Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 19 Prófaðu nýju ostana frá Ostakjallaranum. Sælkeraostar gerðir í takmörkuðu magni. ALLAR GERÐIR TJAKKA SMÍÐUM OG GERUM VIÐ VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 www.vhe.is • sala@vhe.is Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson Breiðdalsbiti Guð- nýjar leggst í dvala Nýverið auglýsti Guðný Harðar­ dóttir hluta af tækjabúnaði sínum til sölu, en hún hefur á undan­ förnum árum rekið smáfram­ leiðslu matvæla undir vöru­ merkinu Breiðdalsbiti. Hún segir ástæðuna vera fjármagns- og tímaskortur og því neyðist hún til að setja framleiðsl- una í dvala. Breiðdalsbiti Guðnýjar hafði skapað sér sess meðal íslenskra smáframleiðenda matvæla, en helstu vörurnar undir vörumerk- inu voru unnar kjötvörur íslensku sauðkindarinnar – einkum úr ærkjöti. Guðný er sauðfjárbóndi á Gilsárstekk í Breiðdal. „Ég er ein með sauðfjárbúskap- inn og þrjú börn og það er einfald- lega ekki tími afgangs til að sinna Breiðdalsbitanum nægilega vel,“ segir Guðný. Vonandi bara tímabundinn dvali „Ég er að selja allan þriggja fasa tækja- búnað, en vonandi er þetta bara tímabundið sett í dvala,“ bætir hún við. Breiðdalsbiti var stofnað- ur árið 2016 þegar ábúendur á Gilsárstekk og Hlíðarenda í Breiðdal tóku höndum saman og stofnuðu félag utan um reksturinn. Markmiðið var að framleiða heilnæmar og góðar vörur úr sauð- fjárafurðum. Meðal þekktra vara út þeirri vöruþróun eru til dæmis léttreykt ærbjúgu og ærberjasnakk. /smh Vík í Mýrdal: Hámarkshraði verði þrjátíu kílómetrar Nú er til umræðu í sveitarstjórn Mýrdalshrepps að leyfilegur hámarkshraði í þéttbýlinu í Vík verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. á öllum götum nema þar sem þjóðvegur 1 liggur eftir Austurvegi. „Já, þetta hefur verið í óform- legri umræðu já okkur í þó nokkurn tíma, við höfum fundið fyrir áhuga íbúa og þá sérstaklega foreldra barna sem ganga í skólann í Vík. Þetta er gert fyrst og fremst til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Við viljum gjarnan að íbúar geti haft áhrif á þessa framkvæmd og höfum þess vegna auglýst eftir ábendingum eða athugasemdum frá íbúum. Samhliða þessu erum við að endurskoða og betrumbæta umferðarmerkingar. Almennt aka bæði íbúar og gestir okkar varlega en sumir fullnýta hámarkshraða og eru þá kannski í einhverjum tilfellum að detta í 55 til 60 km, sem er orðinn talsverður hraði í þéttbýli,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. /MHH FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.