Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Síða 38

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Síða 38
haga sér. Margir hafa reynt hið sama, er þeir hafa heimsótt kunningja sína sjúka á sjúkrahús. Heimsækjandi kemst þá oft í vandræði, lítur títt á klukkuna og verð- ur því fegnastur, er heimsóknartíma lýk- ur, einungis vegna þess, að hann veit ekki fyllilega, hvernig sjúklingurinn lítur á ástand sitt, og veit ekki, hvort vert sé að ræða það. Það eru vandamál hinna heilbrigðu. Ef til vill hefur lesandinn þegar veitt því athygli, að fyrrnefnd viðhorf eru merki um vandamál og sálræna baráttu hinna líkamlegu heilbrigðu, en ekki hinna fötl- uðu. Hin ólíku viðhorf geta nefnilega kom- ið í ljós hjá ýmsum heilbrigðum gagnvart fötluðum einstaklingi. Auk byrðar þeirrar, sem fötlunin sjálf er, verða þeir því oft að líða fyrir sálræn vandkvæði hinna heil- brigðu. Þau birtast ekki eingöngu í orð- um, heldur líka í svipbrigðum, viðmóti og því, sem ekki verður með orðum tjáð. Skiljanlega getum við ekki myndað okk- ur viðeigandi viðhorf gagnvart fötluðum manni, fyrr en við vitum, hversu fötlunin er honum til trafala. Eigi maður erfitt með gang, svo áberandi sé, þarf það ekki að skipta miklu máli. Vera má, að það skipti engu máli í starfi hans og hann geti farið allra sinna ferða, þrátt fyrir þessa erfið- leika. Þetta takmarkar þá ekki möguleika hans til að vinna fyrir sér. Oft getur fötl- unin verið nokkru meiri, en þó á takmörk- uðu sviði, svo að margs konar leikni sé hægt að ná. Ýmsir starfsmöguleikar geta þó verið fyrir hendi. Frá náttúrunnar hendi hafa flestum verið gefnir fleiri eigin- leikar og fjölbreyttari hæfni, en nauðsyn- leg er. Hver sem er, getur t d. .tvö- faldað krafta sína með því að æfa vöðvana við átök. Alþekkt er iíka, að önnur skiln- ingarvit skerpast, þegar eitt vantar. Það má sjá hjá blindum, heyrnarlausum og ýmsum öðrum. Meiri rækt hefur verið lögð við einn eiginleika, þegar annar var tak- markaðri. Þeir menn skara einmitt oft fram úr, sem hafa orðið fyrir einhverjum hindrunum á þroskabraut sinni eða hafa liðið vegna einhverrar fötlunar. Víðsýni þeirra hefur aukizt, þeir hafa öðlazt ný áhugamál og þroskað hæfileika sína á þeim sviðum, sem fötlunin varð þeim ekki til hindrunar. Mörg menningarverðmæti okk- ar eru sköpuð af fólki, sem hefur verið bagað á einhvern hátt, og veröldin væri mun fátækari, ef þau væru ekki til. Þessa hlið málsins hef ég rætt svo ræki- lega, vegna þess að flestir hafa hneigð til að gefa því fyrst og fremst gaum, hvaða möguleikar séu enn fyrir hendi. Möguleik- ar, sem þakka má fjölhæfni manna. Fatlaðir eru venjulega vel heil- brigðir andlega. Enda þótt aðstæðurnar séu einkar vel til þess fallnar að skapa taugaveiklun og sjálfselsku, er fatlað fólk venjulega mjög vel heilbrigt andlega, og er það gott dæmi hinnar miklu aðlögunarhæfni manna. Þeg- ar einstakir eiginleikar tapast, þroskast aðrir, svo að jafnvægi helzt að mestu leyti. Önnur orsök hinnar miklu aðlögunarhæfni, sem sjá má hjá fötluðum, er sú, að flestir sjá brátt sannleika þeirrar fullyrðingar, sem virðist mótsagnakennd, en hefur engu að síður mikinn sannleika að geyma, að enginn er óhæfari, en hann æskir sjálfur. Margir hafa sagt mér, að viðfangsefni þeirra heppnuðust ekki, ef þeir fundu mikið til vanhæfni sinnar fyrirfram, en miklu erfiðari verkefni heppnuðust, ef þeir gátu gleymt hindrun sinni. I þessu er hið raunverulega vandamál hinna fötluðu fólg- ið. Það er öruggt, að fötlunin verður meira til hindrunar hiá þeim, sem finna mikið til hennar, en hinna, sem láta hana ekki á sig fá. Þetta sýnir, að vandamálið hefur tvær hliðar, nátengdar að vísu. Það er sem 38 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.