Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 7 LÍF&STARF E inn af skærustu hagyrðingum Þingeyinga síns tíma var Karl Sigtryggsson á Húsavík. (1896- 1966). Karl var einkar tryggur sósíalisti, og orti af undraverðu orðkynngi um pólitík ef hún var ekki að hans skapi og skoðun. Á tíð Karls, var starfandi ríkisstjórn landsins boðið allri á vinafund til Norðurlandanna. Siglt var með Gullfossi utan og heim. Af þessu tilefni orti Karl: Ríkisstjórnar ferðafjör freyðir í línu hverri. Ill er hennar utanför, en afturkoman verri. Skömmu fyrir jól 1964 hafði fréttarit- ari Þjóðviljans á Húsavík, Stefán Yngvi Finnbogason tannlæknir, samband við hagyrðingana Karl Sigtryggsson, Egil Jónasson og Baldur Baldvinsson, bónda á Ófeigsstöðum í Köldukinn, og falaði af þeim kveðskap í jólablað Þjóðviljans. Tóku þeir félagar erindi Stefáns nokkuð vel, einkanlega þó Karl. Allir sendu þeir ritstjóra Þjóðviljans kveðskap sinn. Vísur Karls Sigtryggssonar orti hann um kosn- ingar til Alþýðusambandsþings á Húsavík. Borgaraflokkar bæjarins höfðu gengið í bandalag með Framsókn í fylkingarbrjósti gegn sósíalistum. Samt töpuðu þeir kosn- ingunum, en sósíalistar unnu slaginn. Karl orti: Svona fór það mútumegin. Margir sviku í reyndinni. Mikið var hvað mannagreyin misstu þá af greindinni. Döpur Framsókn fylltist kvíða. Fjaraði í skyndi mannþyrping eins og þegar ormar skríða undan sól í moldarbing. Sérstaklega var Kalli rauði ánægður með að fá kveðskap sinn birtan í málgagni sínu: Þjóðviljanum þykir bratt það sem reyndist göfugt. Ef Morgunblaðið segði satt sólin gengi öfugt. Agli Jónassyni þótti reyndar með ólíkindum að fá birtan sinn kveðskap í kommablaði. Hann orti ritstjóra Þjóðviljans harla glaður: Hefir það mitt grama geð glatt í alla staði, að vera talinn maður með mönnum í þessu blaði. Hækka tekur hagur minn hugurinn liðkast stirði, ef að rauði ritstjórinn reynist einhvers virði. Hvað Baldri á Ófeigsstöðum þótti um tilkall Þjóðviljans skal ekkert fullyrt, en sem sveita- manni hefur honum verið leiðindalaust að yrkja fyrir Þjóðviljann, enda líkt og félagar hans, alkunnur hagyrðingur. Ekki var Nikita Krúseff þó endanlega fallinn þegar þetta var, 1964, en sennilega tekinn að eimast biðin, því Baldur orti fremur sorgbitinn: Fýkur yfir frosið barð, fölna grænu stráin. Kalt er nú um Kinn og Skarð, Krútséff okkar dáinn. Í vísu Baldurs er vitnað til Köldukinnar og Ljósavatnsskarðs. Eitthvert sinn var Baldur á Ófeigsstöðum á ferð í bíl við fimmta mann. Kom þá til viðbótar í bílinn áður nefndur Karl Sigtryggsson. Þegar Karl yfirgaf svo farþega bílsins orti hann: Tók ég far með fimmmenningum förlast Drottni sköpun manns. Fór ég þá í fimmeyringum fyrst að meta verkin hans. Baldur svaraði að bragði, enda góðvinur Karls og vissi hvað hann þyldi: Allir vasar eru að springa, einskisverðu fé er sinnt. Milli frónskra fimmeyringa flækist ógild rússnesk mynt. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 284MÆLT AF MUNNI FRAM Einþór Logi Ólafsson býr vel að aksturshæfileikum systur sinnar, hennar Ingunnar Báru Ólafsdóttur, heimasætu á Urriðaá. Lúkas Nóa Ólafsson langar á tónleika með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Sunna Dís Sigurðardóttir kyssir hest- inn sinn, hann Brans. Þau Thelma Bríet Ingimundardóttir, Elva Karítas Ingimundardóttir, Ástrós Anna Ásbjarnardóttir, Jóhann Heiðar Kjartansson, Júlía Dís Jörundsdóttir, Hlynur Valdimarsson Kristbjargarson, Sunna Dís Sigurðardóttir, Magnús Thor Guðmundsson og Alodía Svövudóttir Petit baða sig í sólskininu. Myndir / Aðsendar. Ísak Rökkvi Zakason er á afar góðum stað í lífinu. Elías Dagur Gnarr Ingimundarson raðar steinum af mikilli nákvæmni. Snorri Ólafs gerði sér lítið fyrir og hjólaði í gegnum allan Elliðaárdalinn. Afladrottningarnar og systurnar Anna Lilja, Steinunn María og Vigdís Magnúsdætur. Elíott Þorsteinsson er nú næstum því tilbúinn að mæta í skólann aftur. Vinkonurnar Saga Sóley Baldursdóttir, Sunna Dís Sigurðardóttir, Helga Katrín Grímsdóttir og Ragnheiður Wolff eru miklir dýravinir. Frændsystkinin Snorri og Sóla Leban skemmta sér á ströndinni. Auður Sjöfn Thoroddsen Vivat hoppar á ærslabelg. Galdri Þorsteinssyni tókst að fermast! Hér er hann þriðji frá vinstri með félögum sínum – Sævari Björnssyni, Magnúsi Kemp og Daníel Hermannssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.