Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202124 ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI √ Leikfélag Hveragerðis er með gamanfarsann Nei, ráð- herra enda kominn tími á að hlæja almennilega! Áætlaðar sýningar þennan mánuð eru 22. og 23. október. √ Leikfélag Keflavíkur býður upp á lifandi tónlist, söng og dans í sýningunni Fyrsti kossinn sem frumsýnd var 22. október síðastliðinn. Stefnt er að því að áframhaldandi sýningar verði að mestu leyti á fimmtu-, föstu- og sunnudögum a.m.k. út nóvember. √ Leikfélag Kópavogs gleður okkur með uppátækjum Rúa og Stúa. Sýningar verða allar helgar í október. Upplýsingar um sýningartíma og annað er viðkemur sýningunni má fá á vef LK, www.kopleik.is. Hvað er í gangi ?! Leikfélag Selfoss var stofnað þann 9. janúar árið 1958 fyrir tilstuðlan Kvenfélags Selfoss. Leikfélagið var upphaflega nefnt Leikfélagið Mímir en nafninu var fljótlega breytt eftir beiðni þess efnis frá nemendafélagi Menntaskólans á Laugarvatni sem bar sama nafn. Leikfélag Selfoss hefur frá upphafi verið afar virkt og verið í hópi virkustu leikfélaga landsins en settar hafa verið upp 1-2 sýningar nánast hvert einasta ár frá stofnun. Því ber helst að þakka gríðarlega dugmiklu og hæfileikaríku fólki sem starfað hefur í leikfélaginu í gegnum tíðina og hefur unnið sitt starf eingöngu af leiklistaráhuga. Síðan 1988 hefur leikfélagið haft til fullra afnota gamla iðnskólahúsið á Selfossi sem nú er kallað Litla leik- húsið við Sigtún – en þar er iðulega glatt á hjalla. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir uppsetning og æfingar á gamanleik- ritinu Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar heitins. Verkið er hvorki meira né minna en bráðfyndið og drephlægi- legt, eða „Bráðdrepandi og hlægilega fyndið“ eins og leikstjórinn, Gunnar Björn Guðmundsson, mismælti sig svo skemmtilega á einni æfingunni. Á sviðinu verða bæði þrautreyndir og glænýir leikfélagar, og úrvalsfólk á bak við tjöldin. Ellefu leikarar eru á sviði en í heildina koma um 40 manns að uppsetningunni í ár. „Við vildum endilega hefja leik- árið með hlátri og gleði, það veitir ekki af eftir síðustu misseri,“ segir Guðný Lára Gunnarsdóttir, formað- ur leikfélagsins. Frumsýning er þann 29. október en samkvæmt formanni eru aðrar sýningar flesta þriðjudaga kl. 18, fimmtudaga og föstudaga kl. 20 og sunnudaga kl. 18. Einhverjar sýningar geta forfallast en áætlað sýningarhald er út nóvember með möguleika á áframhaldi eftir áramót ef landið liggur þannig. /SP Beint í æð: Leikfélag Selfoss Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Tom, Dick & Harry Leikfélag Fljótsdalshéraðs var stofnað á Egilsstöðum 31. ágúst 1966 og samkvæmt dagblað- inu Austra var gamanleikurinn Kjarnorka og kvenhylli frum- sýndur í Valaskjálfi 27. maí ári seinna. Til gamans bauð leikfélagið frambjóðendum í Austurlandskjördæmi á sýn- inguna og skemmtu frambjóð- endur sér hið besta. Í lok ársins 1967 er svo auglýst að leikfélagið sé að æfa verkið Valtý á grænni treyju sem spunnið er í kringum sannsögulega atburði sem áttu sér stað á Egilsstöðum á 17. öld. Það var svo frumsýnt í jan- úarmánuði næsta árs og var það í annað skiptið sem leikritið var sett á fjalirnar. Frumflutningur þess var árið 1953 í Þjóðleikhúsinu, en vegna þess hve viðamikið það var í upp- setningu var nær ógerningur að sýna það nema á hringsviði. Leikfélag Fljótsdalshéraðs var svo lánsamt að fá til liðs við sig leikara sem hafði staðið á sviði Þjóðleikhússins er verkið var upp- sett þar og tók hann að sér bæði leikstjórn og aðalhlutverk, vann að breytingum í samráði við höfund- inn og fékk leikmyndum og atriðum fækkað þó nokkuð. Sýningin tókst því með prýði, hringsviðslaust þar sem allir gerðu sitt besta. Leikfélag Fljótsdalshéraðs, sem nú telur 55 aldursár, er enn í fullu fjöri og stefnir á frumsýningu þann 23. október, en á fjalirnar fer verkið Tom, Dick og Harry eftir Ray og Michael Cooney, sem er vandræða- farsi af bestu gerð. Höfundarnir eru vel þekktir og hafa meðal annars samið verkin „Með vífið í lúkunum“, „Úti að aka“ og „Nei, ráðherra“ en þau hafa verið sett upp víða um heim síðastliðna áratugi. Sýningin Tom, Dick og Harry fjallar um hjónin Tom og Lindu sem eiga von á manneskju frá ætt- leiðingastofnun sem ætlar að líta á heimili þeirra, en bræðrum Toms, þó velviljaðir séu að eðlisfari, tekst að setja allt á annan endann og klúðra fyrir þeim málum. Þetta er grínverk af bestu gerð sem mun heldur betur kitla hlátur- taugarnar enda þarna á ferð leik- endur af bestu gerð, alls níu talsins í þessu verki. Að uppsetningu koma þó um 25–30 manns, enda nóg um að vera í leikhúslífinu. Frumsýning er 23. október og stefnt er á 8 sýningar í framhaldinu. /SP Ármann Guðmundsson leikstjóri (með derhúfu) ásamt Hafsteini Mána Hall- grímssyni fylgjast með af athygli. Þau Hrefna Hlín Sigurðardóttir í hlutverki Katarinu, Trausti Dagbjartsson í hlutverki Harry, Víðir Már Pétursson í hlutverki Tom og Egill Sveinbjörnsson í hlutverki Dick, kitla hláturtaugar áhorfenda. Þau Víðir Már Pétursson í hlutverki Toms og Jóhanna Helga Jóhannsdóttir í hlutverki ættleiðingarfulltrúans. Hljóðmaðurinn Jón Gunnar Jóhannsson er öllum hnútum kunnugur og einn mikilvægasti liður sýningarinnar. Dagbjört Frímann í hlutverki Díönu, Runólfur Óli Daðason í hlutverki Grettis og Loftur lögga, leikinn af Davíð Helgasyni. Stutt var í hláturinn á æfingum en þó reyndi fólk að hemja sig. Þarna eru þau Runólfur Óli Daðason sem Grettir, Jórunn (í stólnum), Guðný Lára Gunnarsdóttir og Stefán Örn Viðarsson í hlutverki Jóns Borgar. Í bakgrunni er Súsanna, eða Jónheiður Ísleifsdóttir. Frá vinstri er Grettir, eða Runólfur Óli Daðason, Jón Borgar leikinn af Stefáni Erni Viðarssyni, Dagbjört Kristmann í hlutverki Díönu, Frímann, leikinn af Rebekku Lind Jónsdóttur og Gróa, eða Íris Blandon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.