Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 11
Alls hefur verið úthlutað 36 millj-
ónum króna til sjö verkefna á sviði
almenningssamgangna fyrir árið
2021 og 2022. Markmið með
framlögunum er að styðja við
áframhaldandi þróun almenn-
ingssamgangna um land allt og
þá sérstaklega út frá byggðaleg-
um sjónarmiðum. Alls bárust níu
umsóknir og var sótt um styrki
fyrir tæpar 77 milljónir króna.
Tvær milljónir króna fara í verk-
efni sem hefur þann tilgang að efla
samgöngur á Snæfellsnesi, m.a.
með því að samþætta skóla- og
tómstundaakstur. Samtök sveitar-
félaga á Vesturlandi sóttu um styrk-
inn en þegar liggja fyrir tillögur um
samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi.
Vinna þarf betur úr tillögum og velja
þá réttu.
Farþega- og póstflutningar
Eitt verkefnanna ber heitið
Samfélagsleg nýsköpun – sam-
legð farþega- og póstflutninga á
Norðausturlandi. Samtök sveitarfé-
laga á Norðurlandi eystra sóttu um
og fengu styrk að upphæð 3,8 millj-
ónir króna. Þarfagreining hefur þegar
verið gerð en fram undan er að vinna
frekari greiningu á hindrunum, um-
hverfi og finna hagkvæmar lausnir.
Fyrirmyndir verða sóttar til annarra
landa, meðal annars norður-Noregs,
varðandi það kerfi sem hefur verið
byggt upp með samnýtingu ýmiss
konar flutninga.
Heilsueflandi almenningssam-
göngur í Langanesbyggð er heiti
á verkefni sem hlaut 1,2 milljónir
króna þróunarstyrk en ætlunin er að
koma á almenningssamgöngum milli
Bakkafjarðar og Þórshafnar með því
að tvinna saman lýðheilsustefnu og
notendamiðaðan frístunda- og tóm-
stundaakstur. Byggð við Bakkaflóa
hefur átt undir högg að sækja og
verk efnið er liður í átaki gegn þeirri
þróun.
Ástand stoppistöðva
Strætó á landsbyggðinni
Öryrkjabandalag Íslands hlaut einnig
tvær milljónir króna til að vinna
heildstætt mat á ástandi stoppistöðva
Strætó á landsbyggðinni og setja
fram tillögur að úrbótum. Þá fékk
Austurbrú 7 milljónir króna til að
gera viðhorfskönnun meðal þeirra
sem notað hafa Loftbrú, meta nota-
gildi og hlutverk hennar. Þá fengu
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
styrk upp á 12 milljónir króna til að
hefja tilraunaverkefni sem tryggir
að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð
geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja
vinnu eða þjónustu. Styrkurinn
deilist á tvö ár.
Fjarðabyggð fékk 8 milljón-
ir króna vegna verkefnis um nýtt
kerfi almenningssamgangna í
byggðalaginu, en það tók gildi 1.
september síðastliðinn. Verkefnið
er tilraunaverkefni sem stendur yfir
í 16 mánuði og er hugsað til að gera
Fjarðabyggð að einu atvinnu- og
skólasóknarsvæði. /MÞÞ
20% afsláttur af saltsteinum og steinefnum.
Tilboðið gildir frá 20. október til 5. nóvember.
Steina- og
stampadagar
bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is
20%
AFSLÁTTUR
Úthluta 36 milljónum til verkefna
á sviði almenningssamgangna
Akureyri:
Nýjar rafhleðslu-
stöðvar opnaðar
Fallorka hefur opnað fjórar 2x22
kW hleðslustöðvar á þremur stöð-
um á Akureyri. Stöðvarnar eru
þær fyrstu sem Fallorka opnar
með greiðslulausn Ísorku.
Verkefnið er hluti af styrkút-
hlutun Orkusjóðs og er sam-
starfsverkefni Fallorku, Vistorku,
Norðurorku og Akureyrarbæjar.
Tvær stöðvar eru við Ráðhúsið, ein
við Sundlaug Akureyrar og ein við
Amtsbókasafnið. Fallorka hefur í
hyggju að reisa fleiri stöðvar á starfs-
svæði sínu á næstu misserum.
Mikil aukning hefur verið á fjölda
rafbíla á Íslandi undanfarin misseri
og eru þessar hleðslustöðvar kær-
komin viðbót við þær hleðslustöðv-
ar sem fyrir eru í bænum. Fallorka
býður 50% kynningarafslátt á stöðv-
unum í september. /MÞÞ