Fréttablaðið - 14.05.2022, Page 32

Fréttablaðið - 14.05.2022, Page 32
Um leið og ég fattaði að mislæg gatnamót gera bara umferðar- teppurnar verri þá bara skipti ég um skoðun. Konur eru áhrifavaldar í lífi Gísla Marteins Baldurssonar. Þær sem hann býr með gera hann að betri manneskju, þær sem hann vann með breyttu hugmyndum hans um ástríðu sína, Reykjavík, og hann drakk í sig einkalíf fegurðar- drottninga í glanstímaritum áttunda áratugarins. Þessi dagur verður stór- kost leg u r, ég hlak k a mjög mikið til,“ segir Gísli Marteinn Baldurs- son, sjónvarpsmaður og borgaraktívisti, sem lýsir Eurovisi- on í kvöld og vakir svo í kjölfarið til morguns í Tórínó til að sjá hvar atkvæðin í borgarstjórnarkosning- unum lenda. Gísli var sjálfur borgarfulltrúi í áratug. Hann menntaði sig í borgar- fræðum í Edinborg og Harvard, var ár á báðum stöðum, og ástríða hans fyrir Reykjavík hefur varla farið fram hjá neinum. Alls staðar þar sem Gísli Marteinn fer fylgir forvitni. Hvaðan kemur þessi mikli áhugi á samfélaginu og þessi forvitni? „Varðandi borgarmálin þá kom áhuginn á Reykjavík sjálfri alltaf á undan stjórnmálunum. Ég hef aldrei haft neinn einasta áhuga á að vera á Alþingi en hef haft brenn- andi áhuga á borgum mjög lengi. Það gerist ekki af því að ég hafi mik- inn áhuga á reiðhjólum eða strætó, heldur þvert á móti þá heillaðist ég svo rosalega af risavöxnum fimm hæða mislægum gatnamótum í Bandaríkjunum þegar ég var þar með foreldrum mínum tólf ára,“ segir Gísli og bætir við: „Ég vildi fá mislæg gatnamót á Miklubraut og Kringlumýrarbraut.“ Hann viðurkennir einnig að háhýsi hafi líka heillað hann og geri í raun enn, þar sem þau eigi heima. Hann spilaði SimCity og naut þess að byggja þar upp borgir og sjá upp- bygginguna birtast fyrir augum sér. Hann áttaði sig þó smám saman á því að fleiri hliðar voru á f lóknum málum en hann hafði tekið með í reikninginn. „Við það að vera í borgarmál- unum, sitja í borgarstjórn og hlusta á annað fólk eins og Ingibjörgu Sól- rúnu og marga aðra borgarfulltrúa sem voru búnir að vera lengi í þessu, þá sá ég bara smám saman að þær leiðir sem ég hélt að væru bestar til að gera borgir betri, voru það ekk- ert endilega.“ Þetta átti ekki síst við um samgöngumálin. „Fyrir mér var aldrei eitthvert markmið að það væri mikil bílaumferð þó svo að ég hafi hrifist af stórum verklegum framkvæmdum. Þannig að um leið og ég fattaði að mislæg gatnamót gera bara umferðarteppurnar verri, þá bara skipti ég um skoðun.“ Hafði fullt af röngum sjónarmiðum Gísli Marteinn var kosinn í borgar- stjórn 2006, eftir nokkur ár sem varamaður. Eftir að hann hætti árið 2014 hefur hann haldið áfram að beita sér fyrir bættri borg. „Lengi vel var fullt af fólki og borgarfulltrúar þar á meðal sem tók þessi mál alls ekki alvarlega, fannst þetta bara vera einhver stökkpallur og hékk bara inni í borgarstjórn til að vera gilt á landsfundum. Mark- miðið þeirra var alltaf að komast á Alþingi. Drævið var pólitíkin en ekki borgarmálin.“ Uppáhalds- borgarfulltrúar Gísla í gegnum tíðina eigi það þó sameiginlegt að borgarmálin brenna á þeim á undan pólitíkinni. Hlustar til að verða betri manneskja Áhugi Gísla Marteins á borgum nýtur sín í starfinu kringum Eurovision. Þessir tveir heimar hans mætast á hverju ári í nýrri borg. Nú í Tórínó á Ítalíu. Mynd/Gísli BerG Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is „Þegar ég datt inn í borgarmálin var ég með fullt af röngum sjónar- miðum og hélt að málin væru ein- hvern veginn og svo voru þau bara einhvern veginn allt öðruvisi. Sem betur fer var ég ekki með lokuð eyrun heldur fór ég að hlusta á fólk og ef maður hlustar tekur maður þeim rökum sem eru lögð á borðið fyrir mann og ég bara gerði það. Ég held að f lest fólk sem hefur raunverulega áhuga á því að gera Reykjavík betri sé nokkurn veginn á sömu línu. Svo er bara fólk sem hefur ekki þann áhuga.