Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 43
hagvangur.is
Laun eru ákvörðuð af kjaranefnd bæjarstjórnar Árborgar. Starfshlutfall er 100%. Vakin er athygli á stefnu Sveitarfélagsins Árborgar að jafna hlutfall
kynjanna í störfum hjá sveitarfélaginu og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Umsóknarfrestur er til 25.05.2022. Umsóknum skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Hagvangs. Þeir
umsækjendur sem boðaðir verða í viðtal verða beðnir um að leysa verkefni og kynna það í starfsviðtalinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veita Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, gislihh@arborg.is eða í síma 480-1900 og Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir hjá Hagvangi,
yrsa@hagvangur.is.
Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir metnaðarfullum einstaklingi
til að taka að sér starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Sviðsstjóri
veitir fjölskyldusviði faglega og stjórnunarlega forystu og starfar í
samræmi við stefnu sveitarfélagsins og lög og reglugerðir er varða
starfsemina. Sviðsstjóri er leiðandi og mótandi í starfi sínu og hefur
frumkvæði að umbóta- og þróunarstarfi og lausn verkefna. Sviðsstjóri
er stjórnendum sviðsins til ráðgjafar og stuðnings í verkefnum og
ákvörðunum sem þeir fást við og hefur yfirumsjón með faglegu starfi
og rekstri fjölskyldusviðs.
Helstu verkefni
• Umsjón með starfs- og fjárhagsáætlunum á fagsviðinu
• Yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi á sviðinu og samræmingu
milli deilda
• Umsjón með starfsemi nefnda og ráða á fjölskyldusviði
• Ráðgjöf og stuðningur til forstöðumanna og deildarstjóra í störfum
þeirra og stjórnun
• Samskipti við bæjarstjórn, stoðþjónustudeildir, nefndir og
hagsmunaaðila
• Þátttaka í stefnumótun og nýsköpunarverkefnum þvert á fagsvið
sveitarfélagsins
• Stuðlar að úrbótaverkefnum er varða skóla-, frístunda- og velferðarmál
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Meistaragráða sem tengist starfsvettvangi sviðsins er kostur
• Farsæl rekstrar- og stjórnunarreynsla er skilyrði
• Reynsla af straumlínustjórnun er kostur
• Skýr sýn á leiðir til að styrkja skólaumhverfi, frístundaþjónustu
og velferðarmál í bæjarfélaginu
• Þekking og reynsla af snemmtækum stuðningi og samþættingu
þjónustu er kostur
• Leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni
• Metnaður til að ná árangri í starfinu
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 11 þúsund
manns og lögð er áhersla á öflugt skólastarf
og góða frístunda- og velferðarþjónustu. Á
fjölskyldusviði starfa um 800 manns á um 30
vinnustöðum víðs vegar um sveitarfélagið. Á
sviðinu eru starfræktir fjórir grunnskólar, sex
leikskólar, átta frístundaheimili fyrir börn og
ungmenni, tvær dagdvalir fyrir aldraða, þrjú
búsetuúrræði og tvær dagdvalir fyrir fatlaða, tvær
sundlaugar ásamt íþróttahúsum, skólaþjónusta
og félagsþjónusta.
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára