Fréttablaðið - 14.05.2022, Side 82
Kristín Edwald, hæstaréttar
lögmaður hjá LEX, sem er
þekkt sem eldhúsdrottning
in og annálaður sælkeri er
líka mikil áhugamanneskja
um laxveiði. Hún stundar
laxveiði reglulega og getur
ekki beðið eftir því að veiðin
hefjist á sumrin.
sjofn@frettabladid.is
Kristín er í veiðiklúbb sem ein-
göngu er skipaður konum og ber
heitið Strekktar línur. Veiðiklúbb-
urinn hefur vakið athygli fyrir stíl
sinn og pikknikk-veislurnar sem
töfraðar eru fram á metnaðar-
fullan hátt í hverri veiðiferð enda
ekkert venjulegar kræsingar.
Veiðiklúbburinn Strekktar línur
var stofnaður fyrir fjórum árum.
„Í honum eru tíu forfallnar veiði-
konur. Þær eru Charlotta Björk,
Halldóra, Hulda, Margrét, Sandra,
Sólveig Unnur, Unnur Valborg,
Þóra Matthildur, Þórunn og ég. Ég
tel mig vera ofurheppna að hafa
fengið boð í hópinn og að eignast
þessar frábæru vinkonur. Þótt við
höfum ekki þekkst allar áður þá
hefur dýnamíkin í hópnum verið
frábær frá fyrsta kvöldi. Árlega
förum við í eina skipulagða veiði
saman og bröllum ýmislegt inn
á milli. Gleðin er alltaf ríkjandi
þegar við hittumst og veiðiferð-
irnar eru hreint ólýsanlegar enda
fátt jafn gefandi og að vera í góðum
hópi við fallega íslenska veiðiá,“
segir Kristín.
Næst er það Þverá
Kristín segir að þær séu búnar
að stunda sömu ána frá því að
klúbburinn var stofnaður. „Fyrstu
þrjú árin fórum við í Hauku í
Dölunum en nú erum við á leið í
Þverá í Borgarfirði. Þverá er uppá-
haldsáin mín og tilhlökkunin að
fara með Strekktum línum þangað
er í hæstu hæðum.“
Strekktar línur undirbúa veiði-
ferðirnar vel og fara vel klyfjaðar í
hverja ferð. „Við höfum gaman af
því að koma hver annarri á óvart til
að mynda með litlum gjafapokum,
sérmerktum nytjahlutum fyrir
veiðiferðina og fleira og það er sko
nostrað við hlutina. Þrátt fyrir að
vera brjálaðar veiðikonur sem eru
ávallt mættar á bakkann á réttum
tíma, „því þetta veiðir sig nú ekki
sjálft“, þá höfum við líka lagt
mikið upp úr samverustundum
á árbakkanum. Þær sem eru að
veiða saman á stöng í ferðinni sjá
um eina hamingjustund. Hvort-
tveggja áhuginn á að gleðja hópinn
og metnaðurinn í veitingunum er
mikill. Við þurftum því eftir fyrstu
veiðiferðina að endurhugsa fram-
kvæmdina því það eru nú takmörk
fyrir hversu mörgum smáréttum
konur geta torgað jafnvel þótt allar
séu svangar eftir útiveru og æsta
baráttu við laxa í íslenskri nátt-
úru.“
Hittust til að fagna sumri
Stelpurnar styrkja böndin enn
frekar með því að hittast á milli
túra. „Við hittumst einnig utan
veiðitímabilsins og höfum alltaf
gert eitthvað saman á vorin eða í
byrjun sumars til að ræða komandi
veiðisumar, njóta samverunnar og
spenningsins fyrir veiðiferð ársins.
Stundum höfum við farið í kast-
kennslu til að fínstilla köstin en
núna í ár fannst okkur tilvalið að
hittast í kampavíni og smáréttum
og fagna fyrsta degi sumars.“
Í þættinum Matur og heimili
á dögunum buðu Strekktar línur
áhorfendum að skyggnast inn
í sumarboð sitt, sem haldið var
heima hjá Kristínu sem var búin
að dekka alvöru pikknikk-borð
innandyra. Kristín bauð upp á
glæsilegt hlaðborð sælkerasmá-
rétta og deilir hér með lesendum
nokkrum uppskriftum að synd-
samlega góðum smáréttum. „Hér
eru uppskriftir að ostakúlum,
laxakremi og hugmynd að sælkera-
spjótum. Allt réttir sem einfalt og
fljótlegt er að útbúa og hægt er að
töfra fram með stuttum fyrirvara.“
Laxakrem
500 g reyktur lax
150 g rjómaostur
Safi úr hálfri sítrónu
1 msk. piparrót eða eftir smekk
Basilíka eða aðrar ferskar krydd-
jurtir eftir smekk
Salt og pipar
Allt sett í blandara og maukað.
