Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202142 Undanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á fóðrun mjólkurkúa hérlendis, sérstaklega fyrir tilstilli mjaltaþjóna. Tilkoma þeirra og kjarnfóðurkerfanna sem fylgja notkun mjaltaþjóna hefur aukið mikið nákvæmni við fóðrun og án nokkurs vafa bætt nýtingu gefins kjarnfóðurs. Enda gefið oft á dag í smáum skömmtum, nokkuð sem hentar mjólkurkúm sérlega vel. Það er þó enn nokkuð í land með gróffóðurhluta fóðursins og nákvæmnina við fóðrun þess en allt of víða eru það í raun kýrnar sjálfar sem gera fóðuráætlunina fyrir sig með því að éta og skammta sér fóðr- ið eftir eigin geðþótta og löngunum. Örverufóðrun Þegar kýr eru fóðraðar má í raun segja að bændurnir séu að fóðra örverur en ekki kýr. Þetta skýrist auðvitað af þeim milljörðum af ör- verum sem þrífast í meltingarvegi kúnna, sér í lagi í vömbinni þar sem þeirra hlutverk er að aðstoða eða sjá um niðurbrot svo fóðrið nýtist kúnni sem allra best. Þeir sem þekkja vel til örveruræktunar á tilraunastofum vita vel að þær eru einkar viðkvæmar fyrir breytingum á nærumhverfi sínu s.s. á sýru-, hita- og rakastigi eða næringarlegu um- hverfi. Sé nærumhverfi örveranna hins vegar einsleitt og þeim hagstætt á hverjum tíma, dafna þær vel og vinna vinnuna sína af krafti. Með þessu móti er hægt að hámarka nýt- ingu á örverustarfseminni til heilla fyrir kúna og þar með bóndann líka. Sé hins vegar nærumhverfið síbreytilegt og sveiflukennt má í raun segja að vinnuumhverfi ör- veranna verði óhagstætt og stuðli þannig ekki að hámarks nýtingu. Heilfóðrun Það má í raun segja að þekkingin á örverufóðrun hafi leitt til þess að bændur fóru að fara þá leið að búa til heilfóður fyrir kýrnar, þ.e. fóður þar sem öllum næringarefnum er blandað saman eftir kúnstarinnar reglum svo næringarumhverfi örveranna í vömbinni verði sem allra best. Hér á landi eru fáir ef nokkrir sem gefa heilfóður eins og það er skilgreint erlendis (enska: TMR – Total Mixed Ration) enda er heilfóður skilgreint þannig að þá er öllu fóðri, líka öllu kjarnfóðri, blandað í fóður kúnna og meðal- talsfóðurgjöfin uppfyllir meðalfóð- urþörf kúahópsins. Kostir þessarar aðferðar eru ótvíræðir enda leiðir aðferðin til mjög jafns sýrustigs í vömbinni, nokkuð sem ekki er hægt að tryggja þegar kýr fá kjarn- fóður gefið aðskilið, og leiðir það til betri nýtingar á fóðrinu og auk- innar hagkvæmni. Í upphafi heilfóðurbylgjunnar, sem reið yfir t.d. Danmörku fyrir um 20 árum, var nokkuð algengt að önnur aðferð við heilfóðrun væri stunduð eða svokölluð hlutaheilfóð- urleið (enska: PMR – Partial Mixed Ration). Sú aðferð þróaðist sam- hliða heilfóðuraðferðinni enda voru þá flestir bændur með kjarnfóður- bása og með þessari aðferð fá nyt- hæstu kýrnar viðbótar kjarnfóður til að uppfylla fóðurþarfir sínar. Þær nytlægstu fá aftur á móti einungis heilfóður og þá er meðal næringar- gildi þess heldur lægra en ef um væri að ræða eiginlegt heilfóður. Mjaltaþjónaáhrifin Það má segja að ör útbreiðsla mjaltaþjóna bæði hér á landi og meðal annarra efnameiri þjóða hafi aðskilin fóðrun, þ.e. sértæk fóðrun á kjarnfóðri, verið