Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 11 Alls hefur verið úthlutað 36 millj- ónum króna til sjö verkefna á sviði almenningssamgangna fyrir árið 2021 og 2022. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenn- ingssamgangna um land allt og þá sérstaklega út frá byggðaleg- um sjónarmiðum. Alls bárust níu umsóknir og var sótt um styrki fyrir tæpar 77 milljónir króna. Tvær milljónir króna fara í verk- efni sem hefur þann tilgang að efla samgöngur á Snæfellsnesi, m.a. með því að samþætta skóla- og tómstundaakstur. Samtök sveitar- félaga á Vesturlandi sóttu um styrk- inn en þegar liggja fyrir tillögur um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi. Vinna þarf betur úr tillögum og velja þá réttu. Farþega- og póstflutningar Eitt verkefnanna ber heitið Samfélagsleg nýsköpun – sam- legð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Samtök sveitarfé- laga á Norðurlandi eystra sóttu um og fengu styrk að upphæð 3,8 millj- ónir króna. Þarfagreining hefur þegar verið gerð en fram undan er að vinna frekari greiningu á hindrunum, um- hverfi og finna hagkvæmar lausnir. Fyrirmyndir verða sóttar til annarra landa, meðal annars norður-Noregs, varðandi það kerfi sem hefur verið byggt upp með samnýtingu ýmiss konar flutninga. Heilsueflandi almenningssam- göngur í Langanesbyggð er heiti á verkefni sem hlaut 1,2 milljónir króna þróunarstyrk en ætlunin er að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar með því að tvinna saman lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tóm- stundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verk efnið er liður í átaki gegn þeirri þróun. Ástand stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni Öryrkjabandalag Íslands hlaut einnig tvær milljónir króna til að vinna heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og setja fram tillögur að úrbótum. Þá fékk Austurbrú 7 milljónir króna til að gera viðhorfskönnun meðal þeirra sem notað hafa Loftbrú, meta nota- gildi og hlutverk hennar. Þá fengu Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi styrk upp á 12 milljónir króna til að hefja tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu. Styrkurinn deilist á tvö ár. Fjarðabyggð fékk 8 milljón- ir króna vegna verkefnis um nýtt kerfi almenningssamgangna í byggðalaginu, en það tók gildi 1. september síðastliðinn. Verkefnið er tilraunaverkefni sem stendur yfir í 16 mánuði og er hugsað til að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. /MÞÞ 20% afsláttur af saltsteinum og steinefnum. Tilboðið gildir frá 20. október til 5. nóvember. Steina- og stampadagar bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is 20% AFSLÁTTUR Úthluta 36 milljónum til verkefna á sviði almenningssamgangna Akureyri: Nýjar rafhleðslu- stöðvar opnaðar Fallorka hefur opnað fjórar 2x22 kW hleðslustöðvar á þremur stöð- um á Akureyri. Stöðvarnar eru þær fyrstu sem Fallorka opnar með greiðslulausn Ísorku. Verkefnið er hluti af styrkút- hlutun Orkusjóðs og er sam- starfsverkefni Fallorku, Vistorku, Norðurorku og Akureyrarbæjar. Tvær stöðvar eru við Ráðhúsið, ein við Sundlaug Akureyrar og ein við Amtsbókasafnið. Fallorka hefur í hyggju að reisa fleiri stöðvar á starfs- svæði sínu á næstu misserum. Mikil aukning hefur verið á fjölda rafbíla á Íslandi undanfarin misseri og eru þessar hleðslustöðvar kær- komin viðbót við þær hleðslustöðv- ar sem fyrir eru í bænum. Fallorka býður 50% kynningarafslátt á stöðv- unum í september. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.