Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 25 MÓ ÐIR JÖRÐ - LÍFRÆN RÆK TUN Í VALL ANESI HRÖKKVI brakandi hrökkbrauð úr íslensku korni. Sýningar eru hafnar á fyrsta leikna barnaefninu fyrir sjónvarp, sem framleitt er af fagfólki búsettu á landsbyggðinni. Um er að ræða 12-þátta seríu sem fengið hefur nafnið Himinlifandi, en þættirnir eru sýndir á sjónvarpsstöð- inni N4 annan hvern sunnudag og hafa fyrstu tveir þegar farið í loftið. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Þjóðkirkjuna-Biskupsstofu. „Það er spilað á allar tilfinningar í þáttunum, bæði gleði og grátur. Umfjöllunarefnið er byggt á gildum kristinnar trúar og þessum mann- legu spurningum sem við erum öll að velta fyrir okkur, eins og t.d. hvort við eigum alltaf að segja satt, hvað okkur finnst, hvernig við getum tek- ist á við óöryggi og fleira,“ segir Stefán Friðrik Friðriksson, fram- leiðslu- og markaðsstjóri á N4. Prestshjón aðalleikararnir Það eru hjónin Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson, prests- hjón á Möðruvöllum, sem fara með aðalhlutverkin í þáttunum en þau sjá einnig um handritsgerðina. Þá skapaði leikmyndahönnuðurinn Eva Björg Harðardóttir hina ævintýra- legu leikmynd sem prýðir þættina en þættirnir voru teknir upp í Hlöðunni við Litla Garð á Akureyri. Stórar spurningar en líka sprell Aðalpersónur Himinlifandi eru þau Edda og Abbi sem lifa skrautlegu lífi í koti sínu. Með aðstoð Ráðavélarinnar takast þau á við stóru spurningarnar í lífinu en alltaf er þó stutt í fíflagang og sprell. „Það er ekki framleitt mikið af leiknu íslensku barnaefni hér á landi svo þetta eru töluverð tíðindi. Þetta er eitt af stærstu verkefnunum sem við á N4 höfum tekið að okkur og erum við mjög ánægð með sam- starfið við Þjóðkirkjuna og vonum að áhorfendur verði himinlifandi með útkomuna,“ segir Stefán Friðrik. „Ég lá undir feldi í fósturstell- ingu og reyndi af alefli að detta niður á bestu hugmynd í heimi,“ segir Margrét Sverrisdóttir leikari sem skrifaði handritið ásamt eigin- manninum Oddi Bjarna. Margrét hafði umsjón með Stundinni okkar í tvo vetur og segist alveg óvart hafa byrjað að skrifa handrit, m.a. barna- efni. „Það gerist stundum í lífinu að maður fer að gera eitthvað annað en til stóð,“ segir hún en kveðst hafa gaman af. Kom á besta tíma Þegar fulltrúar Biskupsstofu báðu þau hjón á Möðruvöllum um að skrifa barnaefni fyrir sjónvarp kom það tilboð á besta tíma, í miðjum kórónuveirufaraldri þegar ekkert var að gerast í leikhúsum. „Þessi tími hentaði mér mjög vel, því ég var ekkert að gera,“ segir hún og bætir við að hún hefði haft algjörlega frjálsar hendur með efnisval. Þó kirkjunnar fólk hafi óskað eftir barnaefninu hafi fyrst og fremst verið lagt upp með að mæta þeim spurningum og klemmum sem börnin standa frammi fyrir, frekar en endursögn á biblíusögum. /MÞÞ Fyrsta leikna barnaefnið sem framleitt er á landsbyggðinni: Spilað á bæði gleði og grátur LÍF&STARF Hjónin Edda og Abbi búa í skrautlegu koti sínu. Þau eiga þar til gerða ráða­ vél sem kemur sér vel að hafa heima við, því mikið er um að börn leiti ráða hjá þeim við ýmsum stórum spurningum. Myndir / Sindri Swan Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR á bbl.is og líka á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.