Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 18
Þetta er lifandi og skemmtilegt námskeið og nokkuð frábrugðið hefðbundnu háskóla- námskeiði. Ásgeir Jónsson, skipuleggjandi námskeiðsins Í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er nem- endum skipt upp í 100 þverfagleg teymi. Í námskeiðinu Nýsköpun og rekstur fyrirtækja, sem haldið er á vegum Háskólans í Reykjavík, eiga nemendur að koma með frumgerð af fyrirtæki og fá þrjár vikur til að útfæra hana. Nemendur úr öllum deildum háskólans sækja námskeiðið. magdalena@frettabladid.is NÝSKÖPUN Undanfarnar þrjár vikur hefur stærsta nýsköpunarnám­ skeið landsins staðið yfir í Háskól­ anum í Reykjavík en námskeiðið ber heitið Nýsköpun og stofnun fyrir­ tækja. Um 500 nemendur úr öllum deildum háskólans tóku þátt í nýaf­ stöðnu námskeiði. Ásgeir Jónsson, skipuleggjandi námskeiðsins, segir að námskeið­ inu sé ætlað að efla nemendur til að hugsa eins og frumkvöðlar. „Nemendum er skipt upp í 100 þverfagleg teymi. Það er að segja nemendur vinna með öðrum nem­ endum úr mismunandi deildum skólans. Þau eiga að koma með hugmynd að fyrirtæki, frumgerð af vöru eða leysa tiltekið vanda­ mál,“ segir Ásgeir og bætir við að á meðan námskeiðið sé fái nemendur aðgengi að kennurum og mentorum úr atvinnulífinu. „Nemendur fá fyrirlestra um hug­ arflug, áætlanagerð og allt sem teng­ ist frumkvöðlastarfinu. Þau geta síðan varið hverjum degi í að taka viðtöl við sérfræðinga, máta sínar hugmyndir og prófa sig áfram.“ Ásgeir segir að í lok námskeiðs sé uppskeruhátíð sem haldin sé í Háskólanum í Reykjavík þar sem nemendur kynni hugmyndir sínar. „Uppskeruhátíðin í ár fór fram í gær en þar kynntu 100 teymi 100 hugmyndir um hvernig breyta megi heiminum. Þetta er skemmtilegur kúrs og snýst um að planta fræjum, fá nemendur til að kynnast því hvað felist í því að vera frumkvöðull og stofna fyrirtæki. Þetta er lifandi og skemmtilegt námskeið og nokkuð frábrugðið hefðbundnu háskóla­ námskeiði.“ Aðspurður hvort mörg fyrirtæki hafi sprottið upp úr þessu nám­ skeiði segir Ásgeir svo vera. „Það hafa þónokkur fyrirtæki verið stofnuð eftir þennan áfanga,“ segir Ásgeir. Námskeiðið sé hagnýtt þótt auðvitað sé langur vegur milli þess að koma með hugmynd og hrinda henni í framkvæmd. „En við erum að bjóða upp á fram­ haldsnámskeið þannig að þeir sem hafa áhuga á að taka sína hugmynd lengra geta skráð sig á það námskeið og farið dýpra í vöruþróunina. Auk þess hafa teymi frá okkur keppt í keppnum á borð við Gulleggið með góðum árangri. Einnig höfum við sent lið í alþjóðlegu keppnina Venture Cup sem er heimsmeistara­ mót háskólanna í nýsköpun. Lið frá okkur hafa fengið viðurkenningu í þeirri keppni.“ n Háskólinn í Reykjavík með stærsta námskeið landsins í nýsköpun Um 500 nemendur kynntu hugmyndir sínar í Háskólanum í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI.  benediktboas@frettabladid.is SUÐURNES Vikið var frá hefðbundn­ um viðmiðum á einkabaðherbergj­ um íbúa á nýju hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ sem verður búið raf­ drifnum salernum og vöskum. Markmiðið með þessu er að stuðla að því að íbúar heimilisins verði meira sjálfbjarga og auðvelda þeim salernisferðir og persónulegt hreinlæti. Áætlaður kostnaður við nýbygg­ inguna er tæpir 2,6 milljarðar króna og fjármagnar ríkissjóður 85 pró­ sent. Willum Þór Þórsson heilbrigðis­ ráðherra, formaður félags eldri borgara á Suðurnesjum og for­ maður ungmennaráðs Reykjanes­ bæjar tóku fyrstu skóflustunguna að hjúkrunarheimilinu þar sem aðstaða verður fyrir 60 íbúa. Áætlað er að það verði tilbúið til notkunar í lok árs 2024. Þegar nýja heimilið er tilbúið verður hjúkrunarheimilinu Hlé­ vangi lokað. Þar búa nú 30 manns en aðstæður þar eru ekki í samræmi við nútímakröfur sem gerðar eru til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkr­ unarheimilum. n Íbúarnir munu fá rafdrifin salerni AUÐVITAÐ ER EÐLILEGT… ...að kaup á byggingarrétti við Hverfisgötu af einkaaðila sé Annars þyrfti meirhlutinn að réttlæta verðið. Minni spilling – betri borg. Burt með meirihlutann. BETRI BORG Á by rg ða rm að ur : H ilm ar P ál l J óh an ne ss on benediktboas@frettabladid.is FISKVEIÐAR Heildarafli í apríl var rúmlega 111 þúsund tonn sem er fjögur þúsund tonnum minna en í apríl á síðasta ári, samkvæmt til­ kynningu Hagstofunnar. Botnfisk­ af li var rúmlega 45 þúsund tonn sem er tvö þúsund tonnum minni afli en í apríl í fyrra. Af botnfisktegundum var þorsk­ af linn rúm 23 þúsund tonn. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, tæp 63 þúsund tonn. n Munaði fjögur þúsund tonnum 16 Fréttir 14. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.