Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202144 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Kynbótaeinkunnir reyndra nauta í notkun haustið 2021 Nafn og nr. Mjólk Fitu% Prótein% Afurðir Prót.úth. Frjósemi Frumutala Gæðaröð Skrokkur Júgur Spenar Mjaltir Skap Ending Heild Hæð dætra Kláus 14031* T 119 104 106 122 104 106 104 106 99 99 102 99 119 116 112 5,4 Risi 15014 T 115 107 98 120 105 93 112 109 101 97 106 106 118 109 111 5,3 Köngull 15019* 95 119 114 102 111 100 113 86 95 126 102 108 109 116 108 5,5 Steinar 15042* T 106 103 105 107 102 102 104 108 104 114 103 120 106 107 108 5,2 Mikki 15043* N 106 114 112 109 98 113 95 99 107 128 100 117 113 112 111 5,2 Tanni 15065 T 114 106 98 113 102 110 134 82 100 136 106 104 100 107 114 5,2 Knöttur 16006 N 102 115 120 114 86 102 114 118 109 122 102 116 121 100 113 5,8 Álmur 16007* 115 99 106 118 107 96 88 111 104 99 91 121 129 97 108 5,1 Bikar 16008* N 118 96 94 115 107 103 99 106 106 134 113 121 133 100 116 5,2 Jarfi 16016 N 111 99 105 114 98 107 119 121 98 136 130 110 120 103 117 5,2 Skírnir 16018* N 108 107 116 117 100 109 94 109 102 112 105 112 117 100 111 5,7 Róður 16019* N 112 114 129 120 86 97 98 82 107 108 112 101 113 100 111 5,7 Dalur 16025* 107 95 97 102 92 102 110 110 104 106 102 120 122 100 107 5,0 Kári 16026* 101 108 105 100 93 99 119 105 99 136 106 114 120 100 110 5,0 Höttur 16028 111 108 116 116 106 105 104 114 100 123 116 106 86 100 110 4,5 Jónki 16036* N 124 103 96 133 112 99 86 97 104 96 108 111 88 100 111 5,2 Númi 16038* 102 98 106 97 101 100 115 98 101 122 123 108 115 100 108 5,1 Herkir 16069 112 105 102 112 107 96 109 105 102 117 108 98 118 100 109 5,2 Skýrinar: N = nautsfaðir, T = tilkynna nautkálfa, *getur gefið hyrnd afkvæmi Nýtt kynbótamat var keyrt núna í september að loknu ágústupp- gjöri. Að þessu sinni var um ræða keyrslu á mati fyrir afurðir, frumu- tölu og frjósemi sem byggir núna á öðrum eiginleikum en áður var. Núna eru notuð gögn úr sæðingum í stað bils milli burða. Þannig er frjósemiseinkunn núna samsett einkunn úr bili frá fyrstu sæðingu til burðar, bili frá fyrstu sæðingur til síðustu sæðingar og fanghlut- falli við 1. sæðingu hjá kvígum. Þessi breyting byggir á meistara- verkefni Þórdísar Þórarinsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands og hafði hún veg og vanda af vinnu við innleiðingu þessa mats. Fagráð í nautgriparækt gerði litl- ar breytingar á reyndum nautum í dreifingu að þessu sinni enda var um verulegar breytingar að ræða í sumar. Reyndum nautum í dreifingu fækkar nú um eitt og verða 18. Bjarki 15011 og Sjúss 15048 fara úr dreifingu en notkun á þeim var orðin lítil og til dreifingar kemur nýtt naut úr 2016 árgangi, Herkir 16069. Þessi árgangur ætlar að verða einn sá allra öflugasti sem komið hefur fram á sjónarsviðið en meðal 20 hæstu nauta í heldareinkunn nú eru fjögur fædd 2016, þar af eru tvö alhæstu nautin. Efstir standa Jarfi 16016 sem er með 117, Bikar 16008 með 116, Knöttur 16006 er með 113 og Skírnir 16018 er með 111. Þau naut sem voru í dreifingu standa mjög vel við fyrra mat og bæta heldur í. Við skulum byrja á því að líta aðeins nánar á þau naut sem áfram verða í dreifingu. Kláus 