Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 9
starfsárinu í nýtt og rúmgott húsnæði að
Laugavegi 120. Til skrifstofunnar leituðu
á þriðja þúsund einstaklingar og fengu
margháttaða fyrirgreiðslu. Einnig var fé-
lögunum veitt mikilsverð og margháttuð
fyrirgreiðsla. Flutt voru inn hjálpartæki
fyrir fatlaða að verðmæti kr. 875.000.00.
Eru það t. d. hjólastólar, armstafir, æfinga-
tæki og sjúkralyftur.
Byggingu vinnu- og dvalarheimilisins
hefur miðað vel áfram. Um síðustu ára-
mót voru komnar í bygginguna um 25
milljónir króna. Byggingarnefndin hefur
lagt mikla vinnu í að skipulagning húss-
ins verði slík, að allt verði sem þægilegast
fyrir íbúana.
Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög
um endurhæfingu öryrkja. Árið 1962 var
á þingi Sjálfsbjargar bent á nauðsyn laga-
setningar um endurhæfingu. Síðan hafa
alltaf á þingum samtakanna verið sam-
þykktar tillögur í þessa átt. Telur stjórn-
in að með þessari lagasetningu hafi verið
stigið eitt mesta framfarasporið á sviði
öryrkjumála í mörg ár.
Stjórnarfundur Bandalags fatlaðra á
Norðurlöndum var haldinn á Akureyri 11.
júlí 1969. Aðalumræðuefni fundarins voru
skýrslur frá sambandsfélögunum, um
hvernig málum væri háttað í hverju landi,
varðandi tryggingar, hjálpartæki og
skipulag bygginga. Á fundinum afhentu
fulltrúar landssambands fatlaðra í Sví-
þjóð kr. 850.000.00 að gjöf, til byggingar
vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar.
Á árinu 1969 efndu samtökin til tveggja
happdrætta. Varð heildarsala allmiklu
meiri en árið áður. Á árinu bárust lands-
sambandinu gjafir og áheit að upphæð 1,4
milljónir króna. Hrein eign landssambands-
ins í árslok 1969 var rúmlega 22 millj. kr.
ÚR HELZTU SAMÞYKKTUM
ÞINGSINS.
Farartœkjamál.
1. Á næsta ári verði úthlutað 400 bifreið-
um til öryrkja og þar af verði endur-
veitingar eftir þörfum.
2. Af hinni árlegu úthlutun verði felld
niður að fullu aðflutningsgjöld af allt
að 50 bifreiðum til þeirra öryrkja, sem
ekki komast ferða sinna án farartækis
og fái þeir jafnframt endurveitingu á
þriggja ára fresti.
3. Öryrkjar hafi frjálst val bifreiðateg-
unda.
Forsetar þingsins.
SJÁLFSRJÖRG 9