fest í sessi enda byggir notkun mjaltaþjóna á því að lokka kýr inn í mjaltir með lystugu kjarnfóðri. Þessi krafa um kjarnfóðurnotkun hefur gert það að verkum að víða, þar sem gefið er heilfóður, þá fá kýr lágmarksskammt af kjarnfóðri í mjaltaþjóni sem þó er oftast eitt- hvað nyttengdur og svo heilfóðr- ið þess utan. Í þessu dæmi er þó breytileikinn á kjarnfóðurskammt- inum á milli nytlágra og nythárra kúa afar lítill, oft ekki nema 1-2 kíló og heilfóðrið nánast full gjöf í raun fyrir utan því sem nemur þetta 2-3 kílóum af kjarnfóðri. Þessi aðferð hefur ekki beint slegið í gegn hér á landi og má segja að íslenska aðferðin sé eigin- lega hálft heilfóður, líkt og Baldur Örn fóðurfræðingur kemst að orði í nýju kennslubókinni um nautgripa- rækt. Með þessari aðferð er gefið mjög mikið magn af kjarnfóðri í fóðurbás og/eða mjaltabás, eftir nyt kúnna, og svo gefið heilfóður því samhliða sem þó er eðlilega með frekar lág gildi á öllum helstu stuðlum enda fá kýrnar mikið af orku og öðrum næringarefnum með kjarnfóðrinu. Þessi aðferð þykir afar dýr, þar sem hún leiðir til mik- illar kjarnfóðurnotkunar, og er ekki mjög útbreidd í heiminum, en er þó einnig vel þekkt t.d. í Noregi. Nýtir afganga Helstu kostir heilfóðurs eru, fyrir utan að henta sérlega vel fyrir örverusamspilið í meltingarvegi mjólkurkúa, að þessi aðferð býður upp á að hægt er að lækka fóðr- Á FAGLEGUM NÓTUM Garðyrkjubændur hafa verið duglegir að auka tækni í gróð- urhúsum undanfarin ár og nú er svo komið að í nýjum gróð- urhúsum er beitt tæknibúnaði líkt og best þekkist í okkar nágrannalöndum. Grænmeti og blóm eru ræktuð í sérhönnuð- um ræktunarkerfum með tölvu- stýrðri áburðargjöf, vökvun og koltvísýringsgjöf. Loftraka og hitastigi og raf- lýsingu er sömluleiðis stýrt með aðstoð meira eða minna sjálfvirks búnaðar. Hringrás næringarlausn- ar í gróðurhúsum sér til þess að nánast allt það vatn og áburður sem notast er við í ræktuninni og plönturnar taka ekki upp endur- nýtist en fer ekki út í umhverfið. Áburðarvatn sem umfram er má sótthreinsa með ýmist upphitun eða á annan hátt til að koma í veg fyrir dreifingu smitsjúk- dóma. Vaxtarlýsingu er sömuleið- is stýrt eftir því ljósmagni sem berst í húsin með sólarljósinu og daglengd er auðvelt að stýra eftir þörfum. Framtíðin býður upp á enn meiri sjálfvirkni Framsæknustu fyrirtæki sem þjóna ylræktinni vinna hörðum höndum að enn aukinni sjálfvirkni og einföldun vinnuþátta. Lengi hefur verið beðið eftir sjálfvirkum tínsluróbótum í framleiðslu vöru eins og tómötum, papriku, jarðar- berjum og gúrkum. Þessi tækni er reyndar nú þegar til og búist er við að hún ryðji sér frekar til rúms á næstu árum, bæði í gróð- urhúsum og í tínslu ávaxta á ökrum. Róbótar sem fjar- lægja óþarfa lauf neðan af plöntunum eru einnig í þróun. Þessi tæki eru bæði dýr og hægvirk enn sem komið er, en þau geta unnið allan sólarhringinn án teljandi afskipta starfsfólks og í því felast ýmsir kostir sem geta gert þessa framtíðarsýn að veruleika. Í útiræktun matjurta er tæknin komin á það stig að hægt er að láta sjálfvirkar vélar reyta ill- gresi hratt og örugglega og með mikilli