14031, f. Hjarði 06029, mf. Laski 00010. Kláus gefur sér- lega mjólkurlagnar kýr með góð efnahlutföll í mjólk. Þær eru einnig ákaflega skapgóðar en aðrir þættir liggja nærri meðaltali. Kláus var nautsfaðir og undanfarið hafa verið keyptir kálfar undan honum. Hann styrkti stöðu sína sem slíkur, hækk- aði um eitt stig nú eftir að hafa hækk- að um tvö stig í sumar og er með 112 í heildareinkunn. Risi 15014, f. Laufás 08003, mf. Hjarði 06029. Risi var nauts- faðir og nú er verið að kaupa kálfa undan honum á stöð. Hann er með jákvætt mat fyrir flesta þætti en hvað öflugastur hvað afurðagetu snertir, einkum mjólkurmagn og fituhlutfall. Þá er júgurgerð dætranna góð, spen- ar fremur stuttir, mjaltir góðar og skapið framúrskarandi. Dætur Risa eru stórar kýr, nokkuð sem gott er að hafa í huga við notkun hans. Risi tekur ákveðið stökk, hækkar um þrjú stig og er með heildareinkunn upp á 111. Köngull 05019, f. Toppur 07046, mf. Bambi 08049. Köngull er öflugt efnahlutfallanaut, júgurgerð dætra með afbrigðum góð og spenar vel gerðir en stuttir. Köngull hækkar um eitt stig og er með 108 í heildar- einkunn. Steinar 15042, f. Bambi 08049, mf. Gæi 09047. Steinar var í hópi nautsfeðra og því er þess að vænta að undan honum verði keyptir kálf- ar á stöð á næstu misserum. Dætur hans flagga stórgóðri júgurgerð, mjög góðum mjöltum og skapi. Aðrir eiginleikar liggja nær meðaltalinu en allir jákvæðu megin línunnar. Benda má á að Steinar gefur hæfilega þykka spena, það er ekki of granna. Steinar lækkar um tvö stig og er með 108 í heildareinkunn. Mikki 15043, f. Sandur 07014, mf. Bambi 08049. Mikki er efnahlut- fallanaut auk þess sem dætur hans státa af úrvalsgóðri júgurgerð og góðum mjöltum og skapi. Hafa þarf í huga að hann gefur granna spena. Mikki verður áfram nautsfaðir og með 111 í heildareinkunn eftir að hækka um eitt stig. Tanni 15065, f. Sandur 07014, mf. Koli 06003. Tanni gefur mjólkur- lagnar og ákaflega júgurhraustar kýr með úrvalsgóða júgurgerð en spenar eru langir og grannir. Tanni hækkar enn, um tvö stig í sumar og þrjú stig núna og er því kominn í hóp þeirra allra öflugustu. Hann er með 114 í heildareinkunn og þar sem hann var um tíma nautsfaðir bíðum við sona hans á stöð í vetur. Knöttur 16006, f. Bolti 09021, mf. Bambi 08049. Knöttur kom inn sem sem nautsfaðir síðast liðinn vetur og stendur við fyrra mat. Knöttur er efnahlutfallanaut auk þess sem dætur hans eru júgur- hraustar með úrvalsgóða júgurgerð, góðar mjaltir og gott skap. Knöttur verður áfram notaður sem nautsfað- ir og er með 113 í heildareinkunn sem skipar honum í röð þeirra allra sterkustu. Álmur 16007, f. Klettur 08030, mf. Glæðir 02001. Álmur kom til notkunar í sumar en dætur hans eru miklar mjólkurkýr með góð verð- efni í mjólk auk þess sem mjaltir og skap er með því besta sem gerist. Hins vegar er júgurgerð ekki nema meðalgóð þar sem verulega skortir á að júgurband sé nógu greinilegt auk þess sem spenar eru nokkuð gleitt settir. Það þarf því að vanda til pör- unar með Álmi en hann hefur kosti sem vert er að sækja í. Hann lækkar um eitt stig en stendur eftir sem áður með góða einkunn eða 108. Bikar 16008, f. Bambi 08049, mf. Vindill 05028. Bikar hækkaði um tvö stig