Fréttablaðið - 14.05.2022, Qupperneq 45
Ísfell er leiðandi fyrirtæki í sölu, þjónustu og
hönnun á útgerðar-, fiskeldis- og iðnaðar-
lausnum og rekur 8 þjónustu- og framleiðslu-
einingar um land allt. Þjónusta fyrirtækisins
markast helst af góðu úrvali af gæða vörum,
áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og
frábærum hópi starfsfólks með víðtæka
þekkingu. Nánari upplýsingar er að finna á
www.isfell.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar
bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur um hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna
dóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli
Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).
Ísfell leitar að hugmyndaríkum og markmiðadrifnum markaðsstjóra sem hefur brennandi
áhuga á markaðssetningu í B2B á alþjóðamörkuðum. Viðkomandi ber ábyrgð á markaðsmálum
og sýningum ásamt því að taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækisins.
Starfssvið:
• Áætlanagerð og stefnumótun á sviði sölu- og markaðsmála.
• Ábyrgð á ímyndar- og markaðsmálum.
• Stafræn markaðssetning, vefumsjón og samfélagsmiðlar.
• Markaðsgreiningar og greining markhópa ásamt leitarvélabestun.
• Umsýsla efnissköpunar, hugmyndavinnu, textagerðar og hönnunar markaðsefnis.
• Yfirumsjón og skipulagning viðburða þ.m.t. sýninga og efnisgerð.
• Samskipti við auglýsingastofur og fagaðila á sviði markaðsmála.
• Almenn kynningarstörf og samskipti við fjölmiðla í samstarfi við framkvæmdastjóra.
• Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða markaðsfræði,
framhaldsmenntun í markaðsfræði er kostur.
• Árangursrík reynsla af markaðsmálum og markaðssetningu.
• Þekking og reynsla af vefumsjón, stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum.
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að starfa í hópi.
• Frumkvæði og metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
• Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Markaðsstjóri
BYKO er leiðandi í sölu á byggingavörum hér
á landi. BYKO rekur eina stærstu bygginga
vöruverslun landsins í Breiddinni í Kópavogi,
auk verslana á höfuðborgarsvæðinu og
víða um land. Frá upphafi hefur BYKO
kappkostað við að veita viðskiptavinum
sínum, fagmönnum jafnt sem almennum
húsbyggjendum, framúrskarandi þjónustu.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar
bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur um hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Garðar Óli
Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) og Jensína
K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is).
Sölumaður sérlausna
í byggingavörum
Fyrirtækjasvið BYKO auglýsir eftir sölumanni í sölu og ráðgjöf í sérlausnum í byggingavörum
til verktaka og einstaklinga. Leitað er að öflugum, hressum og duglegum starfsmanni til að
vinna með þeim frábæra hópi fólks sem vinnur hjá BYKO.
Starfið felur í sér tilboðsgerð, sölu og ráðgjöf til viðskiptavina á húseiningum, gluggum og
hurðum ásamt öðrum sérlausnum BYKO.
Við erum að leita að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika:
• Öflugur og drífandi með ríka þjónustulund.
• Með menntun eða reynslu sem nýtist í starfi; smiður, iðnfræðingur, byggingafræðingur eða
önnur sambærileg menntun.
• Góða hæfni í mannlegum samskiptum.
• Góða tölvukunnáttu, s.s. í Excel og Word. Reynsla í lestri teikninga í AudoCAD er kostur.
• Metnað til að takast á við krefjandi verkefni í spennandi umhverfi.
• Stundvísi, jákvæðni og heiðarleika.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.