Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202122 UTAN ÚR HEIMI Heimsmetabók Guinness: Vetnisdrifni rafbíllinn Toyota Mirai setti nýtt heimsmet – Komst nær 1.360 km (845 mílur) á einni tankfyllingu (5,65 kg) af vetni Toyota Mirai 2021 hefur opin­ berlega slegið metið fyrir mestu vegalengd vetnisknúins rafbíls á einni tankfyllingu samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Í hringferðinni í suðurhluta Kaliforníu sem farin var dagana 23. og 24. ágúst 2021 náði Mirai óvænt að ljúka 845 mílna (1.359.9 km) ferðalagi á einni tankfyllingu af vetni og setti um leið nýtt heimsmet. Aðeins tók fimm mínútur að fylla vetnistanka bílsins fyrir aksturinn. Lengdarmet Toyota Mirai var nýlega viðurkennt af Ward's Auto­ motive sem tíundi besti árangur allra véla og drifkerfa og setji ný viðmið í akstursvegalengd bíla sem losa engan koltvísýring. Notaði 5,65 kg af vetni Það þurfti 5,65 kg af vetni til að fylla geyma Mirai og var ekið framhjá 12 vetnisáfyllingarstöðvum á leiðinni án þess að tekið væri eldsneyti. Mirai var að mestu ekið á álagstíma á um­ ferðargötum. Hitastigið á leiðinni var á bilinu 18° til 28°C (65 til 83 gráður á Fahrenheit). Á leiðinni skilaði efnarafallinn 0 kg af CO2 en hefðbundinn brunahreyfill hefði framleitt um 292 kg af CO2 á sama tíma. Þriðja kynslóð Toyota Mirai „Toyota Mirai var fyrsti vetnis­ efnarafalsbíllinn sem boðinn var í smásölu í Norður­Ameríku árið 2016 og nú er önnur kynslóð Mirai að setja upp akstursmet. Þessi nýstár­ lega tækni, er aðeins ein af mörgum losunarfríum lausnum á okkar sviði og veitir okkur gleði yfir að vera leiðandi í greininni á þessu sviði,“ sagði Bob Carter, framkvæmdastjóri Toyota Motor North America. Tilraun Toyota Mirai til að setja heimsmetið var gerð undir miklu eftirliti starfsfólks Heims metabókar Guinness, sem tryggði að fylgt væri öllum formsatriðum og ströngustu reglum samtakanna. Mirai náði merkilegum árangri í skilvirkni og það eina sem kom út úr púströrinu var vatn. Vetnistankar Mirai voru teknir út af Michael Empric, dómara GUINNESS WORLD RECORDS, bæði í upphafi og við lok ferðar­ innar. Tveggja daga ferðalagið hófst mánudaginn 23. ágúst 2021 hjá tæknisetri Toyota í Gardena í Kaliforníu. Þar eru höfuðstöðvar eldsneytisþróunardeildar Toyota. Tæknilegur ökumaður var Wayne Gerdes, en við stýrið var Bob Winger. /HKr. Vetnisknúni rafbíllinn Toyota Mirai árið 2021 komst í Heimsmetabók GUINNESS WORLD RECORDS í ágúst fyrir lengstu vegalengd sem bifreið búin vetnis-efnarafal hefur komist á einni tankfyllingu, eða 1.360 km. Aðeins tók fimm mínútur að fylla á tankana fyrir aksturinn og útblásturinn úr púströrinu var hreint vatn. Veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn: Sá besti í heimi í fimmta sinn – Hlaut einnig þrjár Michelin-stjörnur fyrr á árinu Veitingastaðurinn Noma í Kaup­ mannahöfn var nýlega útnefndur besti veitingastaður í heimi fyrir árið 2021. Er það í fimmta sinn sem staðurinn fær þessa útnefn­ ingu. Danskir veitingastaðir stóðu sig vel í ár á meðal 50 bestu veitinga­ staða heims. Þar var veitingastaður­ inn Geranium í öðru sæti, en hann er einnig í Kaupmannahöfn. Jafnar afrek spænska meistarans Ferran Adrià Eigandi Noma, René Redzepi, var áður efstur á listanum 2014, 2012, 2011 og 2010. Með útnefningunni í ár jafnar hann stöðu veitingarstaðar­ ins El Bulli hjá spænska matreiðslu­ meistaranum Ferran Adrià, sem áður átti metið fyrir að vera oftast í efsta sæti. Talsmenn The World's 50 Best Restaurants sem standa að þessum viðurkenningum hrósa Noma fyrir nýstárlegan matseðil og notkun á villtu hráefni. „Engin ferð til Noma er nokkurn tíma sú sama, þar sem René Redzepi og teymi leita stöðugt að óvæntum hráefnum og breyta þeim í fallega rétti,“ segir í viðurkenningunni. „Stundum þegar þú ferð í verð­ launaafhendingu eins og þessa ... þá finnur þú andlitið mitt,“ sagði René Redzepi sposkur við þetta tækifæri. Starfsfólkið er mér allt „Ég lít á Noma sem risastóra þraut og hver einstaklingur sem hefur tekið þátt, hvort sem hann hefur verið nemi eða eitthvað annað, á pínulítinn bita af þrautinni. Án allra sem að þessu koma er það ekki fullkomið. Á þessum heimsfaraldurstímum þurfti ég að glíma við miklar upp­ sveiflur og niðursveiflur, aðallega niðursveiflur. Ég get í hreinskilni sagt að það sem hélt mér gangandi var að vita að ... ég á þessa stórfjöl­ skyldu sem ég treysti og það var mér allt.