Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Page 20
Frá sjónarmiði hagfræði getur vaknað
sú spurning, hvort ekki sé einfaldast að
sjá slíku fólki sómasamlega farborða á
beinan kostnað ríkisins og af almannafé.
Við það mundi sparast ýmiss kostnaður og
umstang. Augljóst er, að slíkt fyrirkomu-
lag fær þó ekki staðizt. Hverjum ríkissjóði
mundi verða ofviða að sjá öllu slíku fólki
sómasamlega farborða frá sjónarmiði
kostnaðar.
Nú er það alkunna, að fullar örorku-
bætur almannatrygginga frá Trygginga-
stofnun ríkisins, nema í dag kr. 4525,00,
fyrir einhleypan mann eða konu. Það er
jafnframt vitað, að enginn lifir sómasam-
lega af þeirri upphæð nú á tímum. Til þess
að bjargast af þeirri upphæð, sem ríkið
lætur í té í þessu formi, þarf fólkið að hafa
einhverja aðstoð aðra, frá venzlafólki eða
öðrum, og ókeypis húsnæði. Eða það þarf
að bæta sér upp bæturnar með einhverri
atvinnu.
Það hefur sýnt sig og sannað, að hag-
kvæmasta lausnin er sú að endurhæfa ör-
yrkja, að gera þá færari til hreyfinga,
til sjálfsbjargar, til vinnu. Því er ekki að
neita, að endurhæfing er kostnaðarsöm og
krefst mikils starfsfólks. Á hinn bóginn
telst endurhæfingarstarfsemi nú til sjálf-
sagðrar þjónustu heilbrigðisyfirvalda
gagnvart fólki í landinu og borgar sig
tvímælalaust frá peningalegu sjónarmiði.
Benda má á staðreyndir þessu til sönn-
unar. Skýrsla þeirrar deildar í heilbrigðis-
málaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur
með endurhæfingarmál sjúkra og slasaðra
að gera, upplýsir, að á árinu 1966 voru tvö
hundruð þúsund manns endurhæfðir til
starfa í því landi á vegum opinberra aðila.
Þannig hefur þar í landi um það bil einn
maður af hverjum þúsund hlotið fyrir-
greiðslu í formi endurhæfingar til starfa.
Sagt er frá því í skýrslunni, að heildar-
tekjur þessara tvö hundruð þúsund manna
hafi verið meira en 350 milljónir dala á
ári. Ekki er tekið fram, hversu mikið þessi
starfsendurhæfing kostaði ríkið, en frá því
er skýrt, að þessar 200 þúsundir manna
greiði í útsvar og skatta sexfalt meira en
starfsendurhæfingin kostaði. Þetta þýðir,
að starfsendurhæfing borgar sig í því
landi, sem tölurnar eru nefndar frá. Þá
er það að sjálfsögðu ekki reiknað með
þeim kostnaði, sem fer í að byggja og hef ja
rekstur starfsendurhæfingarstofnana. —
Hvað við kemur okkar landi þarf vitaskuld
að kljúfa þann kostnað, áður en farið er
að tala um ágóða fyrir ríkið af starfs-
endurhæfingu. En ég vil gera stuttan tölu-
legan samanburð á íslandi og Bandaríkj-
unum í þessum málum. Ef tvö hundruð
þúsund manns hlutu starfsendurhæfingu í
Bandaríkjunum árið 1966, ættu tölulega
um tvö hundruð manns að hafa hlotið slíka
þjónustu hér á landi á því ári miðað við
fólksfjölda. Miðað við sambærilegar tekj-
ur hér og þar, ættu þessir tvö hundruð
menn hér á landi að hafa haft um 30 mill-
jón króna tekjur á ári.
Ég er ekki fróður um útreikninga út-
svars og skatta, en álít, að ríki og bæjar-
félög hefðu fengið einhvern vænan hluta
af þessum milljónum í sinn hlut aftur til
mótvirðis þeim kostnaði, sem útlegðist fyr-
ir starfsendurhæfinguna. Og það ber að
athuga, að hér er aðeins talað um tekjur
eins árs og skatta eins árs, borið saman
við útgjöld við starfsendurhæfingu 1 eitt
skipti fyrir öll, eða því sem næst. Þessi
staðreynd, að starfsendurhæfing borgar
sig í beinhörðum peningum, hefur alllengi
verið þekkt, og í mörgum löndum hefur á
síðustu áratugum verið kappkostað að
koma upp stofnunum, þar sem starfsendur-
hæfing fer fram.
Hins vegar er það ekki nóg, að endur-
þjálfa eða endurhæfa manneskju til starfa
eftir sjúkdóm eða slys. Atvinna þarf að
vera í boði og á því vill verða misbrestur,
jafnvel á þeim tímum og í þeim löndum,
20 SJÁLFSBJÖRG