Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 18

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 18
pý‘r$ ■> v V TÍ’V'KÍ Haukur ÞórÖarson yfirlœknir: Um atvinnumál öryrkj; vu V-.V. ff>Æ m í*V<si Er ekki mótsögn í yfirskrift þessarar greinar ? I rauninni er svo í tvennum skilningi. t fyrsta lagi: I íslenzku máli táknar „ör- yrki“ persónu, sem enga orku hefur, og ætti þá persónan a. m. k. að vera óvinnu- fær, hvað sem öðrum líkamlegum eða and- legum takmörkunum líður. I öðru lagi: Er þörf á að aðskilja atvinnumál þessa hóps landsbúa frá atvinnumálum þeirra í heild? Um fyrra atriðið er það að segja, að enda þótt orðin „örorka — öryrki“ séu hin ágætustu frá sjónarmiði íslenzkrar tungu, þá er mjög á reiki merking þeirra og notkun. Merkingin spannar allt frá full- komnu líkamlegu eða andlegu sjálfsbjarg- arleysi niður í tímabundna skerðingu á eðlilegri notkun eða starfsemi ákveðins líkamshluta. Notkun orðanna fer svo eft- ir því, hvað fólk skilur með þeim, og það er nokkuð misjafnt. Það ber við, þegar spurt er, hvert sé starf einhvers, að svarið er: ,,öryrki“. Vissulega er örorka hvorki starf eða atvinna, heldur ástand. Þegar rætt er um atvinnumál öryrkja í þessari grein, er átt við fólk, sem býr við skerta líkamsorku og þar á meðal tak- markaða orku til vissra starfa, en ekki allra. Um seinna atriðið má segja, að í sjálfu sér ætti hið sama að gilda um atvinnumál þossa fólks, sem að ofan er skilgreint, og hinn<i almennu borgara landsins. Svo er þó ekki, a. m. k. ekki að öllu leyti, og ekki ennþá. Þessari grein er m. a. ætlað að stuðla að því, að svo verði. 18 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.