Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202116 Á yfirstandandi fiskveiðiári fara um 30 þúsund tonn af fiski í sér- úthlutanir til hliðar við hið eigin- lega kvótakerfi, sem samsvarar 5,3% af leyfilegum heildarafla. Aflaverðmæti þessa fisks gæti numið allt að 8 milljörðum króna. Strandveiðar fá mestar heimildir í þessum sérúthlutunum. Sjávarútvegráðherra ákveður á hverju ári leyfilegan heildarafla í kvótabundnum tegundum. Afla­ marki (kvóta) í hverri tegund er úthlutað til skipa samkvæmt svo­ nefndri aflahlutdeild þeirra, þ.e. skip á rétt á því að fá ákveðna pró­ sentu af heildinni í tiltekinni tegund. Aflahlutdeild byggist í aðalatriðum á veiðireynslu skipa í upphafi kvóta­ kerfisins. Svo er það önnur saga að stærstur hluti aflahlutdeildanna hefur gengið kaupum og sölum í áranna rás. Ekki einhlít regla Reglan um að leyfilegum heildarafla sé skipt eftir aflahlutdeild er ekki einhlít. Ríkið hefur um langt árabil tekið frá aflaheimildir sem fara í sérúthlutanir ýmiss konar áður en heildaraflamark kemur til úthlutunar til kvótahafa. Þetta hefur verið gert með ýmsum hætti en síðustu árin hefur heimildum fyrir sérúthlutanir verið aflað með 5,3% frádrætti á allar kvótategundir. Tökum sem dæmi. Fyrir fisk­ veiðiárið 2021/2022 er leyfilegur heildarafli í þorski 220.417 tonn miðað við óslægðan afla. Dregið er frá heildarafla 11.682 tonn, eða 5,3%. Það sem eftir stendur, 208.735 tonn, úthlutar Fiskistofa sem afla­ marki til skipa á grundvelli aflahlut­ deildar. Sex mismunandi sérúthlutanir Sérúthlutanir sem um ræðir eru nú sex að tölu og taka mismikið til sín og lúta mismunandi reglum. Þær eru: Strandveiðar, almennur byggðakvóti, byggðakvóti Byggðastofnunar, skel­ og rækjubætur, línuívilnun og frí­ stundaveiðar. Mestum heimildum er varið til strandveiða en ef byggða­ kvótarnir tveir eru lagðir saman hafa þeir vinninginn. Í sérúthlutanir fara 7 fisktegundir: Þorskur, ýsa, ufsi, steinbítur, gull­ karfi, keila og langa. Vægi sérúthlutana og hvernig einstakar tegundir raðast í þær má sjá í meðfylgjandi töflu. Í heild er gert ráð fyrir að 30.006 tonn fari í sérstakar úthlutanir miðað við óslægðan afla á yfirstandandi fisk­ veiðiári. Skiptimarkaður Fiskistofu Kvóta er úthlutað í um það bil 25 tegundum. Frádrætti (5,3%) í þeim 7 fisktegundum sem nefndar eru hér að framan er hægt að ráðstafa beint í sérúthlutanir eftir því sem við á. Það magn sem frádrátturinn gefur í hinum kvótategundum 18 er allt boðið upp á skiptimarkaði Fiskistofu í staðinn fyrir þorsk eða aðrar tegundir sem uppá vantar. Gert er ráð fyrir að 21.714 tonn af óslægðum þorski verði varið í sérút­ hlutanir á þessu fiskveiðiári. Eins og fram kom hér að framan gefa 5,3% aðeins 11.682 tonn af þorski. Þeim rúmu 10 þúsund tonnum sem upp á vantar er sem sagt aflað á skipti­ markaði Fiskistofu. Skiptimarkaðurinn er uppboðs­ markaður og haldinn nokkrum sinn­ um á ári. Á þessu fiskveiðiári þarf Fiskistofa meðal annars að bjóða upp um 3.830 tonn af íslenskri síld, tæp 800 tonn af grálúðu og rúm 400 tonn af skarkola og þannig