í sumar og nú bætir hann enn í, er kominn í 116 í heildareinkunn. Hann er því næstefstur allra nauta og skák- ar þar föður sínum, Bamba 08049. Dætur Bikars er miklar mjólkurkýr með úrtökugóða júgurgerð og sérlega góðar mjaltir og skap. Það kemur því ekki á óvart að Bikar skipar sér áfram í hóp nautsfeðra. Jarfi 16016, f. Bambi 08049, Stíll 04041. Styrkleikar Jarfa liggja í mikilli júgurhreysti, frábærri júgur- gerð, góðum mjöltum og geysigóðu skapi auk þess sem dætur hans skora hátt í gæðaröð. Rétt er að hafa bak við eyrað að spenar eru grannir en gríðarvel settir. Heildareinkunn hans hækkar um ein þrjú stig og stendur nú í 117. Það þýðir að Jarfi er efstur allra nauta í heildareinkunn í dag. Skírnir 16018, Gustur 09003, mf. Síríus 02032. Skírnir stökk fram á sjónarsviðið í sumar sem nautsfaðir sem hann verður áfram. Þarna er á ferðinni naut sem gefur góðar mjólk- urkýr með há efnahlutföll í mjólk, góða júgur- og spenagerð auk mjög góðra mjalta og skaps. Hann heldur sinni stöðu og er með heildareinkunn upp á 111. Róður 16019, f. Keipur 07054, mf. Lykill 02003. Róður sýndi styrk sinn og megin strax í sumar þegar hann kom til notkunar sem nauts- faðir. Dætur hans eru góðar mjólk- urkýr með há efnahlutföll í mjólk, sérstaklega prótein sem er gríðarhátt. Dæturnar skarta prýðisgóðri júgur- gerð, fremur stuttum spenum og góðu skapi en meðalmjöltum. Hann stendur við sitt góða mat og er með heildareinkunn upp á 111. Dalur 16025, f. Bambi 08049, mf. Aðall 02039. Dalur lækkar aðeins í mati, um tvö stig, og stend- ur nú í 107. Eigi að síður er þarna á ferðinni gott naut sem gefur kýr í góðu meðallagi hvað afurðagetu snertir, júgurgerðin er góð en sér- staklega er júgurbandið greinilegt. Spenar eru vel settir og fremur þykkir, nokkuð sem má notfæra sér gagnvart kúm með granna spena. Þá eru mjaltir og skap úrvalsgott hvoru tveggja. Kári 16026, f. Gustur 09003, mf. Sandur 07014. Kári styrkir sína stöðu verulega en hann hækkar um þrjú stig og stendur í 110 í heildar- einkunn. Afurðageta dætra hans er að vísu ekki nema um meðallag en hann er í notkun á grunni mikill- ar júgurhreysti og framúrskarandi júgurgerðar þar sem hann skorar það hátt að hann nartar í hælana á Jörfa. Þá eru mjaltir stórgóðar sem og skapið. Þarna er því á ferðinni naut sem hefur upp á allt að bjóða nema aukið mjólkurmagn. Höttur 16028, f. Flekkur 08029, mf. Glæðir 02001. Höttur lækkar um eitt stig en eftir sem áður er mat hans mjög gott, heildareinkunn 110. Dætur hans eru miklar mjólkurkýr með hátt próteinhlutfall í mjólk auk þess sem júgurgerðin er úrvalsgóð. Hann gefur nokkuð granna en vel setta spena en skapið er undir meðallagi. Þá verður ekki horft framhjá því að dætur hans eru lágfættar sem gerir pörun hans vandasamari en ella. Hann hefur þó mikla kosti fram að færa sem ekki verður horft framhjá. Jónki 16036, f. Gói 08037, mf. Flói 02029. Jónki bætir verulega í, hækkar um þrjú stig eða upp í 111 og er nú tekinn í hóp nautsfeðra. Þarna er á ferðinni naut sem gefur gríðarmiklar mjólkurkýr með góðar mjaltir en júgurgerð undir meðallagi. Þar skortir einkum á festu og að þau séu nógu vel borin en júgurbandið er greinilegt og það skiptir miklu máli. Jónki