Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202150 Söngmenning og kórastarf hefur löngum verið stór hluti af menningu Íslendinga og bæði glatt lund og geð. Í Kjósarhreppi meðal annars, stóð sú menning ríkulega fyrir sínu og glæddi samfé- lagið bæði og göfgaði á tutt- ugustu öldinni. Í nýútkominni bók Ágústu Oddsdóttur og Bjarka Bjarnasonar er fjallað um samfélag, söng- og menn- ingarlíf hreppsins á þessum tíma en faðir Ágústu og afi voru báðir ötulir söngmenn og vel virkir í þeirri starfsemi. Ágústa Oddsdóttir, annar höf- unda bókarinnar, ólst upp á bænum Neðra-Hálsi þar sem faðir hennar, Oddur Andrésson, stjórnaði kór- astarfi sýslunnar, auk kirkjukórs Reynivallakirkju, um áratugaskeið. Líkt og dóttir hans ólst Oddur upp við virka þátttöku söngfólks í kringum sig en faðir hans og afi Ágústu, Andrés Ólafsson, lagði ríka áherslu á að glæða áhuga fjöl- skyldunnar með því að taka þátt í söngstarfi kirkjunnar auk þess að æfa raddaðan samsöng heima við. Hverfandi þekking Hugmyndin að bókinni kviknaði í kjölfar þess að þrátt fyrir öflugt starf samfélagsins fyrr á tímum virtist vitneskjan um það fara hverf- andi. Ágústa, sem hefur síðan árið 1981 viðað að sér heimildum er varða söngstarf föður síns og afa – auk ritaðra heimilda um félags- og menningarlíf í Kjósinni á árum áður, ákvað að sá fróðleikur mætti ekki falla í gleymskunnar dá. Með nokkurt safn heimilda á höndum sér tók hún til viðbótar viðtöl við eldri Kjósverja um sveitarbrag og sönglíf í Kjósinni á 20. öld. Er það efni grunnur þessarar bókar, en árið 2018 hafði Ágústa svo samband við Bjarka Bjarnason rithöfund sem samþykkti að vinna með henni efni í bók og jafnframt ritstýra verkinu. Þriggja hluta verk Bókin, sem skiptist í þrjá hluta, segir í fyrsta hlutanum frá lífi heimamanna í Kjósinni á síðari hluta 19. aldar, en þar má m.a. finna lýsingar á fábreyttu hlutskipti þeirra hvað varðaði búsetu og kjör. Trúarleg tónlist var að mestu ráðandi og heimilin og kirkjan vett- vangur sönglífsins. Annar hluti lýsir þeim breyting- um er ríktu á fyrri hluta 20. aldar ef litið er á menntun, atvinnulíf, húsbyggingar, tækjakost og félags- leg samskipti. Bræðrafélag (mál- funda-, skemmti- og lestrarfélag), ungmennafélag og kvenfélag eru stofnuð í Kjósinni á þessum árum og sönglífið í sveitinni blómstrar. Í þriðja hluta bókarinnar er svo fjallað um sögu söngs og tónlistar í Kjósinni sem líka teygði sig út á Kjalarnes og suður í Mosfellssveit. Sagt er frá baklandi söngstarfsins og kórunum sem Oddur stjórnaði. Þar má finna söngbændatal og örstutt æviágrip yfir þrjátíu kórfé- laga í Karlakór Kjósverja á árunum 1935-1960 auk mynda. Lestur Kjósarinnar sem ómaði af söng er því bæði athyglisverður og fræðandi og ef gripið er níður í hana má gjarnan finna greinargóðar hugmyndir af tilveru fólks – eins og sjá má á blaðsíðu 58, þar sem föð- ursystir Ágústu, Ágústa Andrésdóttir er tekin tali. „Faðir minn las húslestur á kvöldin og heimilisfólkið, þar á meðal við systkinin, sungum sálm á undan og eftir lestrinum. Pabbi æfði einnig raddaðan söng með okkur, einkum sálmalög. Ég lærði um skamma hríð á orgel hjá séra Halldóri á Reynivöllum og æfði raddaðan söng með systkinum mínum. Þá sungum við upp úr Íslenska söngvasafninu sem var kall- að Fjárlögin í daglegu tali.