Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 15 Sókn í mennta- og skólamálum verður ein af höfuðáherslum í sameiningu tveggja sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu, Skútu- staðahrepps og Þingeyjarsveitar. Undirrituð hefur verið viljayf- irlýsing um að unnið verði að stofnun rannsóknaseturs á sviði umhverfisvísinda í hinu sam- einaða sveitarfélagi. Fulltrúar frá Háskóla Íslands, Svartárkoti menningar - náttúru og sveitar- félögunum tveimur undirrituðu yfirlýsinguna. Markmiðið með stofnun setursins er að efla hugvísindarannsóknir á sviði umhverfismála, skapa vett­ vang fyrir þverfaglegt samstarf á því sviði og efla atvinnulíf sveitar­ félaganna tveggja sem sameinast munu á næsta ári. Lögð verður áhersla á markvissa miðlun þekk­ ingar, samtal milli almennings og fræðasamfélags og að komið verði á fót öflugri miðstöð fyrir skapandi og gagnrýna umræðu um umhverfis­ mál, að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Skútustaðahrepps. Samstarfið miðar að því að á næstu mánuðum fari fram vinna við fjármögnun og annar undirbúningur vegna stofnunar setursins, sem verð­ ur samstarfsvettvangur Svartárkots menningar – náttúru og Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Setrið verður í gamla grunnskól­ anum á Skútustöðum Undirbúningur stofnunar rann­ sóknaseturs Háskóla Íslands á sviði umhverfishugvísinda er hafinn en Svartárkot menning – náttúra hefur starfað að rannsóknum og haldið námskeið á sviði umhverfis­ hugvísinda í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit síðustu 15 ár í sam­ starfi við heimamenn og alþjóðlegt teymi vísindamanna. Fyrirhugað er að setrið verði til húsa í gamla grunnskólanum á Skútustöðum í Mývatnssveit (Hótel Gíg), þar sem viljayfirlýsingin var undirrituð en ríkiseignir festu kaup á húsnæðinu í upphafi þessa árs. Þar verða einnig til húsa fjórar stofnanir sem starfa á sviði umhverfismála: Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfis­ stofnun, Náttúru rannsókna stöðin við Mývatn og Land græðslan. /MÞÞ MF 5S | 105 - 145 HÖ MF 6S | 135 - 180 HÖ MF 7S | 155 - 190 HÖ MF 8S | 205 - 305 HÖ Búvélar kynna FRAMTÍÐIN FRÁ MASSEY FERGUSON Nýju 5S - 6S - 7S - 8S eru hannaðar fyrir kröfuharða notendur Við klæðskerasaumum vél eftir þínum þörfum is a global brand of AGCO Corporation. Austurvegur 69 - 800 Selfoss - Sími 480 0080 buvelar.is Viljayfirlýsing um rannsókna- setur á sviði umhverfisvísinda Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Dagbjört Jónsdóttir, sveitar stjóri Þingeyjarsveitar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Ragnhildur Sigurðardóttir fyrir hönd Svartárkots menningar – náttúru. Sundlaugar í Skagafirði: Aðsókn glæddist síðsumars Aðsókn í sundlaugarnar í Skaga- firði var fremur dræm framan af sumri en glæddist þegar á leið og var til að mynda meiri í ágúst- mánuði í ár en var í fyrra. Þar munar ríflega 7%. Tilfinning starfsmanna var sú, að því er fram kemur á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að færri Íslendingar hafi verið á ferðinni í sumar en var í fyrra. Aukningu sem varð seinni part sumars megi rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna eftir tilslakanir á landamærum. Aðsókn í september var mjög góð miðað við síðastliðið ár, þar sem mun fleiri erlendir ferðamenn hafa verið á ferli nú samborið við fyrra ár. Fram kemur einnig að heims­ faraldurinn Covid­19 hafi augljós­ lega haft talsverð áhrif á aðsókn síðastliðin tvö sumur og þá sér í lagi á Hofsósi sem reiðir sig mikið á komur erlendra gesta. Aðsókn í fyrra var þó með ágætum og báru innlendir ferðamenn hana uppi. /MÞÞ Aðsókn í sundlaugar í Skagafirði glæddist þegar líða fór á sumarið og var ágæt bæði í ágúst og september. Frá Hofsósi. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.