Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Qupperneq 42

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Qupperneq 42
Þorsteinn varð upp úr veikindum þessum stórlega fatlaður og oft af þeim sökum nefndur „Þorsteinn aumingi“. Til er lýsing af Þorsteini, þegar hann var á sjötugs aldri, er hún skráð í merkri ritgerð um hann, sem Snorri Sigfússon fyrrverandi námsstjóri skrifaði í „Nýjar Kvöldvökur“ 1961. Þar segir svo: „Hann var ekki stór vexti að sjá, enda samanhnýttur um mjaðmirnar, fótleggir eins og saman vaxnir og allur neðri hluti líkamans liðamótalaus að kalla. Fætur gat hann að vísu eitthvað hreyft, en alls ekki staðið í þá óstuddur og enn síður gengið. En furðu hratt fannst mér þó að hann gæti borið sig innan húss á hækj- um sínum“. „En þegar hann var setztur inn og far- inn að tala, tók maður lítið eftir hinni lík- amlegu fötlun, þá beindist öll athyglin að stóru höfði, góðmannlegu yfirbragði, mó- dökkum augum og einkennilega rólegu og rannsakandi augnaráði, er mér hefur lengst af minnisstætt verið“. Sjúkdómslega Þorsteins varaði um ellefu ár og var hann um tvítugt, er hann var orðinn rólfær að nýju. Má nærri geta, hversu honum unglingnum hefur þá verið innanbrjósts að horfa fram á að því er mátti virðast vonlausa framtíð á tímum, þar sem lífsbaráttan yfirleitt var nægilega erfið fullfrískum einstaklingum, hvað þá svo mikið fötluðum. En Þorsteinn lagði ekki árar í bát, þótt leiðin móti straumnum mætti virðast von- laus. 1 brjósti hans bjó brennandi þrá eftir því að þurfa ekki að vera upp á aðra kom- inn, hvorki skyldmenni né sveitarfélagið. Þá virtist þó ekkert útlit fyrir að stórfatl- aður maður gæti unnið fyrir naumasta viðurværi, hvað þá meira. Þorsteinn var snemma mjög bókhneigður og hafði lesið mikið í sjúkdómslegunum. Varð það úr, að hann leitaði til Friðbjarnar Steinssonar bóksala á Akureyri, sem tók honum mjög elskulega og varð bæði honum og mörg- um öðrum hinn mesti bjargvættur. Er óefað að þetta drengskaparbragð Frið- bjarnar gagnvart þessum fatlaða unglingi hefur blásið lífi í vonarneista piltsins og orðið honum hvöt til þess að leggja á bratt- ann og „leita móti straumnum“. Varð það úr, að Þorsteinn lærði bókband hjá Frið- birni, sem var orðlagt valmenni og reynd- ist Þorsteini hið bezta og hjálpaði honum á alla lund. Auk bókbandsins öðlaðist Þorsteinn margvíslega fræðslu hjá Friðbirni og þekk- ingu, sem gerði honum kleift að fram- fleyta sér sem barnakennari, og þótti hann afburðasnjall í þeirri grein. Hefur hann án efa haft meðfædda hæfileika til þess, en án hjálpandi handar og skilnings Frið- bjarnar gat auðveldlega svo farið, að þess- ir miklu og góðu hæfileikar hefðu koðnað niður, og rættist þarna máltækið um að „Drottinn leggur líkn með þraut“. Ásamt barnakennslunni stundaði Þor- steinn bókband og viðgerðir á margs konar hlutum, því að hann var framúrskarandi hagur og lagvirkur í höndunum. Þorsteinn dvaldist á ýmsum stöðum, bæði austan og vestan Eyjaf jarðar, en þó lengst af í Svarfaðardal, þar sem hann almennt var bæði dáður og virtur. Með stakri eljusemi, sparnaði og nýtni, tókst honum að eignast gott bókasafn, sem þá var fágætt meðal almennings. Gekkst hann fyrir stofnun Lestrarfélags Svarfdæla, sem enn er starfandi og gaf því ailar bækur sínar. Hefur þetta framtak án efa orðið mörgum fróðleiksfúsum unglingi mikil- vægt veganesti. Þorsteinn Þorkelsson var afkastamikill skrásetjari og er talið að eftir hann séu skrásettar um 80 þjóðsögur og auk þess mun mikið hafa brunnið á Möðruvöllum 1902. Þar að auki er í Landsbókasafninu geymt mikið ritsafn, sem saman stendur af tuttugu til þrjátíu flokkum, sem hann 42 SJÁLFSBJÖIIG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.