“ Ljóst er að saga sönglistar í Kjósinni hefur fallið í góðar hend- ur en yfirgripsmiklar lýsingar og heildarsýn höfundanna Ágústu og Bjarka grípa lesendur föstum tökum. Félagatal kóra er ítarlegt og saga mannlífs í heild afar áhugaverð og lýsandi og ættu sem flestir að hafa gagn og gaman af. Bænda 4. nóvember BÆKUR& MENNING Söngstarf, félags- og menningarlíf: Þegar Kjósin ómaði af söng Blandaður kór Kjósarsýslu starfaði á árunum 1959–1976 og var fyrst og fremst skipaður kirkjukórsfólki úr Mosfells­ sveit, af Kjalarnesi og úr Kjós. Þessi mynd var tekin 31. maí 1959, en í bókinni koma fram nöfn kórfélaga og búseta. Sungið hjá vinnubragga við Félags­ garð, talið frá vinstri: Oddur Jóns­ son, Gunnar Hannesson, Eggert Ellertsson, Sveinn Guðmundsson, Steinar Ólafsson, Ólafur Andrésson, Eiríkur Sigurjónsson. Myndin er úr kvikmynd sem var tekin 1952/53, sjá bls. 104 í bók. Þessir söngmenn sungu tenórraddirnar í Karlakór Kjósverja. Sungið undir beru lofti í Kjósinni með holtin við Félagsgarð og Esjuna í baksýn. Talið frá vinstri: Steini Guð­ mundsson, Magnús Sæmundsson, Bergur Andrésson, Gísli Andrésson, Jón Vigfús Bjarnason og Þórður Guðmundsson. Lengst til hægri er Oddur Andrésson. Úr kvikmynd um Kjósina frá 1952/53. Myndin er af nokkrum söngmönnum í Karlakór Kjósverja og sungu þeir bassaraddir í kórnum. Framan á kápu bókarinnar er Kirkju­ kór Reynivallakirkju að syngja við messu sumarið 1975. Prestur var séra Kristján Bjarnason á Reynivöll­ um og organisti Oddur Andrésson á Neðra­Hálsi. Mynd/ Karl M. Kristjánsson. Ilmreyr Ilmreyr kom út hjá Vöku- Helgafelli 14. október síðast- liðinn. Bókin er kveðja frá dóttur til móður en um leið óður til for- mæðra og -feðra sem háðu sitt lífsstríð við úthafsölduna vestur á fjörðum og áttu líka glímutök við brimöldur hjartans – þær sömu og fylgt hafa mannkyninu frá upphafi vega og gera enn. Í bókinni vefast sjálfsævi- sögu leg efnistök saman við sagnfræði, þjóðfræði, skáldskap og skemmtun. Hér segir frá sam- skiptum og samspili kynja og kynslóða, ástum, bernskubrek- um, hversdagslífi, ævintýrum og mögnuðum örlögum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir lærði íslensku, þjóðfræði og heim- speki við Háskóla Íslands og lauk þaðan doktorsprófi árið 2000. Ilmreyr er áttunda bók hennar en bókin Lífsgrös og leyndir dómar var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019. Dagskrá fundanna: Almenn kynning á BÍ Farið yfir breytingarferli samtakanna Starfsskilyrði landbúnaðarins Stóru verkefnin framundan Umræður Bændafundir 2021 Fylgstu með bændum á Facebook, á bondi.is og bbl.is Fundarstaður Dagsetning Tími Svæði Selfoss 22. október, föstudagur 11:30 Hótel Selfoss Fjarfundur 29. október, föstudagur 11:30 Ísafjörður Auglýst síðar Borgarnes Auglýst síðar Nýheimar 21. október, fimmtudagur 12.00 Höfn Félagsheimilið Hvoll 21. október, fimmtudagur 20:30 Hvolsvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.