nákvæmni án þess að snerta ræktunarjurtirnar. Þessir illgresiróbótar geta keyrt allan sólarhringinn, eru miklu léttari en dráttarvélar og þjappa jarð- veginn ekki líkt og þyngri tæki. Þeir ganga sumir hverjir fyrir sólarrafhlöðum sem gera þá enn umhverfisvænni. Fyrstu sáðvél- arnar voru smíðaðar á 18. öld, voru dregnar af hestum og þóttu hið mesta þarfaþing. Nákvæmar sáðvélar eru nú notaðar í akur- yrkju og þær er sífellt verið að bæta. GPS-tækni er nú notuð til að gera áburðardreifingu og sán- ingu sem skilvirkasta. Drónar og gervigreind Framleiddir hafa verið örlitlir drónar sem geta borið frjókorn milli blóma í gróðurhúsum þar sem aðrar aðferðir henta ekki. Smáir drónar geta einnig fylgst með hitastigi á milli plantna, rakastigi, þroskastigi aldina, birtu- magni o.fl. Gögnin sem þeir afla eru síðan skráð í gagnagrunna. Örlitlir drónar hafa verið smíð- aðir sem geta leitað uppi og drepið tilteknar tegundir meindýra sem annars þyrfti að eyða með eitur- efnum. Spaðar drónanna hreinlega tæta meindýrin í tætlur. Hér er um að ræða tækni sem kann að koma að öðrum notum. Með nákvæmum skynjurum víðs vegar um gróðurhúsin er með aðstoð gervigreindar unnt að skrá í rauntíma nákvæmlega ræktunarskilyrði í gróðurhúsun- um, bæði yfir laufþekjunni, inni á milla laufanna, milli plantn- anna og jafnvel inni í sjálfum laufblöðunum. Upplýsingarnar berast tölvubúnaði sem gefur skipanir til tækjabúnaðar og stýr- ir hinum ýmsu umhverfisþáttum. Með söfnun upplýsinga til lengri tíma getur þessi búnaður séð fyrir þarfir plantnanna og stjórnað td. vökvun á enn nákvæmari hátt en nú er gert. Örskynjarar geta til dæmis skynjað vökvaþrýsting í plöntum og sent upplýsingarnar til tölvu sem reiknar út væntanlega vökvunarþörf og ræsir vökvunar- búnaðinn. Verða garðyrkjumenn óþarfir? Það er ljóst að fjórða iðnbyltingin mun breyta starfi garðyrkju- fræðingsins þegar til framtíðar er litið. Í stað berjatínslufólks og arfareytara mun í auknum mæli starfa tæknifólk, nokkurs konar róbótaþjálfarar, að minnsta kosti að einhverju leyti. Samt er og verður full þörf á vel mennt- uðu fólki sem hefur þekkingu á þörfum og kröfum plantnanna, þekkja markaðinn og skipulag framleiðslu á öllum stigum. Aukin tækni kemur aldrei í stað fólks með græna fingur. Ingólfur Guðnason GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM Garðyrkjutækni á fleygiferð Framsæknustu fyrirtæki sem þjóna ylræktinni vinna hörðum höndum að enn aukinni sjálfvirkni og einföldun vinnuþátta. Þegar kýr eru fóðraðar má í raun segja að bændurnir séu að fóðra örverur en ekki kýr. Þetta skýrist auðvitað af þeim milljörðum af örverum sem þrífast í meltingarvegi kúnna, sér í lagi í vömbinni þar sem þeirra hlutverk er að aðstoða eða sjá um niðurbrot svo fóðrið nýtist kúnni sem allra best. Mynd / HKr. Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Kýrnar eiga ekki að gera fóðuráætlunina sjálfar Þegar kýr éta er best ef hver munnfylli er eins og sú síðasta. Framleiddir hafa verið örlitlir drónar sem geta borið frjókorn milli blóma í gróðurhúsum þar sem aðrar aðferðir henta ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.