Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Page 31

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Page 31
Þröngt mega sáttir „sofa". Viti menn, þegar við fórum að hyggja að Isfirðingunum, var þá ekki litli bíllinn týndur aftur, svo að við urðum að láta hann lönd og leið. Eins og ég sagði þér áðan, Pálína mín, er hann ekki enn kom- inn í leitirnar hálfum mánuði síðar. Ég hygg, að þú takir undir þá ósk með mér, að hann hafi ekki villzt í Austfjarðaþok- unni. Bolvíkingarnir voru ekki í „samfloti“ með okkur heim, því að leiðir okkar lágu ekki saman lengur. Þeir veifuðu okkur því glaðlega, er þeir óku fram hjá okkur og spjölluðu aðeins við okkur, er við ókum fram á þau, maulandi vestfirzkan harð- fisk, eftir að við komum að Laxárdalsheið- inni. Mikla kátínu vakti það í bílnum okk- ar, er eiginkona varaformanns þeirra Bol- víkinga tjáði okkur, að hún hefði verið svo óheppin að gleyma kápunni sinni í „Hlé- garði“. Hún virtist því hafa gert víðreist, konan sú. Heimferðin gekk eins og í sögu, þó að kalt væri í veðri og við gætum hvergi farið út til þess að snæða. Við höfðum haft skipti á Trausta Sigurlaugssyni og Valgerði Guð- jónsdóttur í Húnaveri, og voru einhverjir að tauta um það, að Reykvíkingar myndu hafa verið heppnari með þau skipti. Ann- ars verð ég að segja framkvæmdastjóra vorum það til verðugs hróss, að hann hegð- aði sér óvenju skikkanlega, pilturinn, enda tókst honum ekki einu sinni að halda stúlk- unni við hlið sér vakanai. Hún steinsvaf alla leiðina heim! — Erla reyndi hvað hún gat til að halda uppi kátínu í bílnum, en að endingu sofnaði jafnvel hún, enda voru menn yfirleitt heldur „dasaðir“. Meðal okkar Isfirðinga er mikil ánægja ríkjandi með sumarmótið að þessu sinni. Þótt leiðin væri óvenju löng og ströng og ekki komið til Isaf jarðar fyrr en 2.30 eftir miðnætti, var ánægjan yfir að hitta fé- lagana ríkari í hug okkar. Við vildum svo gjarnan geta þakkað okkar ágætu félögum ánægjulegar sam- verustundir og tjáð þeim, hve mjög við hlökkum til að hitta þá ,,næst“! Þú kemur þessu til skila fyrir okkur, Pálína mín, sem hefðir svo sannarlega átt að vera ein í hópnum. Vertu svo ævinlega kært kvödd af þinni einlægri frænku, Björgu. SJÁLFSBJÖRG 31

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.