Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 15
Sókn í mennta- og skólamálum
verður ein af höfuðáherslum í
sameiningu tveggja sveitarfélaga
í Suður-Þingeyjarsýslu, Skútu-
staðahrepps og Þingeyjarsveitar.
Undirrituð hefur verið viljayf-
irlýsing um að unnið verði að
stofnun rannsóknaseturs á sviði
umhverfisvísinda í hinu sam-
einaða sveitarfélagi. Fulltrúar
frá Háskóla Íslands, Svartárkoti
menningar - náttúru og sveitar-
félögunum tveimur undirrituðu
yfirlýsinguna.
Markmiðið með stofnun setursins
er að efla hugvísindarannsóknir á
sviði umhverfismála, skapa vett
vang fyrir þverfaglegt samstarf á
því sviði og efla atvinnulíf sveitar
félaganna tveggja sem sameinast
munu á næsta ári. Lögð verður
áhersla á markvissa miðlun þekk
ingar, samtal milli almennings og
fræðasamfélags og að komið verði
á fót öflugri miðstöð fyrir skapandi
og gagnrýna umræðu um umhverfis
mál, að því er fram kemur í frétt á
vefsíðu Skútustaðahrepps.
Samstarfið miðar að því að á
næstu mánuðum fari fram vinna við
fjármögnun og annar undirbúningur
vegna stofnunar setursins, sem verð
ur samstarfsvettvangur Svartárkots
menningar – náttúru og Stofnunar
rannsóknasetra Háskóla Íslands.
Setrið verður í gamla grunnskól
anum á Skútustöðum
Undirbúningur stofnunar rann
sóknaseturs Háskóla Íslands á sviði
umhverfishugvísinda er hafinn
en Svartárkot menning – náttúra
hefur starfað að rannsóknum og
haldið námskeið á sviði umhverfis
hugvísinda í Skútustaðahreppi og
Þingeyjarsveit síðustu 15 ár í sam
starfi við heimamenn og alþjóðlegt
teymi vísindamanna.
Fyrirhugað er að setrið verði
til húsa í gamla grunnskólanum á
Skútustöðum í Mývatnssveit (Hótel
Gíg), þar sem viljayfirlýsingin var
undirrituð en ríkiseignir festu kaup
á húsnæðinu í upphafi þessa árs. Þar
verða einnig til húsa fjórar stofnanir
sem starfa á sviði umhverfismála:
Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfis
stofnun, Náttúru rannsókna stöðin við
Mývatn og Land græðslan. /MÞÞ
MF 5S | 105 - 145 HÖ MF 6S | 135 - 180 HÖ
MF 7S | 155 - 190 HÖ MF 8S | 205 - 305 HÖ
Búvélar kynna
FRAMTÍÐIN FRÁ
MASSEY FERGUSON
Nýju 5S - 6S - 7S - 8S eru hannaðar
fyrir kröfuharða notendur
Við klæðskerasaumum vél eftir þínum þörfum
is a global brand of AGCO Corporation.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss - Sími 480 0080
buvelar.is
Viljayfirlýsing um rannsókna-
setur á sviði umhverfisvísinda
Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Dagbjört Jónsdóttir,
sveitar stjóri Þingeyjarsveitar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Ragnhildur Sigurðardóttir fyrir
hönd Svartárkots menningar – náttúru.
Sundlaugar í Skagafirði:
Aðsókn glæddist
síðsumars
Aðsókn í sundlaugarnar í Skaga-
firði var fremur dræm framan af
sumri en glæddist þegar á leið og
var til að mynda meiri í ágúst-
mánuði í ár en var í fyrra. Þar
munar ríflega 7%.
Tilfinning starfsmanna var sú,
að því er fram kemur á vefsíðu
Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að
færri Íslendingar hafi verið á ferðinni
í sumar en var í fyrra. Aukningu sem
varð seinni part sumars megi rekja til
fjölgunar erlendra ferðamanna eftir
tilslakanir á landamærum.
Aðsókn í september var mjög
góð miðað við síðastliðið ár, þar sem
mun fleiri erlendir ferðamenn hafa
verið á ferli nú samborið við fyrra
ár. Fram kemur einnig að heims
faraldurinn Covid19 hafi augljós
lega haft talsverð áhrif á aðsókn
síðastliðin tvö sumur og þá sér í
lagi á Hofsósi sem reiðir sig mikið
á komur erlendra gesta. Aðsókn í
fyrra var þó með ágætum og báru
innlendir ferðamenn hana uppi.
/MÞÞ
Aðsókn í sundlaugar í Skagafirði
glæddist þegar líða fór á sumarið og
var ágæt bæði í ágúst og september.
Frá Hofsósi. Mynd / HKr.