mætti halda áfram að telja. Fiskistofa tekur tilboði þeirra sem bjóða flest tonnin af þorski í skiptum fyrir þær tegundir sem í boði eru hverju sinni. Nánar um sérúthlutanir Ólíkar reglur gilda um flestar sér­ úhlutanir. Hér verður gerð lítilsháttar grein fyrir hverri og einni þeirra. Strandveiðar eru handfæraveiðar sem stunda má í fjóra mánuði á ári, frá maí til ágúst. Þær eiga að stuðla að byggðasjónarmiðum og gefa mönnum, aðallega þeim sem standa utan kvótakerfisins, möguleika á tak­ mörkuðum veiðum í atvinnuskyni. Á árinu 2021 stunduðu 672 bátar strandveiðar. Heimild til strandveiða á árinu 2022 er 11.100 tonn, þar af 10.000 tonn af þorski. Sjávarútvegsráðherra er heimilt að ráðstafa almennum byggðakvóta til staða sem mætt hafa áföllum. Einnig til stuðnings minni byggðar­ lögum sem lent hafa í samdrætti. Í heild eru 7.294 tonn til ráðstöfunar, þar af 4.500 tonn af þorski. Markmið með byggðakvóta Byggða stofnunar er að styðja byggðar lög sem eru í alvarlegum og bráðum vanda vegna sam dráttar í sjávarútvegi. Í þennan lið fara 6.865 tonn, þar af 4.092 tonn af þorski. Skel­ og rækjubótum var upp­ haflega komið á til að minnka áfall sem skel­ og rækjuútgerðir (inn­ fjarðarrækja) urðu fyrir með hruni viðkomandi stofna. Bæturnar eru nú alls 2.466 tonn, þar af 1.472 tonn af þorski. Línuívilnun fer til dagróðrabáta með línu sem er handbeitt í landi, að hluta eða öllu leyti. Þeir mega landa 15 til 20% umfram aflamark, þ.e. geta drýgt kvóta sinn sem því nemur. Hin seinni ár hefur færst í vöxt að útgerðir dagróðrabáta sjái sér hag í því að vera með beitningar­ vél um borð í stað landbeittrar línu þótt þær missi við það réttinn til línuívilnunar. Þetta hefur leitt til þess að tölvert af þeim heimildum sem teknar hafa verið frá til ívilnun­ ar hafa ekki verið nýttar. Til línu­ ívilnunar er að þessu sinni gert ráð fyrir alls 2.040 tonnum, þar af 1.400 tonn þorskur. Frístundaveiðar í tengslum við ferðaþjónustu hafa þá sérstöðu að ríkið úthlutar heimildum gegn gjaldi sem rennur í ríkissjóð. Tekin eru frá 250 tonn af þorski fyrir frístunda­ veiðar. Um 10% af þorski í sérúthlutanir Þorskurinn vegur þyngst í sérút­ hlutunum en í þær fara um 21.714 tonn af óslægðum þorski eins og áður er getið. Hér er um að ræða rétt tæp 10% af leyfilegum heildarafla í þorski fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Til að setja þessa tölu í samhengi má nefna að sú útgerð sem hefur mestan þorskkvóta hér á landi, Samherji Ísland ehf., er með rúm 16 þúsund tonna þorskkvóta umreiknað í óslægt (um 13.600 tonn miðað við slægðan fisk). Aflaheimildir í þorski sem ríkið ráðstafar til hlið­ ar við kvótakerfið eru mun meiri en stærsti einstaki kvótahafinn fær úthlutað. Verðmætið allt að 8 milljarðar Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvert er verðmæti þess afla sem fer í sérút­ hlutanir. Það fer meðal annars eftir því hver kaupir aflann. Nokkur munur er til dæmis á verðmæti botnfisks eftir því hvort landað er á fiskmarkaði eða beint til fiskvinnslu. Aflaverðmæti allra fisktegunda á árinu 2020 