Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 4

Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 4
2014 hélt kjörsóknin áfram að minnka og þá var ekkert Eurovision, þannig að kannski voru áhrifin 2010 ekki Eurovision-áhrif. Ólafur Þ. Harðaron, prófessor emeritus Fjórir flokkar mælast með einn borgarfull- trúa í báðum könn- unum. Kosningavökur og Eurovision-partí verða heimsótt til að taka púlsinn á stemning- unni Síðasti sénsinn Það neistaði af og til milli oddvita í kappræðum Ríkisútvarpsins í gær enda einn síðasti sénsinn til að láta ljós sitt skína fyrir kosningarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson telur ekki endilega víst að skörun Eurovision-keppninnar við kosningarnar í dag muni hafa áhrif á kjörsókn. Hitt er hins vegar víst að hann mun, sem önnur kjölfestan í kosninga- sjónvarpi RÚV, missa af keppninni þetta árið. odduraevar@frettabladid.is KOSNINGAR „Við vonum að við vinnum í Eurovision og að það verði 90 prósenta kjörsókn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus, þegar kenningar um að hætt sé við því að söngvakeppnin muni draga úr kjörsókn í borgar- og sveitarstjórnar- kosningum dagsins eru viðraðar. „En þetta er skemmtileg tilgáta og skemmtileg pæling. Auðvitað getur það gerst að fólk er bara einfald- lega með hugann við annað, en sem betur fer er það nú þannig að það eru ennþá til Íslendingar sem geta bæði gengið og tuggið tyggigúmmí á sama tíma.“ En ætlar þú að horfa á Eurovision? „Ég á mjög erfitt með það því við verðum uppi í stúdíói með svona rennsli og æfingar á Eurovision- tímanum en annars horfi ég alltaf á Eurovision,“ segir Ólafur sem verður sem fyrr kjölfestan í kosningasjón- varpi RÚV ásamt Boga Ágústssyni. „Ég horfði á stelpurnar komast áfram og hafði nú verið hallur undir hitt lagið, með Reykjavíkur- dætrum, en þetta er lag sem venst vel og sumum finnst þetta öðruvísi og halda að þetta eigi séns. Það er vonandi, því það er svo breytilegt í Eurovision hvers konar lög eru í tísku þetta og þetta árið.“ Lítil Eurovision-áhrif Kjörsóknin virðist síðan sveif last eftir svipuðum lögmálum milli ára, óháð tískusveiflum í söngvakeppn- inni. „Í síðustu tvennum sveitar- stjórnarkosningum hefur hún verið lægri en í áratugi, eða í kringum tvo þriðju,“ segir Ólafur þegar hann er spurður hvort hafa þurfi áhyggjur af dræmri kjörsókn í dag. „Hún hafði lengi verið í kringum 80 prósent í sveitarstjórnarkosn- ingum en hefur lækkað síðan. Hún var lengi um í kringum 90 prósent í alþingiskosningum en hefur undan- farið verið í kringum 80. Þessi kjörsókn hefur farið minnk- andi á Íslandi, bæði í þingkosning- um og í sveitarstjórnarkosningum en hún er miklu lægri víðast annars staðar.“ Hefði verið betra ef Eurovision væri ekki í dag? „Það er hugsanlegt en þetta hefur nú ekki breytt mjög miklu. Það var Eurovision á kjördag í alþingiskosn- ingum 2007 og þá fór kjörsóknin örlítið niður, um 1 til 2 prósent, en svo fór hún aftur upp í næstu kosningum. Þannig að ef það voru einhver Eurovision-áhrif þá voru þau lítil. Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 var kjörsóknin síðan mun minni en hún hafði verið 2006 og þá sögðu sumir: „Heyrðu þetta eru bara Eurovision-áhrif.“ En svo í kosningunum 2014 hélt kjörsóknin áfram að minnka og þá var ekkert Eurovision, þannig að kannski voru áhrifin 2010 ekki Eurovision-áhrif heldur bara almenn tilhneiging kjörsóknar í sveitarstjórnarkosn- ingum til að fara minnkandi.“ ■ Kosningasjónvarpið hefur Eurovision af Ólafi Harðar Ólafur Þ. Harðarson er í klemmu milli Eurovision og sveitarstjórnarkosning- anna en hefur litlar áhyggjur af Eurovision-áhrifum á kjörsóknina í dag. SKJÁSKOT/RÚV BETRI ÞJÓNUSTA EINFALDARI BORG lovisa@frettabladid.is KOSNINGAR Á vef Fréttablaðsins verða alla helgina f luttar fréttir af sveitarstjórnarkosningum sem fara fram í dag. Fjallað verður um kjörsókn og kosningabaráttu flokkanna allt til enda, auk þess sem allar helstu tölur verða birtar um leið og þær berast. Rætt verður við frambjóðendur meðan kosning fer fram og eftir að henni lýkur. Og viðbrögð fengin eftir því sem talningu vindur fram. Rætt verður við sérfræðinga og frambjóðendur um allt land á meðan beðið er eftir síðustu tölum. Kosningavökur og Eurovision-partí verða heimsótt til að taka púlsinn á stemningunni. Hægt er að senda inn ábendingar á ritstjorn@frettabladid.is um efni sem gæti nýst kosningavaktinni. ■ Kosningavakt á vef Fréttablaðsins um helgina kristinnhaukur@frettabladid.is KOSNINGAR Útlit er fyrir spennandi borgarstjórnarkosningar miðað við tvær kannanir sem birtar voru í gær. Annars vegar könnun Maskínu sem sýnir meirihlutann halda með einum manni og hins vegar könnun Gallup sem sýnir hann fallinn með einum. Samfylkingin er stærst í báðum könnunum, fær 22,8 prósent hjá Maskínu en 24 hjá Gallup. Það myndi þýða 6 borgarfulltrúa. Þá kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20,5 hjá Maskínu og 21,5 hjá Gallup, sem sagt 5 eða 6 fulltrúa. Framsóknarf lokkurinn mælist með 4 borgarfulltrúa inni í báðum könnunum. Hjá Gallup fær hann 17,5 prósent. Skammt undan eru Píratar sem mælast með 3 til 4 fulltrúa. Fjórir listar, Viðreisn, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Sósíalista- flokkurinn, mælast með 1 borgar- fulltrúa í báðum könnunum. Mest fylgi fær Sósíalistaflokkurinn, á sjö- unda prósent í báðum könnunum. En minnst Vinstri græn, sem hafa rúmlega 4 prósent. Miðflokkurinn mælist með innan við 4 prósent sem myndi ekki duga til að halda sínum borgarfulltrúa. Ábyrg framtíð og Reykjavík, besta borgin eru enn lengra frá því að ná inn manni. ■ Meirihlutinn hangir á bláþræði 2 Fréttir 14. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.