Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 23 „Ég er rósabóndi og er sjálf að framleiða og selja afskornar rósir á Starrastöðum í Skagafirði. Við framleiðsluna fellur til ýmis úrgangur, eins og knúppar, greinar og laufblöð sem ekki eru söluhæf. Hugsunin er að reyna að framleiða ætar afurðir úr þessu en það er þekkt að hægt er að nýta rósir í alls kyns matvæli, t.d. rósasykur, rósasalt, rósasultu, rósasmjör, rósate og margt fleira. „Þetta er allt á tilraunastigi enn þá, við þurfum jú að finna út hvað það er sem við myndum vilja framleiða og smakka okkur áfram, rósasortirnar eru misbragðmiklar,“ segir María Ingiríður Reykdal á Starrastöðum, en hún fékk nýlega styrk úr Matvælasjóði upp á tæplega 3 milljónir króna vegna verkefnisins „Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum“. María segir að til að byrja með myndi hún prófa að búa eitt- hvað til heima á Starrastöðum og smakka en nánari vöruþróun og þá einhver framleiðsla myndi fara fram í húsnæði Biopol á Skagaströnd. „Ég og dætur mínar tvær munum standa að þessu verkefni. Styrkurinn tekur til 6 mánaða tilrauna- og vöru- þróunartíma og eftir það ætti að fara af stað einhver framleiðsla og markaðssetning ef vel gengur. Hjá okkur er einnig hugmynd að koma upp kaffihúsi með rósasöluhorni við garðyrkjustöðina og þar yrði vænt- anlega fyrsta framleiðslan seld,“ bætir María við. /MHH bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is Takk fyrir! Við hjá Bústólpa erum stolt af því að tilheyra flokki Framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo og það ellefta árið í röð. Framúrskarandi fyrirtæki þurfa að geta sýnt fram á heilbrigða og trausta starfsemi ásamt stöðugleika í rekstri. Eftirsóknarvert er að komast á listann en aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja ná inn á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki ár hvert. Viðurkenning þessi er til marks um þá miklu vinnu sem starfsfólk okkar leggur til á degi hverjum og er okkur sannarlega hvatning til að gera enn betur um ókomna tíð. LÍF&STARF Skagafjörður: Rósirnar á Starrastöðum nýttar til manneldis María með dætrum sínum en saman ætla mæðgurnar að vinna að því að nýta rósirnar frá Starrastöðum í ætar afurðir. Ætu rósaafurðirnar yrðu full- nýting á þeim rósum sem ekki eru söluhæfar og myndu annars fara í ruslið. Rangárþing eystra: Fjórum styrkjum úthlutað Menningarnefnd Rangárþings eystra hefur úthlutað fjór- um menningarstyrkjum vegna haustúthlutunar nefndarinnar. Fjöldi umsókna barst til nefndar- innar og því ljóst að menningarlífið blómstrar í sveitarfélaginu þrátt fyrir að tímar hafi verið erfiðir síðustu misseri vegna Covid. Sex umsóknir bárust til nefndarinnar að heildar- upphæð 1.615.000 kr. en 800.000 voru til úthlutunar. Eftirfarandi verk- efni fengu styrk að þessu sinni: • Katrínarlind, sögu- og upplýs- ingaskilti 190.000 kr. • Vika 861, ljósmyndaverkefni 125.000 kr. • Jazz undir fjöllum, 250.000 kr. • Náttúrutónar, 75.000 kr. • Fiðlufjör, lokatónleikar 150.000 kr. /MHH Rangárþing ytra: Sálfræðiþjónusta óskast bætt Starfsmenn Grunnskólans á Hellu hafa sent frá sér eftirfarandi álykt un vegna sálfræðiþjónustu í Rangár þingi ytra: „Starfsmenn telja afar brýnt að skólar í Rangárþingi hafi bein- an aðgang að sálfræðingi sem kæmi reglulega inn í skólana til að sinna viðtölum við nemendur, m.a. vegna tilfinninga- og hegðunar- vanda. Skorað er á stjórn Odda bs. að fylgja þessu málefni eftir og leggja sitt af mörkum til að bæta úr sálfræðiþjónustu við skól- ana sem tilheyra þjónustusvæði Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.“ Lagt hefur verið til að óska eftir því við forstöðumann skólaþjón- ustunnar að hann komi á næsta reglulega fund Odda til að fara yfir þessi mál en Oddi er samstarfsvett- vangur sveitarstjórnarmanna um skólamál og fleiri mál. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.