Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 21

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 21
þar sem atvinnuhættir teljast eðlilegir. Misbrestur á því, að atvinna sér í boði, kemur til af ýmsu. Eitt er það, að atvinnu- rekendur og vinnuveitendur hrœðast að ráða til sín persónu, sem liefur laskazt af völdum sjúkdóms eða slyss. Við fyrstu sýn getur sá ótti verið eðlilegur. Enginn vill ráða til sín aukvisa, sem ekki annar verk- efni, og ekki réttlátt gagnvart heilbrigð- um rekstrarháttum fyrirtækis að ráða per- sónu til starfa og greiða henni laun ein- ungis vegna þess, að viðkomandi er fatlað- ur eða á annan hátt líkamlega laskaður. En hér er yfirleitt um misskilning að ræða af hálfu vinnuveitanda, sem byggist á röngu mati og skorti á þekkingu. Stór at- vinnurekandi, að vísu erlendur, hefur ritað um reynslu sína af fötluðu starfsfólki, sem hann hefur í vinnu, og um skoðanir sínar af þessum málum, sem byggðar eru á eigin reynslu. Hann segir meðal annars: „At- vinnurekendur, sem og aðrir, gera sig seka um eina villu, sem er sú að athuga ekki, að orð eins og örkuml og fötlun og lömun eru afstæð, en ekki algild. Þetta er sann- leikur. Þegar við tölum um, að einhver sé lamaður eða fatlaður eða örkumlaður, segir það lítið; það þarf að taka fram, gagnvart hverju eða að hvaða leyti per- sónan er örkumluð, fötluð, eða lömuð. Það er óréttlátt, að afskrifa persónu með tilliti til atvinnu vegna þess eins,að hún beri utan á sér menjar sjúkdóms eða slyss. Ég vil nefna dæmi: Ég er kunnugur lækni er- lendis, sem hlaut slæman áverka á hrygg, svo að mænan skaddaðist. Þetta leiddi af sér algera lömun í ganglimum. Hann var örkumlaður með tilliti til þess að ganga, en á hinn bóginn getur hann unnið læknis- störf sín, hann er skurðlæknir, kemur í hjólastól sínum að aðgerðarborði og gerir með góðu handbragði aðgerðir sínar. Eng- inn getur sagt, að hann sé örkumlamaður, úr því að hann getur þetta. Blinda er talin örkuml, en einn blindur maður er prófessor við háskóla, heldur þar fyrirlestra. Ekki er hann örkumla maður. Þannig mætti áfram telja, og það verður að gera sér grein fyrir því, að starfshindranir heilbrigðra eða þeirra, sem heila hafa limi, eru líka ýmsar og margar engu síður en hinna. Hinn sami atvinnurekandi, sem vitnað er til áður, hefur nefnt nokkur atriði, sem hann reikn- ar til sanninda fyrir því, að fyrirtækjum er hollt að hafa fatlaða í þjónustu sinni. Hann segir, að vinnuskýrslur sýni, að framleiðsla og vinnuafköst hinna fötluðu séu meiri en þeirra, sem heilir eru, séu hinir fötluðu á annað borð vel æfðir í starf- inu og rétt staðsettir. Atvinnurekandinn segir, að þetta geti fleiri en hann vottað. í annan stað segir hann, að þeir séu var- kárari við störf, þannig að slys á þeim sjálfum eða af þeirra völdum séu fátíðari. Færri slys á vinnustað er beinn sparnaður í rekstri fyrirtækis. I þriðja lagi eru fjar- vistir fatlaðra starfsmanna minni en hinna, sem heilir eru, og öruggara sé, að þeir mæti í vinnu og mæti á réttum tíma. Hann heldur því einnig fram, að það sé fötluð- um starfsmönnum meira keppikefli en heilbrigðum að mæta til vinnu, þrátt fyrir t. d. vont veður, þegar aðrir sitja gjarnan um kyrrt heima hjá sér, eða þrátt fyrir minni háttar lasleika, svo sem kvef og höfuðverk. Og fatlaður eða lamaður starfs- maður er sjaldnar fjarverandi en heil- brigðir vegna skemmtanahalds kvöldið og nóttina áður. I fjórða lagi hleypur fötluð persóna ekki úr einu starfi í annað, frá einum vinnuveitanda til annars. Það sé kostur, sem hver vinnuveitandi kunni að meta, því að það kostar tíma og fé að æfa nýjar persónur til starfa. Að lokum ber fyrrnefndur atvinnurekandi fram þarfa hugvekju fyrir hvern og einn, er hann segir: „Við, sem erum þeirrar gæfu að- njótandi í dag að hafa ekki til að bera ennþá sjáanlega eða vitaða örorku eða ör- kuml, gleymum því í dagsins önn að gera SJ ÁLFSBJÖRG 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.