Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 38

Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 38
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Ég er búin að taka Active Joints frá Eylíf frá því það kom á markað. Ég er gigtarsjúklingur og hef prófað ýmis fæðubótarefni til að liðka liðina. Þegar mér var bent á að prófa Active Joints frá Eylíf lét ég slag standa og sé ekki eftir því. Ég fór mjög fljótt að finna mun á liðleika mínum auk þess sem mér til undrunar styrktust neglur og hárið varð meðfærilegra og þykk- ara. Þetta efni hefur því haft marg- vísleg góð áhrif á líðan mína. Ég er með spengdan hrygg og brjósklos í hálsi og var alltaf að leita eftir góðum lausnum fyrir mig þar sem ég vil geta hreyft mig. Active Joints frá Eylíf tekur smá tíma að byrja að virka almennilega en síðan fer maður að finna reglulega mikinn mun. Ég kannski fann það best þegar ég hætti að taka Active Joints á tímabili. Þá varð líðan mín bara öll miklu verri og ég stirðari,“ segir Hrafnhildur. „Ég fór þá að taka það aftur og sá að þetta gerði mér mjög gott,“ segir hún. „Active Joints smyr liðina og í þessu eru efni sem mig vantaði,“ bætir hún við. Knapi með keppnisskap Hrafnhildur hefur alltaf verið atorkumikil. Hún starfaði á árum áður sem tamningamaður sem hún segir að hafi ekki farið vel með skrokkinn, auk þess að taka þátt í íþróttum. Hún er líka mikil keppnismanneskja og hefur tekið þátt í f lestum hestamannamótum sem fram hafa farið. Hrafnhildur viðurkennir að hafa dottið nokkr- um sinnum af baki sem hafi ekki góð áhrif á skrokkinn. „Ég syndi og hreyfi mig mikið, fer í reiðtúra daglega og stússast í hesthúsinu. Hreyfingin bjargar mér algjörlega,“ segir hún. „Þegar maður eldist er enn mikilvægara að hreyfa sig og halda sér í góðu formi líkamlega.“ Hrafnhildur segir að hesta- mennskan og tamningar fari illa með stoðkerfið sem komi fram síðar. „Ég þarf að sætta mig við það núna að glíma við stoðkerfis- vandamál og þess vegna hef ég tekið Active Joints frá Eylíf. Ég fór fyrst á bak þegar ég var sjö ára, tók síðan frí í sautján ár en fór þá á fullt í hestamennskuna aftur,“ segir Hrafnhildur, sem á sex góða keppnishesta og skartar mörgum verðlaunum frá hesta- og gæðinga- mótum. Eiginmaður hennar tekur þátt í sportinu og er sjálfur með tvo hesta. Hrafnhildur segir að það skipti hana miklu máli að Active Joints sé íslensk vara. „Mér finnst gott að vita um uppruna vörunnar. Ég vel alltaf frekar íslenska vöru ef það er mögulegt. Ég tel okkur vera forréttindahóp að búa hér á landi. Þótt veðrið sé ekki alltaf gott þá er svo margt annað frábært. Ég klæði bara veðrið af mér og kvarta aldrei yfir því.“ Hrafnhildur hefur ekki prófað fleiri vörur frá Eylíf en hefur áhuga á að prófa Smoother Skin & Hair. Hún hefur heyrt vel að því látið. „Vilja ekki allir hafa fallegt hár?“ spyr hún. „Þótt ég finni áhrif á hárið frá Active Joints þá væri alveg spennandi að prófa hitt líka. Ég tek þrjár töflur einu sinni á dag og ég get ekki annað en mælt 100% með Active Joints frá Eylíf fyrir þá sem eiga við vandamál að stríða í liðum. Þetta gerir mér gott og gæti hentað fleirum. Active Joints er kalkríkt og er því líka gott fyrir bein og tennur,“ segir hún. Heilsan er dýrmæt Vörulína Eylíf býður upp á fimm frábærar heilsuvörur sem reynst hafa fólki vel. Þær eru Active Joints, Stronger Bones, Smoother Skin & Hair, Happier Guts og nýjasta varan Stronger Liver. Vör- urnar eru framleiddar á Íslandi úr hreinum, íslenskum hráefnum og engum aukefnum er bætt við. Ólöf Rún Tryggvadóttir er stofnandi Eylíf. „Hugmyndin að vörulínunni kom til vegna þess að mig langaði að setja saman þau frábæru hrá- efni sem framleidd eru á Íslandi á sjálfbæran hátt úr íslenskum, náttúrulegum auðlindum og auka þannig aðgengi fólks að þessum hráefnum,“ upplýsir Ólöf. Framleiðslan fer fram á Greni- vík og þróun varanna er í sam- starfi við sérfræðinga frá Matís. „Við vöndum til verka, sækjum í sjálfbærar auðlindir úr sjó og af landi, og notum hreina, íslenska náttúruafurð og hrein hráefni sem eru framleidd af viðurkenndum íslenskum framleiðendum.“ Hráefni sem notuð eru í bætiefnin frá Eylíf eru ekki erfðabreytt. „Þau stuðla að heilbrigði og sveigjan- legri líkama því þá erum við færari um að takast á við verkefnin í dagsins önn. Við vitum öll að heilsan er okkur dýrmætust og því er svo mikilvægt að gæta vel að henni og fyrirbyggja ýmis heilsu- farsvandamál,“ segir Ólöf Rún. n Eylíf vörurnar fást í öllum apótekum, Fjarðar- kaupum, Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsinu, Krónunni og Melabúðinni. Ókeypis heimsending ef keypt er fyrir 7.000 krónur eða meira á eylif.is. Hrafnhildur á sex gæðhesta enda tekur hún þátt í flest- öllum hesta- og gæðingamótum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI „Mér var bent á að prófa Stronger LIVER frá Eylíf og ákvað ég að slá til. Ég hef verið í eftirliti hjá lækninum mínum vegna heilsufarsins og fer reglulega í tékk og blóðprufur, segir Ragnar Þór Alfreðsson trésmiður. Eftir að hafa notað Stron- ger LIVER í nokkra mánuði kom í ljós að blóðprufan kom óvenjulega vel út, öll gildin fyrir lifrina voru mun betri en áður. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og hef ég verið mjög ánægður með vöruna því að mér líður vel af því að nota hana. Því get ég sagt með sanni að ég mæli með Stronger LIVER frá Eylíf og ætla að halda áfram að nota vöruna.“ Stronger LIVER inniheldur: Stronger LIVER inniheldur uppbyggjand næringarefni frá sjálf bærum auðlindum til sjáv- ar og sveita. Íslensku hráefnin í Stronger LIVER frá Eylíf eru kítósan, kalkþörungar, kísill, ætihvannarrót en auk þess eru kólín, mjólkurþistill, kalsíum, C- vítamín og magnesíum. Best er að taka tvö hylki á dag með mat til að viðhalda heilbrigðum meltingarvegi. n Líður betur og er ánægður með Stronger LIVER frá Eylíf Ragnar Þór Alfreðsson, trésmiður. Fæðubótarefni kemur ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki ætlað börnum eða barnshafandi konum. Ekki er ráðlagt að taka meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Geymist þar sem börn ná ekki til. 2 kynningarblað A L LT 14. maí 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.