framleiðslu sumra tegunda grænmetis en eftir sem áður er innlend framleiðsla þó ekki nægj- anlega mikil, eða nærri 43 prósenta hlutdeild af grænmetismarkaðnum hér á landi,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þjóðir verða að hugsa um eigin framleiðslu „Heimsfaraldur kórónaveiru hefur sýnt fram á það hversu mikilvægt það er að viðhalda tiltekinni fram- leiðslu, því þegar skórinn kreppir þá hugsa allar þjóðir fyrst um sjálfa sig. Rúmlega þrjátíu ríki settu útflutningsbann á ýmsar tegundir matvæla í heimsfaraldr- inum. Í dag eru blikur á lofti með matvælaverð til meðallangs tíma vegna röskunar á aðfangakeðjum og gríðarlegum verðhækkunum á ýmsum aðföngum, til dæmis orku. Þess vegna er mikilvægt að stytta aðfangakeðjur og framleiða meira magn matvæla hér heima. Það er ekki langt síðan að Bændasamtökin voru spurð hvort það væri til nægur matur á Íslandi. Það hefur nú gerst tvisvar á rúmum áratug, í kjölfar efnahagshrunsins og nú í mars í fyrra þegar óvissan vegna heims- faraldurs kórónaveiru var hvað mest. Tökum það alvarlega,“ segir Vigdís. Stefna stjórnvalda að efla innlenda ræktun Að sögn Vigdísar hafa stjórnvöld tekið ákvörðun um að efla inn- lenda ræktun á grænmeti með því að festa tolltímabilin. „Það er þá verkefni framleiðenda og verslunar að sjá til þess að mæta eftirspurn neytenda. Vörur þurfa að vera til á þeim tímabilum sem tollverndin hefst og endast til loka. Það er verkefnið. Til þess að framleiðendur nýti tækifærin sem sannanlega eru til staðar þurfa allir að fá sanngjarnt verð. Neytendur greiði sanngjarnt verð, verslunin fái sanngjarnt verð og framleiðendur fái sanngjarnt verð. Séu framleiðendur ekki reiðbúnir að leggjast í það verkefni að framleiða meira þá er annaðhvort áhuginn ekki til staðar eða þá að það verð sem framleiðendum er boðið dugar ekki fyrir kostnaði. Miðað við samtöl við félagsmenn Bændasamtakanna þá er það síðari ástæðan en hér þarf sérstaklega að fjölga nýliðum því bændum fer fækkandi ár frá ári. Þá þarf einnig að bæta kæli- og geymslutækni sem getur lengt neyslutímann um- talsvert.“ Galli að enginn sveigjan leiki er í lögunum „Tækifæri eru til staðar til að auka framleiðslu á gulrótum, blóm- káli og spergilkáli. Innlend fram- leiðsla annar ekki eftirspurn og er henni mætt með innflutningi sem lítið fer fyrir þessa dagana vegna breytinga á búvörulögum sem fólu í sér skilgreind fastákveðin tímabil á tilteknum grænmetistegundum,“ segir Vigdís. Hún bendir á að Bændasamtökin og Félag atvinnurekenda hafi gert athugasemdir við að með því að festa tímabilin fyrir tollverndina á þessum tegundum væri ekki nægur sveigjanleiki í lögunum. „Það þyrfti að vera hægt að bregðast við sér- stökum aðstæðum sem gætu komið upp þegar ekki nægt framboð er, til dæmis vegna veðurfarsaðstæðna. Því gæti þurft að meta reynsluna af þessu nýja fyrirkomulagi og eftir atvikum sníða af vankanta, það verð- ur verkefni Alþingis og nýs landbún- aðarráðherra.“ /smh Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Mynd / HKr. Tollvernd á grænmeti mikilvæg til að stuðla að fæðuöryggi Stefán Rúnar Sævarsson, bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi, lauk slætti í dag í ljómandi fínu veðri og 10 stiga hita. Hann hefur aldrei áður slegið þegar komið er fram í október. Myndir / Guðmundur Rafn Guðmundsson Stefán Rúnar Sævarsson, bóndi á Syðri-Grund: Hefur aldrei slegið í október fyrr „Ég hef aldrei slegið í október fyrr,“ segir Stefáns Rúnar Sævarsson, bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi, sem lauk slætti í dag í ljómandi fínu veðri og 10 stiga hita. Færi gafst líka á að slá á miðvikudag. Stefán náði ríflega 100 rúllum í þessum síð- búna slætti, en hann fór yfir um 30 hektara af túnum. Hann sló síðast 10. ágúst síð- astliðinn, en svo voru alls kyns verkefni önnur sem þurfti að setja í forgang, eins og að taka upp kartöflur, auk þess sem veður var ekki alltaf hliðhollt. Undanfarið hefur verið gríðar- leg rigningartíð sem hentar ekki fyrir heyskap að hausti. „Ég átti nú alls ekki von á að þessi rigningar- kafli yrði svona langur, en það var bara allt í einu þegar vel var liðið á september komið haugagras. Gæti verið að áburður hafi farið að virka í rigningartíðinni,“ segir Stefán og bætir við að nú sé hann steinhættur. „Ætli maður splæsi ekki á sig soðbrauði með hangikjöti,“ svarar Stefán, spurður hvort ekki ætti að halda upp á daginn