Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 69
Skóla- og frístundasvið
Leikskólastjóri – Jöklaborg
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra Jöklaborgar lausa til umsóknar.
Jöklaborg er 6 deilda leikskóli í Breiðholti í Reykjavík með starfsleyfi fyrir 118 börn. Leikskólinn er staðsettur í Seljahverfi og stutt
er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúrusvæði. Lögð er áhersla á að skapa hlýlegt lærdómssamfélag barna og fullorðinna.
Leiðarljós leikskólans er: Gleði – Virðing – Sköpun. Unnið er meðal annars eftir kenningum Beritar Bae um samskipti og áhersla
lögð á sjálfseflingu og félagsfærni sem eru tveir af grundvallarþáttum Menntastefnu Reykjavíkurborgar.
Aðrir áhersluþættir starfsins eru meðal annars leikur, læsi, sköpun og lýðræði. Námskrá Jöklaborgar, myndband og fjölmargar
aðrar upplýsingar um leikskólann má finna á netinu: www.joklaborg.is
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf
í Jöklaborg.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda
á starf í leikskólanum. Starfshlutfall er 100%. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2022.
Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar sem
leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi
í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kí v/ Félags stjórnenda leikskóla.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfi á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Helga Pálmadóttir í síma 411-1392 og tölvupósti elisabet.h.palmadottir@reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð
• Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu
hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og
stefnu Reykjavíkurborgar.
• Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum.
• Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og
starfsmenn.
• Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og
umbótaáætlunum.
• Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
• Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.
Hæfniskröfur
• Leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla
á leikskólastigi.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Íslenskukunnátta á stigi B1 skv. skilgreiningu evrópska
tungumárammans skilyrði.
• Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
• Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
• Sjálfstæði og frumkvæði.
Fríðindi í starfi fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar eru m.a. bókasafnskort og frítt á söfn með
menningarkortinu, heilsuræktarstyrkur, samgöngustyrkur og frítt í sund með ÍTR kortinu.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
intellecta.is
RÁÐNINGAR
Þátttakandi í íslensku
atvinnulífi í 50 ár
hagvangur.is
ATVINNUBLAÐIÐ 27LAUGARDAGUR 14. maí 2022