Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 37

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 37
flóttatilraun, sem hindrar nánari skilning, ábyrgðartilfinningu og ósk um að breyta ástandinu. Sá, sem verið hefur vitni að því, að gömul kona ávarpaði lítinn dreng í hjóla- stól eftirfarandi orðum: „Vesalingurinn, hvað hann á bágt“, og gefur honum eina krónu, en hefur jafnframt séð drenginn kasta peningnum í bræði sinni, þarf ekki að efast um, hve skaðlegt, eða að minnsta kosti ömurlegt, það er fyrir nokkurn að verða fyrir slíku. Lítilsvirðing. Lítilsvirðing er ámóta óþægileg og með- aumkun fyrir þann, sem þola verður. — Karen Horney, sem mestan þátt hefur átt í að móta nýja, athyglisverða stefnu í sál- könnun, fullyrðir, að óafvitandi höfum við mikla tilhneigingu til að bera okkur sam- an við alla aðra, sem við kynnumst. Þetta á fyrst og fremst við í nútíma þjóðfélagi, sem einkennist sífellt meir af samkeppni. f hvert skipti, er við sjáum nýtt andlit, reynum við fyrst af öllu að meta þann, sem í hlut á, og gera samanburð á honum við sjálf okkur. Sá, sem sigrað hefur vænt- anlegan keppinaut, notar sér einmitt svip- að andsvar, þegar hann sýnir lítilsvirð- ingu sína. Oft kemur þá fyrir, að sigur- vegarinn hefur svo miklu að miðla þeim, sem beðið hefur lægri hlut, að hann læzt vera verndari hans og velgjörðarmaður, eða hann lætur nægja að klappa honum á herðarnar. En það er einna algengast ytra tákn þessarar tilfinningar. Ofvernd. Ofverndin er skyld meðaumkuninni. Þar er um að ræða misskilda hjálpsemi og ástæðulaus afskipti. Fatlaður maður hefur lýst því fyrir mér, hve illa honum leið, þegar ungur maður tók sig eitt sinn til að hjálpa honum upp í sporvagn og gerði jafnframt mikið uppistand við að útvega honum sæti í vagninum, enda þótt hinn fatlaði maður gæti gert þetta hjálparlaust. Honum fannst sem hann gengi á nálar- oddum, er slíkt veður var gert út af fötl- un hans, algerlega að óþörfu. Ofverndin hefur þannig ónauðsynleg óþægindi í för með sér fyrir þann, sem fyrir henni verð- ur. Jafnframt er hún líkleg til að seinka þroska þeim, sem allir fatlaðir þurfa að ná, til að endurhæfing þeirra geti talizt við- unandi. Ópœgindi eða skilningur. Óþægindi þau, sem einstöku menn verða varir við, þegar þeir sjá fatlaða, er merki öryggisleysistilfinningar og ótta um eigin heilsu og gengi. Allir óttast hið óþekkta, sem getur falið í sér ógnun við þá sjálfa. Þessi tilfinning festir rætur í bernsku. Hún er leifar hins öryggislausa tímabils bernsk- unnar, þegar reynsla var takmörkuð og persónuleiki lítt mótaður og óviss. Ef erfið- leikarnir við þróun eigin skapgerðar hafa verið óvenjulega miklir, öryggisleysis- kennd og sjálfselska óhófleg, geta menn beinlínis óttast fatlað fólk. Þetta er al- gengara en flestir gera sér grein fyrir. Loks skal nefna hið skynsamlega við- horf. Það er eðlilegur, samúðarkenndur skilningur á aðstæðunum. Flestir geta haft samúð með öðrum, en erfiðara er að skilja aðra. Því marki er aðeins hægt að ná, með því að auka þekkingu sína. Þar er ekki um að ræða heilbrigða skynsemi eina saman, heldur óvenju heilbrigða skynsemi, sem er árangur þekkingar. Óvissa. Fyrrnefnd viðhorf eru oftast dulvituð, og þau hafa áhrif á hegðun, þótt fáir viti af þeim. Loks má geta þess, að margir komast í vandræði eða finna til óvissu, er þeir hitta fatlað fólk, vegna þess að þeir vita ekki hvaða augum það lítur sjálft á fötlun sína. Þeir vita ekki hvernig ber að SJÁLFSBJÖRG 37

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.