“ Lærði að hlusta meira Aðspurður segir Gísli þessa virku hlustun skýrast af miklum áhuga á öðru fólki. „Mér finnst ég sjálfur alltaf tala of mikið og hlusta of lítið. Ég er samt búinn að læra að hlusta meira á dætur mínar. Þær og Vala, konan mín, hafa haft mikil áhrif á skoð- anir mínar. Ég hætti að borða kjöt af því ég tapaði þeirri umræðu við eldhúsborðið heima hjá mér. Ég bara sá að dætur mínar hafa rétt fyrir sér með þetta eins og f lest annað og þá er bara mikil gleði í því að breyta rétt í lífinu og reyna að verða betri manneskja og ég held að til þess að gera það verði maður að hlusta.“ Það var eins með borgarmálin. „Þar var fólk sem var ekkert tengt mér, sem opnaði það, eins og ég hef nefnt með Ingibjörgu Sólrúnu. Ég get líka nefnt Sóleyju Tómasdóttur sem opnaði fyrir mér hugsun um femínisma og kvennabaráttu. Svo elska ég samfélagsmiðla af því að mér finnst svo margar f lottar skoðanir sem koma þar fram. Bæði á Twitter og Instagram er fólk sem er með rosalega sterkar skoðanir á alls konar hlutum, sumt af því algerlega þveröfugt við það sem mér finnst, en fólk sem er róttækt og er að berjast fyrir einhverjum málefnum, ég bara dáist að því og mig langar til að reyna að fatta af hverju þeim finnst þetta.“ Háður afhjúpandi viðtölum Forvitnin um fólk hefur fylgt Gísla frá barnsaldri. „Ég var gersamlega háður opinberandi forsíðuvið- tölum, það er að segja, ekki til að vera í þeim heldur að lesa þau,“ segir Gísli sem ólst upp á gullaldartíma íslenskra glanstímarita á borð við Heimsmynd, Mannlíf og Nýtt Líf. „Ég las þetta allt upp til agna, tætti þetta í mig og veit því allt um einka- líf fegurðardrottninga áttunnar sem voru á forsíðum þessa tímarita. Svo tók ég upp alla þætti Hemma Gunn á VHS og horfði á þá aftur og aftur. Ég spólaði bara yfir tónlistarat- riðin því það voru viðtölin sem mér fannst svo skemmtileg.“ Gísli Marteinn er alinn upp í Hólunum í Breiðholti, gekk í Hóla- brekkuskóla og bjó í hverfinu til tví- tugs þegar hann flutti í Vesturbæ- inn. „Það var stórkostlegt að alast upp í Breiðholti. Það hverfi var þá að byggjast upp fyrir augunum á okkur. Ef maður hefur áhuga á umhverfi sínu þá sér maður sam- félagið verða til og þróast og það heillaði mig mjög mikið,“ segir Gísli sem var sjálfur sannfærður um að hann yrði í Breiðholti alla sína ævi. Hann fór í Versló sextán ára og f lutti ekki úr átthögunum fyrr en á háskólaárunum þegar langt var að ferðast á hjóli ofan úr Breiðholti niður í háskóla. „Ég held að það hafi alltaf fylgt mér að hafa bara mjög mikinn áhuga á mínu nánasta umhverfi. Ég til dæmis skrifaði mastersritgerðina mína í borgarfræðunum um götuna sem ég bjó í, í Edinborg. Nú er ég búinn að búa á Melhaganum í 20 ár og búinn að lesa allt sem ég get lesið um sögu þeirrar götu, hvernig hún varð til og hverjir hafa búið í henni og hef mjög mikinn áhuga á fólkinu sem býr í henni nú, “ segir Gísli sem stofnaði bæði götugrill og kaffihús við götuna sína. Vill njóta þess að búa í borg Gísli hefur verið virkur í félagslífi alla ævi, fyrst í fótbolta og fall-  30 Helgin 14. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.