var rúmir 148 millj­ arðar króna samkvæmt tölum Hag­ stofunnar. Miðað við að verðmæti sérúthlutana sé 5,3% af heildinni má ætla að þær hafi skilað rúmlega 7,9 milljörðum króna. Í febrúar 2020 skilaði starfshóp­ ur sjávarútvegsráðherra skýrslu um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda. Þar er slegið á að aflaverðmæti 5,3% heildaraflamarks hafi verið 5,5 til 7,6 milljarðar króna á fiskveiðiárinu 2019/2020. Strandveiðiaflinn skilar ávallt mestum verðmætum. Strandveiðin var óvenjumikil í sumar, eða 12.174 tonn, þar af 11.164 tonn af þorski. Miðað við meðalverð á fiskmörkuð­ um í sumar má ætla að aflaverðmæti strandveiða hafi verið um 4 millj­ arðar króna. Ekki er úr vegi að áætla að afla­ verðmætið allra sérúhlutana verði í kringum 8 milljarðar fiskveiðiárið 2021/2022. Þess má geta að veiðigjald er greitt af lönduðum afla í sérúthlutunum. Tillögur starfshópsins um breytingar Starfshópurinn sem getið er um hér að framan leggur til að 5,3% aflaheimildanna verði nefndar at­ vinnu­ og byggðakvótar. Helstu tillögur starfshópsins eru þær meðal annars að innbyrðis skipting 5,3% aflaheimilda vegna atvinnu­ og byggðakvóta verði fest til sex ára. Einnig að almennum byggða kvóta verði úthlutað til sex ára í samræmi við meðaltal fyrri ára og svigrúm aukið til að nýta hann í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Þá er lagt til að ónýttri línu­ ívilnun verði úthlutað sem almenn­ um byggðakvóta í samræmi við hlutdeild einstakra byggðarlaga á undangengnum árum. Umdeildasta tillaga hópsins er væntanlega sú að gert verði upp við handhafa skel­ og rækjubáta og þær aflaheimildir renni í varasjóð sem ætlað er að bregð­ ast við óvæntum áföllum í sjávar­ byggðum. Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur sem byggði á tillögum starfshóps­ ins. Frumvarpið var ekki afgreitt á þinginu. NYTJAR HAFSINS Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Fyrirhugaðar sérúthlutanir 2021/2022 í tonnum Tegund Strandveiðar Almennur byggðakvóti Byggðakvóti Byggðastofnunar Skel- og rækjubætur Línuívilnun Frístundaveiðar Ráðstöfun samtals 1. Þorskur 10.000 4.500 4.092 1.472 1.400 250 21.714 2. Ýsa 0 800 715 257 413 2.185 3. Ufsi 1.000 1.400 1.261 453 0 4.114 4. Steinbítur 0 155 141 51 177 524 5. Gullkarfi 100 300 553 199 15 1.167 6. Keila 0 43 23 8 15 89 7. Langa 0 96 71 26 20 213 Samtals: 11.100 7.294 6.856 2.466 2.040 250 30.006 Reglan um að leyfilegum heildarafla sé skipt eftir aflahlutdeild er ekki einhlít. Ríkið hefur um langt árabil tekið frá aflaheimildir sem fara í sérúthlutanir ýmiss konar áður en heildaraflamark kemur til úthlutunar til kvótahafa. Þetta hefur verið gert með ýmsum hætti en síðustu árin hefur heimildum fyrir sérúthlutanir verið aflað með 5,3% frádrætti á allar kvótategundir. Myndirn er frá Dalvíkurhöfn. Mynd / HKr. Frístundaveiðar í tengslum við ferðaþjónustu hafa þá sérstöðu að ríkið út- hlutar heimildum gegn gjaldi sem rennur í ríkissjóð. Tekin eru frá 250 tonn af þorski fyrir frístundaveiðar. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.