Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Síða 14
Jökull Jakobsson:
Ping, Pong og tröllin í fjöllunum
Munnmœlasaga frá 20. öld
Það var einn morgun í öndverðum hey-
önnum að Éljir jötunn lagði frá sér tafl-
borðið og kallaði út um hellismunnann á
dóttur sína Lúsk, þar sem hún sat efst í
Henglinum og táði maríuull á himni,
hnoðaði saman skýflókum og bjó til ill-
viðriskúlur sem hún þeytti af alefli í átt-
ina til Bláfells, þar sem bjó frændi hennar
Kúfur með foreldrum sínum. Raunar hafði
ekki til þeirrar fjölskyldu heyrzt í 200 ár
og vissu þau í Henglinum ekki hvort
frændur þeirra væru lífs eða liðnir. En
ekki átti Lúsk völ á öðrum leiksystkinum.
Hún var, er þetta er ritað, nær fimm
hundruð vetra og því gjafvaxta mær að
tröllatali.
Hættu nú iðju þessari, þrumaði Éljir
jötunn, mun láta nærri að sálfræðingar
kölluðu slíkt síbernsku ellegar öðru nafni
infantelisma og er illt afspurnar meðal
trölla. Sestu nú á kné mér, hafa mér lengi
leikið landmunir að ræða við þig í trúnaði
svo sem siður er föður og dóttur og al-
gengt einmitt á þeim aldri sem upplúkast
leyndardómar lífsins fyrir unglingunum.
Þú ert nú gjafvaxta og mál til komið að
þú hættir að leika þér að skýjum, en horf-
ist í augu við líf vort trölla.
Éljir jötunn tók sér nú nokkra málhvíld,
Teikning: Ragnar Lár.
kveikti í pípu sinni og tottaði hana fram
eftir sólmánuði, á úthallandi sumri tók
hann síðan aftur til máls og lagði þunga
krumluna á úfið hár dóttur sinnar þar
sem hún sat á kné honum og gapti mjög,
því að hún hafði eigi vanist því að faðir
hennar ástundaði málæði af þessu tæi og
aldrei fyrr hafði hún heyrt hann viðhafa
raus um óhlutlæg efni. Ókyrrðist hún
nokkuð í sessi, en er faðir hennar hafði
lamið hana nokkrum sinnum í hausinn
með sleggju, sefaðist hún og lagði við
eyru.
Nú er þar til máls að taka, sagði Éljir
jötunn, að staða okkar trölla í heiminum
hefur versnað til milla muna á undanförn-
um öldum. Mín kynslóð verður því miður
að játa að við skilum af okkur verri heimi
í hendur börnum okkar. Þar sem áður ríkti
styrjöld, pústrar og hrundingar, þar er
nú illu heilli friður, ársæld og slappleiki.
Til þess hníga ýmis rök þung að svo mjög
hefur sigið á ógæfuhlið. Veldur því meðal
annars fyrirbrigði sem óþekkt var í minni
æsku en nú hefur því nær sligað trölllíf
í heiminum. Það er firringin, sem svo er
nefnd, á fagmáli verfremdung, það er eit-
urgas, sem fundið var upp á leynilegum
14 SJÁLFSBJÖRG