breikkar einnig val varðandi skyldleika verandi sonur Góa 08037. Númi 16038, f. Gustur 09003, mf. Þollur 99008. Númi dalar eilítið eða um tvö stig og stendur í 108 í heildareinkunn. Þetta góða mat byggir á meðalmikill afurðagetu dætra, mikilli júgurhreysti sem og frábærri júgurgerð. Spenar eru hins vegar stuttir og grannir og því hentar Númi tæpast nema á kýr með spena í grófari kantinum. Dætur Núma eru einnig mjög skapgóðar með góðar mjaltir. Nýtt reynt naut í notkun Að þessu sinni kemur aðeins eitt nýtt naut í hóp reyndra nauta en það er Herkir 16069 frá Espihóli í Eyjafirði, sonur Gusts 09003 og 909 Baldadóttur 06010. Dætur Herkis eru góðar mjólkurkýr með verð- efnahlutföll í mjólk yfir meðallagi. Þetta eru fremur stórar kýr, boldjúpar og útlögugóðar með nokkuð beina yfirlínu og í góðu meðallagi há- fættar. Malirnar eru nokkuð grannar, hallandi og þaklaga. Fótstaða er sterkleg og gleið. Júgurgerðin er góð, festa mikil og júgrin vel borin en júgurband ekki áberandi. Spenar eru hæfilegir hvað lengd og þykkt varðar og vel settir. Mjaltir eru í meðallagi og mjaltagallar fátíðir. Skap þessara kúa er mjög gott og skapgallaðir gripir fáséðir. Herkir er með heildareinkunnina 109. Nautsfeður Að undanförnu hefur Nautastöðin einkum verið að kaupa kálfa undan Pipar 12007, Hæl 14008, Kláusi 14031 og Risa 15014. Á næstu misserum verður sjón- um einkum beint að kálfum undan Steinari 15042, Mikka 15043, Tanna 15065, Knetti 16006, Bikar 16008 og Jarfa 16016. Synir Skírnis 16018, Róðurs 16019 og Jónka 16036 munu svo fylgja í kjölfarið. Þeim tilmælum er beint til manna að láta sæða kýr á nautsmæðraskrá og efnilegar kvíg- ur með einhverju eftirtalinna nauta; Mikka 15043, Knetti 16006, Jarfa 16016, Skírni 16018, Róðri 16019 eða Jónka 16036. Full ástæða er til að vekja athygli á góðum árangri bænda í Stóra- Dunhaga í Hörgárdal, tvö reynd naut í notkun á sama tíma og báðir nautsfeður. Til hamingju, Stóru- Dunhagabændur, og hafið þökk fyrir. Nautsmæður Á nautsmæðraskrá í Huppu (með rautt flagg) eru kýr með a.m.k. 107 í heildareinkunn, 90 fyrir fituhlutfall og 100 fyrir mjaltir. Þegar tilkynnt er um nautkálf undan væntanlegri nautsmóður eru aðrir þættir vegnir og metnir svo sem afurðir og frjó- semi. Á skrá yfir efnilegar kvígur (með grænt flagg) eru kvígur sem eru með a.m.k. 108 í heildareinkunn, 90 fyrir fituhltfall og 100 fyrir mjaltir. Þegar tilkynnt erum nautkálf undan kvígu eru aðrir þættir skoðaðir og beðið fyrstu mælingar, kýrsýnis og ákveðinnar reynslu áður en ákvörðun um framhaldið er tekin. Eldri matadorar Nautaskrá bíður nú útgáfu og von- andi tekst að koma henni út öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Þar verður að finna ítarlegri upplýs- ingar um þessi naut ásamt fleira efni en meðal annars verður gerð ítarlegri grein fyrir breytingum á kynbóta- mati fyrir frjósemi. Áhugamenn um nautgriparækt hafa því eitthvað til að hlakka til en þegar sól lækkar á lofti gefst oft meiri tími til þess að glugga í blöð og bækur. Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mundi@rml.is Nautaárgangurinn 2016 er að verða einn sá allra öflugasti Jónki 16036. Herkir 16069.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.