“ Fyrr á þessu ári hlaut Noma þrjár Michelin­stjörnur. Michelin benti á „sterka tengingu veitingastaðarins við náttúruna og með heildrænni nálgun sé óvenjulegt árstíðabundið hráefni sýnt í skapandi og flóknum réttum.“ /HKr. Ferðamenn gengu fram á rúmlega 3 km langa sprungu í jarðvegi einnar gróðurlausustu eyðimörk Arizona í Bandaríkjunum. Sprungumyndun í eyðimörk Arizona René Redzepi fremstur til hægri á myndinni ásamt samstarfsfólki sínu á Noma að fagna útnefningunni. Ferðamenn ráku upp stór augu er þeir gengu fram á rúmlega 3 km langa sprungu í jarðvegi einnar gróðurlausustu eyðimörk Arizona í Bandaríkjunum. Að sögn jarðfræðinga á svæðinu hjá stofnun að nafni Arizona Geological Survey (AZGS) kom sprungan nýverið í ljós er dróni í eigu stofnunarinnar myndaði svæðið. Stærð sprungunnar er gífurleg og á meðan hún er tiltölulega grunn norðan megin, nær hún marga metra niður í jörðina sunnan megin, eða samkvæmt mælingum um níu metra. Ástæða þess er vegna eldri jarðvegar norðan til að sögn jarð­ fræðinganna, sem benda á að vegna jarðhræringa áður fyrr hafa myndast á einhverjum stöðum op eða hell­ ar neðanjarðar sem nú opnast enn frekar vegna sprungunnar. Jarðfræðingur að nafni J. Cook sagði enn fremur að sprungur sem slíkar væru ekki óalgengar á þessu svæði, en vegna vatnsleysis myndist gliðnun gjarnan í jarðveginum. AZGS fylgist sem stendur með 26 öðrum stöðum þar sem einnig hafa myndast svipaðar sprungur og áætla að þær gliðni enn frekar á komandi árum vegna vatnsþurrðar og almennra jarðhræringa. Stofnunin Arizona Geological Eurvey hefur í nær 120 ár staðið fyrir rannsóknum, kortlagningum og skýrslugerðum varðandi jarðfræði­ leg málefni. Hægt er að nálgast upp­ lýsingar og ýmsan fróðleik á vefsíðu þeirra (https://azgs.arizona.edu/) og hala niður margvíslegu efni, fólki að kostnaðarlausu. Einnig hýsir þessi vefsíða blogg og fréttablað og er finnanleg á samfélagsmiðlum fyrir þá sem hafa áhuga. /SP AlgiKnit: Skófatnaður úr lífrænum þráðum sjávargróðurs Þari er ein þeirra ört vaxandi líf­ vera á jörðinni sem er aðgengileg um allan heim. Nú hefur Lamina Digitata, eða hrossaþari, komið sterkur til leiks þegar vinnslu­ tilraunir hafa verið gerðar með hönnun niðurbrjótanlegs efnis sem hægt er meðal annars að nýta í fatnað eða skótau. Hrossaþari er brúnþörungur, en þeir eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hann vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi og getur myndað þaraskóg neðansjávar – og hefur áður verið nýttur í ýmsar vörur, meðal annars í lyfja­ og snyrti­ vöruiðnaði. Fyrirtækið AlgiKnit er einn af leiðandi framleiðendum þeirra sem bera hag umhverfisins fyrir brjósti, en þeir eru sem stendur að þróa endingargott efni, girni, eða þráð öllu heldur, sem brotnar auðveld­ lega niður í náttúrunni. Þráðurinn er gerður úr hrossaþara og hefur því ekki öfgafull áhrif á umhverf­ ið – öfugt við skynditísku (fast fashion) nútímans sem veldur alls kyns óheppilegum skaða með fram­ leiðslu sinni. Hefur fyrirtækið nú hannað umhverfisvænan skófatn­ að úr þráðum sjávargróðursins sem kemur skemmtilega á óvart. Hönnuðirnir benda á að á meðan fólk slítur strigaskóm almennt út á tveimur árum, hendir þeim á haug­ ana þar sem þeir velkjast um næstu 30–40 árin áður en þeir eyðast að fullu, þá brotna sjávargróðursskórn­ ir niður mun fljótar og á annan hátt. Skór AlgiKnits eru nefnilega hannaðir þannig að hægt sé að brjóta þá niður með aðstoð örvera og nýta þannig næringarefnin sem þeir innihalda til góðs – en hönnuðirnir á bak við verkefnið lofa að skórnir verði þó ekki étnir upp á meðan eigendur eru í þeim. A.m.k. ekki tvö fyrstu árin! /SP Skór og annað efni sem unnið er úr hrossaþara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.