Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202128 „Það er ævintýri líkast að fylgjast með þessum skógarhöggsmönn- um, þeir eru fagmenn fram í fingurgóma. Harðduglegir og vinna mjög skipulega við þetta verkefni, auk þess að gæta sérlega vel að öllum öryggismálum og þá fá þeir hrós fyrir hversu vel þeir ganga um skógar- afurðina,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, eiganda Vaðlaskógar handan Akureyrar. Þar hefur mikið gengið á undan- farnar vikur, en unnið er að gerð göngu- og hjólastígs sem í fyll- ingu tímans mun ná frá Leirubrú við Akureyri og að norðurmörkum Svalbarðsstrandarhrepps, en hrepp- urinn er framkvæmdaaðili verks- ins.Fyrsti áfangi stígsins liggur frá Vaðlareit og að Vaðla-heiðargöngum. Töluvert þurfti að fella af trjám í reitn- um áður en hægt verður að hefjast handa við önnur verkefni. Ingólfur segir að hugmyndin hafi í fyrstu verið sú að starfsmenn Skógræktarfélagsins myndu vinna verkið á komandi vetri, en fljótlega fallið frá henni. Setti hann sig þá í samband við Jón Heiðar Rúnarsson hjá Skógarmönnum, sem tók boltann á lofti og hóaði í það sem kallað hefur verið landslið Íslands í skógarhöggi, sem er hópur reyndustu skógarhöggsmanna landsins. Þeir brugðust vel við og mættu 11 þegar mest var og tóku þátt í að fella trén. 130 tonn af timbri Ingólfur segir að verkið hafi geng- ið vel og verið á undan áætlun.Fyrri vikuna sem skógargengið var að störfum var leiðin rudd og þá seinni var unnið við að snyrta og lagfæra út fyrir stígasvæðið. „Nú tekur við hjá okkur að keyra út trjáboli og greinar og það er ærið verkefni, en við njót- um við það verk liðsinnis verktaka, bæði Nesbræðra, sem buðu lægst í stígagerðina og munu senn hefj- ast handa og einnig er Finnur ehf. að vinna með okkur í útkeyrslu efnis,“ segir Ingólfur. Lagnir fyrir bæði heitt og kalt vatn verða lagð- ar undir stíginn. Vatnið kemur frá Vaðlaheiðargöngum og verður nýtt í Skógarböðum sem verið er að reisa og einnig verður það leitt til Akureyrar. Stígurinn um Vaðlareit er tæpir tveir kílómetrar að lengd. Um 130 tonn af timbri féll til við grisj- un og verður allt efni notað. Borð og bekkir verða smíðuð á þremur áningarstöðum sem verða á leiðinni og timbrið úr skóginum nýtt til þess. Fjölbreyttur skógur Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk landið til umráða árið 1936 og var svæðið þá skóglaust með öllu. Gróðursetning hófst sama ár og var að fullu lokið við að planta í Vaðlareitinn árið 1970. Elstu trén sem féllu nú voru því 85 ára gömul. Landið er fjölbreytt, þarna eru mýrar, móar og melar, og einnig klappir hér og hvar. Skógurinn er sömuleiðis fjölbreyttur og má finna þar fágætar tegundir, en ýmsar til- raunir voru gerðar á fyrstu árum í starfsemi félagsins með margvís- legar trjáplöntur. Sumar voru líka settar niður til skrauts. Í Vaðlareit má finna síberíuþin, garðahlyn, hvítþin og álm, einnig ask, lindi- furu og bergfuru, fjallaþin og ýmsar víðitegundir. /MÞÞ LÍF&STARF Þessir eru í landsliðinu í skógarhöggi. Þeir hafa verið að störfum í Vaðlareit síðustu daga en um hann á að leggja göngu- og hjólastíg. Undir stígnum verða leiðslur sem flytja heitt og kalt vatn úr Vaðlaheiðargöngum í Skógarböðin og til Akureyrar. Frá vinstri til hægri: Travis Anthony, Þrymur Heafield, Sigurður Ormur Aðalsteinsson, Jón Heiðar Rúnarsson, Hákon Aðalsteins, Jakob Wayne Víkingur Robertson, Lucas Deroches, Johan Holst og Eiður Örn Elvarsson. Mynd / Jón Heiðar Rúnarsson Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Landsliðið í skógarhöggi var að störfum í Vaðlareit: Ævintýri líkast að fylgjast með skógarhöggs- mönnunum að störfum – Trén, þau elstu 85 ára, víkja fyrir göngu- og hjólastíg Einn þeirra skógarhöggsmanna sem tók þátt í grisjun Vaðlareitar er Hákon Aðalsteinsson sem hér er að störfum. Mynd / Jón Heiðar Rúnarsson. Vandað er til verka og óhætt að segja að í þessu verkefni hafi verið valinn maður í hverju rúmi. Hér eru félagarnir Eiður Örn Elvarsson og Hákon Að- alsteins önnum kafnir við skógarhöggið. Mynd / Jón Heiðar Rúnarsson. Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri í Sval- barðsstrandarhreppi, brá sér í Vaðlareit að fylgjast með skógarhögginu. Hún stóðst ekki mátið og prófaði helsta verkfæri skógarhöggsmannsins, keðjusögina. Mynd / Ingólfur Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.