Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Qupperneq 30

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Qupperneq 30
kreiki fram eftir nóttu, en um óttubil, trúi ég, að loks hafi allt verið orðið sæmilega hljótt. B’yrirskipað hafi verið, að menn skyldu „sofa út“ næsta morgun, því að aðal- skemmtunin skyldi haldin kvöldið eftir, og þá var sjálfsagt að vera „vel upplagður". Sumir eru með þeim ósköpum fæddir að geta aldrei sofið út, og þar á meðal undir- rituð, eins og þú veizt, en samt var sofið sætt og vært til sex, að ýmsir vöknuðu með andfælum við hryllileg óp og vein, líkt og verið væri að slátra grís. Reyndist þetta einn sunnanmanna,sem var víst að tala upp úr svefninum. Eftir þetta varð ekki öllum svefnsamt og undu sér við lestur, þar til ilmandi kaffilykt barst úr eldhúsinu um átta-leytið, og var þá fljót- lega farið á kreik! Veðurguðirnir reyndust okkur ekki of hliðhollir, svo að menn héldu sig mest inni við laugardaginn, utan einnar stuttrar, en skemmtilegrar bílferðar, en þá var „bland- að“ í bílana. Þrátt fyrir það leið dagurinn fljótt í vinahóp. „Leyndarmálið11 hans Eggerts birtist um miðjan dag í líki nokkurra félaga og ungra hljómlistarmanna frá Siglufirði, og í broddi fylkingar var hjálparhellan okkar góða frá Siglufjarðarþinginu, hinn ágæti ungi vinur okkar Ólafar, Höskuldur Kára- son, kallaður Dala-Kollsson þar, sökum höfðingsskapar síns. Einnig komu „týndu Isfirðingarnir" í leitirnar aftur og einnig eitthvert slangur af Akureyringum að ógleymdum Sauð- kræklingum. Þótti mér vænt um að kenna þar „minn kæra óvin“ (þú manst), sem er auðvitað löngu orðinn góðvinur minn. Eftir sameiginlega kvöldmáltíð hófst kvöldvakan, og stýrði henni Trausti nokk- ur Sigurlaugsson af alkunnum skörungs- skap. Fjölmenni var mikið, þegar allir hin- ir „týndu“ voru komnir í leitirnar, 80—100 manns, gæti ég trúað. Hvert félag var skyldað til að leggja til einhver skemmtiatriði, og gerði hver eftir beztu getu, en að minni hyggju „áttu“ Sigl- firðingar „kvöldið“. Valkyrja þeirra, Hulda Steinsdóttir, flutti bráðskemmtilegan, frumsaminn „Annál Siglufjarðarþings", og að auki annan þátt, einnig frumsaminn, með aðstoð vinar okkar, Höskuldar. Hinn kvenskörungurinn þeirra, Valey Jónas- dóttir, söng gamanvísur, einnig frumsamd- ar af Siglfirðingum. Þeir virðast því eiga skáld á hverju strái, og hljómlistin, sem þeir báru á borð fyrir okkur, var heldur ekki af lakara taginu. Hinir ungu hljóm- listarmenn þeirra virðast geta leikið á hvað sem er, allt frá öskutunnum niður í matskeiðar. Leikur þeirra á flöskur var alveg frábær, og segja mætti mér, að hann yrði vel þegið sjónvarpsefni. Annars fóru fram margs konar getraun- ir, leikir, upplestur og almennur söngur. Tóku allir þátt í þessu af hjartans ánægju. Óvenju margir hljóðfæraleikarar voru þarna saman komnir frá öllum félögum Sjálfsbjargar. Verðskuldaða athygli vakti Jóhannes Benjamínsson frá Reykjavík, sem leikur á „öll“ hljóðfæri, og auk þess þylur hann upp úr sér hvern kvæðaflokk- inn af öðrum. Er hinni eiginlegu kvöldvöku lauk, var leikið og sungið, þar til um tvö-leytið, að sumum þótti mál að linna, en aðrir vildu halda áfram. Sætzt var því á að hætta skyldi kl. 2.30, því að ýmsir áttu erfiða heimferð fyrir höndum daginn eftir. Var svo gert, og brátt gerðust jafnvel hinir bezt vakandi syf jaðir og komu sér í bólið. Næsta morgun reis fólk misjafnlega snemma úr rekkju. Við Vestfirðingarnir fórum að taka saman föggur okkar, því að við ætluðum að reyna að leggja af stað um tíu-leytið, þó að klukkan væri að vísu orðin ellefu, þegar við loks komumst af stað eftir margar kveðjur og kossa og ósk- ir um að hittast sem fyrst aftur. 30 SJÁLFSBJÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.