Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Page 16

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Page 16
drápur á gammelnorsk en þú, faðir minn, slöngvir um þig latneskum orðstofnum og hylur þig semítískum moðreyk. Nú varð Éljir jötunn reiður og lamdi dóttur sína í hausinn, svo þess sá merki æ síðan og heitir þar nú Föðurástarlaut. Lúsk hló að og mælti: — Þar koma högg er þrýtur mál, sagði hún, og góðar þykja mér gælur þínar, pápi. — Vel mælt, ljúfan mín, og verður varla með sanni sagt að millum okkar ríki áður greint kontaktleysi. Staða okkar trölla hefur semsagt mjög versnað í heiminum, conditio gigantes, altso. Nú þagði Éljir jöt- unn fáeinar vikur og blés úr sér norðan- garra, mælti síðan seint og hægt: — Menn eru hættir að trúa á okkur tröll. Og ekki nóg með að við þykjum ótrú- leg, heldur það sem er verst af öllu: við þykjum hlægileg. Menn eru hættir að in- teresséra sig fyrir okkur. Við erum ekki lengur á toppnum. We are out. Við þykj- um heimsk og luraleg. Öll athygli beinist að dvergum. Þessi skoplitlu skrípi þykja nú-orðið hafa fínt og móðins tilfinninga- líf, flókið sálarlíf, þau eru skoðuð með stækkunargleri af sjúklegum áhuga, öll þeirra viðbrögð nákvæmlega rekorderuð og skilgreind af sérfræðingum. Við tröll, aftur á móti, vekjum aðeins leiðan geispa þar sem við áður vöktum ógn og skelfing. Ef tröllkall rambaði inn í Búnaðarbank- ann og bæði um kalstyrk eða geldkvígu- lán, þá mundi allur almenningur hlægja. Það yrði í hæsta lagi kallað á pólití og beð- ið um að f jarlægja fullan kall, eða slökkvi- lið og hjálparsveit skáta, það kæmi smá- frétt í dagblaðinu Vísi um þennan atburð, skrifuð í þeim stíl, sem miðar að því að menn brosi í kampinn yfir eftirmiðdags- kaffinu sínu. Dóttir góð, virtu aðeins fyrir þér turninn á Hallgrímskirkju og þá sérðu að þursakyn er ekki lengur voðalegt í aug- um manna, heldur skoplegt. Við erum í þeirri ógurlegu sitúasjón að vera of stórir en þó ekki nógu stórir. Dvergar hafa skot- ið okkur ref fyrir rass, þeir eru lagðir á skurðarborð vísinda, sálfræði og heimspeki og rannsakaðir og röntgeniséraðir af öll- um hálærðustu prófessorum og pótintát- um, skáld og listamenn leggja alla stund á að útlista þeirra geðflækjur og komplexa. Það er talað um núansana í sálarlífi þeirra, það eru víst einhverskonar sjatteríngar. Vér þursar erum eins og þau stórvirku heyvinnutæki sem lögð eru fyrir róða út í mýri og fengin önnur ný, við erum ekki einu sinni antík eins og askur á hillu eða rokkur í stofuhorni og veldur þar pláss- leysi. 1 stuttu máli: við erum passé. Nú varð löng þögn fram að jólum, þá rumdi í Élji jötni og urðu landskjálftar sunnanlands, mældust þeir 6 á Richters- kvarða og hrundu skriður úr lokkum tröllabarnsins í Hengli. Þá tók Éljir til máls og varð af því norðanstrekkingur, er hann mælti við dóttur sína: — Það er annað en gaman fyrir eitt foreldri að senda dóttur sína frumvaxta út í slíkan heim. Og þar við bætist að ég get eigi heitið þér því gjaforði, sem þér sæmir, því ekki veit ég hvort Kúfur frændi þinn í Búrfelli er lifandi eða dauður, frá þeirri familíu hefur ekki heyrst í 200 ár. Veit eg ekki nema það fólk allt sé dautt úr þeirri voðalegu pest verfremdung, sem áð- ur er getið, því vita máttu það að dautt er tröll á fjöllum ef engin á það trúir. Og hef ég ekki annað veganesti þér til handa, dóttir mín góð, en herðablað úr langafa þínum og lúið eintak af Metsölubók Tóm- asar Jónssonar ef það mætti verða þér að leiðarljósi. Og haf þig nú á brott og freist- aðu gæfunnar. Síðan kvöddust þau með hrikalegum kossi svo upp gekk eldur í Heklufjalli og hélt nú Lúsk tröllskessa út í heim. (Skráð eftir garmlli konu í Hreppum). 16 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.