Fréttablaðið - 14.05.2022, Page 64
kopavogur.is
Menntasvið Kópavogsbæjar rekur 19 leikskóla í sveitarfélaginu. Í leikskólum Kópavogs eru u.þ.b.
2100 börn og um 700 starfsmenn í um 550 stöðugildum.
Kópavogsbær er barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag þar sem leikskólarnir vinna að innleiðingu
Barnasáttmálans í öllu sínu starfi. Starf leikskóla Kópavogs einkennist af faglegum metnaði þar sem
lögð er áhersla á skapandi og ánægjulegt starfsumhverfi barna og starfsmanna. Mikilvægt er að leik-
skólaráðgjafi sé jákvæður og uppbyggjandi í samskiptum, hafi ríkan vilja til að ná árangri og brennandi
áhuga á þróun leikskólastarfs til framtíðar. Leikskólaráðgjafi er ráðgefandi í sérverkefnum, þróunar-
verkefnum og nýbreytni í leikskólastarfi og miðlar þekkingu og nýjungum á sviði leikskólafræða.
Helstu verkefni:
· Hefur eftirlit með uppeldis- og menntastarfi og aðbúnaði í leikskólum og veitir ráðgjöf.
· Ábyrgð á móttöku og stuðningi við börn með annað móðurmál en íslensku.
· Ábyrgð á framkvæmd ytra mats í leikskólum.
· Ábyrgð á skilgreindum verkefnum, m.a. í aðgerðaráætlun menntastefnu Kópavogs.
· Ábyrgð á skipulagi ákveðinna viðburða á vegum leikskóladeildar.
· Veitir ráðgjöf vegna foreldrasamstarfs í leikskólum og sér um samskipti vegna mála sem upp kunna
að koma milli foreldra og leikskóla.
· Ráðgefandi varðandi starfsmannamál og aðstoðar við úrlausn mála ef á þarf að halda.
· Ábyrgð á skipulagi fræðslu og þjálfunar starfsmanna leikskóla í samráði við mannauðsráðgjafa.
· Hefur umsjón með öflun gagna varðandi ýmis leikskólamál og úrvinnslu þeirra.
· Aðstoðar við undirbúning leikskólanefndarfunda í samráði við deildarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
· Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
· Framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og menntunarfræða og/eða stjórnunar eða önnur menntun sem
nýtist í starfi (Diplóma að lágmarki).
· Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla.
· Hæfni til að leiða faglega forystu, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólamálum.
· Góð færni í mannlegum samskiptum, skipulagsfærni og vönduð vinnubrögð.
· Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
· Færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2022.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð.
Leikskólaráðgjafi
á leikskóladeild
Kópavogsbæjar
Þingeyjarskóli í Þingeyjarsveit auglýsir
eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:
Staða grunnskólakennara (100%)
Staða textílkennara (50-60%)
Staða tónlistarkennara (100%)
Við leitum að kennurum sem:
- Treysta sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
- Hafa lausnamiðaða nálgun á viðfangsefnum
- Eru sveigjanlegir og með góða samskiptahæfni
- Eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og sýna/búa yfir frumkvæði
- Hafa metnað til að takast á við ný og spennandi verkefni
- Vilja taka þátt í teymisvinnu
Þingeyjarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með rétt
um 100 nemendur. Þar af tæplega 30 leikskólanemendur á tveimur
starfsstöðvum. Áhersla er lögð á teymisvinnu og fjölbreytta
kennsluhætti innan skólans.
Rík tónlistarhefð er við skólann og allt tónlistarnám fer fram
á skólatíma. Af 70 nemendum grunnskóladeildar eru rúmlega
50 nemendur í hljóðfæra og söngnámi við tónlistardeildina.
Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna
á verkefnum skólans.
Þingeyjarskóli styðst við uppeldisstefnuna Jákvæður agi.
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum,
stundvísi og hreint sakavottorð.
Möguleiki er á húsnæði á staðnum.
Stöðurnar eru lausar frá og með 1. ágúst 2022
Umsóknarfrestur er til 25. maí 2022
Umsóknir skulu sendast á netfangið
johannrunar@thingeyjarskoli.is
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri
í vs 4643580 /8990702 eða í gegnum netfangið
johannrunar@thingeyjarskoli.is
VERKEFNASTJÓRI VIÐ BORFRAMKVÆMDIR
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða óska eftir að ráða verkefnastjóra við
borframkvæmdir. Verkefnastjóri hefur umsjón með áætlanagerð, undirbúningi
og hönnun borverka ásamt því að annast verkefnastjórn við borframkvæmdir.
Starfsstöð verkefnastjóra er á Selfossi.
Starfs- og ábyrgðarsvið
· Verkefnastjórn við borframkvæmdir
· Eftirlit með framvindu verkefna og framvinduskýrslur
· Undirbúningur og gerð framkvæmda- og kostnaðaráætlana
· Samskipti við hlutaðeigandi aðila innan sem utan fyrirtækisins
· Undirbúningur verksamninga, eftirlit með framkvæmd og uppgjör samninga
· Verkefnaöflun og tilboðsgerð
Menntunar- og hæfniskröfur
· Háskólagráða í verk- eða tæknifræði
· Starfsreynsla við verkefnastjórnun æskileg
· Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Gott vald á íslensku og ensku, talaðri sem ritaðri
· Geta til að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða | Víkurheiði 6 | 801 Selfossi | Sími 480 8500 | raekto.is
Upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Á. Böðvarsson, framkvæmdastjóri í síma 897 7767 eða í gudmundurb@raekto.is.
Umsóknarfrestur er til 22. maí næstkomandi. Sækja skal um starfið á www.raekto.is