og heyskapar- lokin. /MÞÞ Sláttur á Syðri-Grund í október. Stefán bóndi náði um 100 rúllum á tveimur dögum. Keppni Landssambands bakarameistara um köku ársins 2022: Skilyrði sett um að notaður verði innfluttur gervirjómi í kökuna Hin árlega keppni um köku ársins 2022 fer fram dagana 21. og 22 október í bakaradeild Hótel- og veitingaskólans í Kópavogi. Keppnin er haldin á vegum Landssambands bakarameistara (LABAK). Bændablaðið fékk ábendingu um að í ár sé gert að skilyrði að nota Créme Brulée gervirjóma frá Debic í Belgíu í kökuna. Þetta hráefni geta kepp- endur fengið afgreitt í gegnum Innkaupasamband bakarameistara (Innbak) en það er flutt inn af Ekrunni. Bakarameistari hjá einu virtasta bakaríi landsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, undrast mjög þau skilyrði sem LABAK setur fyrir þátttöku í keppninni að þessu sinni. Sjálfur segist hann ekki vilja nota annað en íslensk- an rjóma og er því ekki gjaldgengur í keppnina að þessu sinni. „Ég er afar sorg- mæddur yfir að bakarar standi ekki við bakið á íslenskum bændum í vali á hráefni.“ Á skjön við baráttu Samtaka iðnaðarins Bakarameistarinn, sem hefur reyndar nokkrum sinnum borið sigur úr býtum í þessari keppni, bendir á að þetta sé sérlega merkilegt fyrir þær sakir að Landssamband bak- arameistara, sem er sameiginlegur vettvangur 16 bakaría á landinu, er aðili að Samtökum iðnaðarins (SI). Þau samtök hafa árum saman lagt gríðarlega fjármuni í að hvetja fólk til að kaupa íslenskar vörur. Því sé vægast sagt einkennilegt að LABAK velji síðan sem skil- yrði fyrir þátttöku í keppninni að notaður sé innfluttur gervirjómi. Þá bendir bakarinn einnig á að Mjólkursamsalan, sem er m.a. í eigu íslenskra bænda, er líka aðili að SI og þarna sé samstarfsaðili MS í SI beinlínis að gera kröfu sem beint er gegn hagsmunum íslenskra bænda. Umrætt Créme Brulée er samkvæmt upplýsingum af vef Ekrunnar samsett af eftirfarandi efnum: Súrmjólk, rjómi (28%), sykur, eggjarauða, umbreytt maís- sterkja, bindiefni (E461, E331, E407), náttúrulegt vanillu Bourbon extrakt, náttúruleg bragðefni, ýru- efni (E471), litarefni (E160a), vanillufræ. Fulltrúi SI skrifaði undir keppnisreglur Gunnar Sigurðarson er fram- kvæmdastjóri Landssambands bakarameistara og jafnframt við- skiptastjóri á iðnaðar- og hug- verkasviði hjá Samtökum iðnað- arins. Hann skrifaði einnig undir keppnisreglur Landssambands bak- arameistara sem sendar voru út til bakarameistara í september vegna köku ársins 2022. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað- ar verið með herferðir árum saman fyrir því að íslenskir neytendur velji íslenskar vörur í sínum innkaup- um. Nú síðast – „Íslenskt – Láttu það ganga. Bændasamtök íslands hafa einnig stutt þessa herferð. Gunnar var því spurður hvernig Landssamband bakarameistara rökstyddi skilyrði fyrir notkun á innfluttu Créme Brulée frá Debic. Ekki síst þegar nægur úrvals nátt- úrulegur rjómi er á boðstólum, m.a. frá MS sem einnig er aðildarfélag Samtaka iðnaðarins. Í svari sínu sagðist Gunnar ekki hafa heimild til að svara fyrir ákvarð- anir sem tengjast Landssambandi bakarameistara, en sagði svo: „Ég get þó staðfest að stuðningsaðili keppn- innar í ár er Innbak og að skilyrði fyrir þátttöku er að kakan innihaldi Créme Brulée frá Debic. Sú vara er að vísu ekki framleidd af íslenskum aðila, því miður, en það kemur svo sannarlega ekki í veg fyrir að keppendur munu/þurfa að nota öll þau innihaldsefni sem þeir vilja setja í kökuna, rjóma, smjör, egg eða annað.“ „Erum við ansi háð innfluttum vörum“ Varðandi hvatningu um að velja íslenskt, sagðist Gunnar geta tekið undir að það sé áróður að hvetja til kaupa á íslenskum vörum. „Þá er alltaf áhersla að velja íslenska framleiðslu, íslenskt handverk. Því miður er það svo að í mörgum tilfellum þá erum við ansi háð innfluttum vörum, fóðri og öðru sem við notum í mat- vælaframleiðslu hér á landi. Í kökur til að mynda sykur, hveiti, vanilla, súkkulaði og flest annað sem gerir góða köku. Til samanburðar þá var það skilyrði að kaka ársins 2019 væri með appelsínutröffle frá Odense, held að flestir taki undir með að þar var íslensk framleiðsla á ferð. En misjafnt svo sem hvernig horft er á. Ég er því fullviss um að þarna er gæða íslensk framleiðsla sem úr verður og verður gaman að færa ykkur í Bændahöllinni,“ sagði Gunnar að lokum. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.