Kælt í um klukkustund. Laxakrem-
inu er sprautað á gott kex eða ofur-
þunnar ristaðar brauðsneiðar og
skreytt með þynnum af reyktum
laxi og ferskum kryddjurtum.
Ostakúlur
1 dós gamli rjómaosturinn frá MS
eða annar rjómaostur af stífari
gerðinni
2 bollar rifinn cheddar-ostur
½ bolli rifinn parmesan-ostur
1 tsk . Worcestershire-sósa
Salt og pipar eftir smekk
Stökkir beikonbitar, ferskar krydd-
jurtir, beyglukrydd „Everything
bagel“ eða annað sem hugurinn
girnist til að velta kúlunum upp úr
Hafið rjómaostinn við stofuhita.
Mikilvægt er að nota rjómaost af
stífari gerðinni annars er erfitt
að móta kúlurnar, ef blandan
verður of mjúk má bæta við rifnum
cheddar-osti.
Hnoðið saman rjómaosti, chedd-
ar-osti, parmesan-osti og Worces-
tershire-sósu. Kryddið með salti og
pipar eftir smekk en hafið í huga
hverju kúlunum er velt upp úr svo
þær verði ekki of saltar. Best er að
kæla blönduna í 1–2 klukkustundir
á þessu stigi. Búið til litlar kúlur
úr blöndunni og hafið í huga að
kúlurnar verða aðeins stærri þegar
þeim hefur verið velt til dæmis upp
úr beikonbitum eða beyglukryddi.
Veltið kúlunum því næst til dæmis
upp úr söxuðum ferskum krydd-
jurtum, beikonbitum eða beyglu-
kryddi. Mér finnst beyglukryddið
best þessa dagana. Kælið kúlurnar
þar til þær eru bornar fram. Vel
er hægt að gera kúlurnar sjálfar
daginn áður og velta þeim svo
upp úr kryddinu áður en þær eru
bornar fram.
Sólar-hamingjuspjót af ítölskum
uppruna.
Litlar mozzarellakúlur
Steinlausar ólífur
Niðurskorin þistilhjörtu
Chorizo eða hráskinka
Sólþurrkaðir tómatar
Grillaðar paprikur í olíu
Tréspjót
Þessi spjót eru afar einföld en litrík
og góð. Uppskriftin er einföld,
raðið saman á spjótin hráefnunum
sem þið eruð í stuði fyrir þann
daginn. Raðið spjótunum á fat eða
stingið þeim til dæmis í hálfa litla
melónu þannig að úr verði kúla
af spjótum. Passið bara upp á að
þerra vel hráefni sem lagt hefur
verið í olíu eins og sólþurrkaða
tómata eða grillaðar paprikur áður
en það er sett á spjótin. n
Konur sem kunna að njóta í veiðiferðum
Þetta var sko ekkert síðasta veiðiferðin hjá þessum skvísum.
Ekkert smá
girnileg spjót í
veiðiferð.
Sæbjúgnahylkin +D3 frá
Arctic Star hafa breytt miklu
fyrir Erling Guðmundsson
sem stundar aflraunir í
garðinum heima á Akureyi.
Hann æfir af meiri krafti en
áður og liðirnir eru sterkari
auk þess sem auðveldara er
að halda liðleika.
Erlingur Guðmundsson frá Akur-
eyri er mikill áhugamaður um
alls kyns hreyfingu og þá helst af l-
raunir. Hann gengur undir nafn-
inu Icelandic Viking Erlingur á
samfélagsmiðlum en hann heldur
úti síðum á Facebook, Instagram
og á TikTok. „Ég hef stundað alls
kyns íþróttir og hreyfingu allt
mitt líf. Þessa stundina eiga afl-
raunir hug minn allan og ég hef
útbúið sérstaka æfingaaðstöðu
hér í garðinum heima hjá mér þar
sem ég stunda æfingar allan ársins
hring.“
Kynni hans af Arctic Star
sæbjúgnahylkjunum +D3 hófust
þegar hann sá umfjöllun um þau
á Facebook. „Mér fannst þau mjög
sniðug og skoðaði málið betur
til að athuga hvort þau gætu gert
mér gott. Ég las mér til um einstök
innihaldsefni og því meira sem
ég las, því meira langaði mig að
prófa. Loks lét ég verða af því og sé
svo sannarlega ekki eftir því.“
Finnur mikinn mun á sér
Hann segist finna mikinn mun á
sér eftir að hann hóf að taka inn
Arctic Star sæbjúgnahylkin +D3.
„Hylkin hafa hjálpað mér mikið
með liðina sem eru sterkari auk
þess sem það er auðveldara að
halda liðleika. