Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Síða 34

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Síða 34
í sumar hefur framkvæmdum við Vinnu- og dvalarheimilið miðað vel áfram. Unnið hefur verið við hita- og hreinlætislagnir, múrverk og raflögn, og verður því væntan- lega lokið snemma í vetur. Um síðustu áramót voru komnar í bygg- inguna rúmar 25 milljónir króna. Á þessu ári er áætlað að vinna fyrir um 16 milljónir króna. Byggingarstig hússins um næstu ára- mót verður þá þannig, að múrverki, hrein- lætis- og hitalögnum verður að fullu lok- ið, vinna við málingu hafin, og raflögn á. lokastigi. Tvær lyftur verða komnar, fólkslyfta við aðalinngang og vöru- og þjónustulyfta í austurenda hússins. Vinna við tækja- búnað og innréttingar eldhúss verður vel á veg komin. Húsakynni œfingastöðvarinnar á 1. hœð. Vinnu-og dvalarheimili Sjálfs- bjargar í byggingu Þá munu í sumar fara fram lagfæringar á lóð við aðalinngang. Allt, sem við kem- ur skipulagningu á húsinu liggur nú fyrir og hefur byggingarnefndin lagt mikla vinnu í að hafa allt sem þægilegast fyrir íbúana. í þessu sambandi hefur nefndin fengið mikið af gögnum frá Norðurlönd- unum, sérstaklega Danmörku og Sví- þjóð. Skipulagning heimila fyrir mikið fatl- að fólk í þessum löndum er til fyrirmynd- ar og er sú stefna ríkjandi, að allt sé gert, til þess að mikið fatlaður einstaklingur geti hjálpað sér sem mest sjálfur, með að- stoð hjálpartækja. í þessu efni mun ekkert verða sparað til Vinnu- og dvaiarheimilis Sjálfsbjargar, en reynslan mun sýna, hvernig til tekst. Frá 2. hœð. Séð úr anddyri inn í hluta af matsal. Herbergi starfsfólks fjœr. Norðurhlið — aðalinngangur. 34 SJÁLFSBJÖRG SJÁLFSBJÖRG 35

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.