Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 28

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 28
að hugsa um „blessaða Norðlendingana“ og hlökkuðum mjög til að hitta þá ágætu Skagfirðinga og Þingeyinga á mótinu. Bílstjóri okkar Isfirðinganna er víst orð- inn eilítið spilltur af dálæti hjá okkur, og nú gerði hann sér lítið fyrir og heimtaði ákveðinn fararstjóra — kvenmann auð- vitað —, svo að gera mátti hjónaskilnað. En þar sem ég hlaut sæti hjá hinum aðil- anum, mátti ég víst vel við una. Isafjarðardjúp er undrafagur staður og Mjóifjörðurinn allra fjarða fegurstur, að mínum dómi. Vart var ekið fram hjá bæ eða býli, svo að Erla gæti ekki frætt okk- ur á nafni þess. „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“, kvað eitt af góð- skáldum okkar, og hygg ég, að mikið sé til í því. I bíl Bolvíkinganna gekk þetta miklu verr, þó að eiginkona varaformanns- ins gerði sitt bezta. En þegar þau höfðu ekið fram hjá fjórum „Þernivíkum“ í röð, gafst jafnvel hún upp við landafræðina í bili, þar til hún tók að leita uppi Vatns- dalshólana af miklum móð, en það er önn- ur saga og gerist miklu síðar. Áfram var ekið í sólskininu. Um tvö- leytið var komið í Langadalinn, en þar var áð. Gott þótti mönnum að rétta úr sér og yndislegt að sitja að snæðingi í kjarrinu í glampandi sólinni. „Húsmóðirin á Sjálfsbjargarheimilinu" (þú veizt hver það er), hafði svo mikið nesti með sér, að nægt hefði okkur öllum í 7 daga útilegu og deildi óspart til hægri og vinstri. Að snæðingi loknum var stigið upp í bílana á ný og skyldi nú haldið upp á Þorskafjarðarheiði. Hún var mjög sæmi- leg yfirferðar, enda ekki illræmdasta heið- in hér vestan lands. Þorskafjörðurinn er fagur mjög og undrar mig ekki, að hann hafi alið skáld nokkur. Sjálfsagt þótti að nema staðar í Bjarkar- lundi. Gerðum við það og að venju okkar að stanza yfirleitt alls staðar, þar sem til- efni gafst, enda var nú kominn tími til að brynna fararskjótunum. Nokkrar um- ræður upphófust um, hvor heiðin skyldi valin yfir á Norðurlandið — Tröllatungu- eða Laxárdalsheiðin — og þar sem Vest- firðingar voru tröllunum vanari, varð sú síðari fyrir valinu, illu heilli. Þetta reynd- ist sem sé leiðinlegasta heiðin, sem við fór- um yfir í allri ferðinni. Sums staðar þurftu bílarnir allt að því að ,,synda“ yfir óbrú- aðar ár. Hér byrjaði líka að rigna og stytti ekki upp það, sem eftir var leiðarinnar. Nú var ég komin yfir í bíl Bolvíking- anna og búin að senda harmonikuleikar- ann þeirra yfir í okkar bíl. Þótti sumum þetta víst góð skipti, og lái ég þeim það ekki. Sjálf undi ég hag mínum hið bezta hjá Bolvíkingum, enda Bolvíkingur sjálf, eins og þú veizt. Ég trúi, að þú kannist við bíl- stjóra þeirra Bolvíkinganna. Ég nefni eng- in nöfn, því að ef ég þekki þig rétt, Pálína mín, með allan þinn áróður, gætir þú verið hlaupin með þetta í blöðin, áður en nokk- ur vissi af. — En ég var að ræða um bíl- 28 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.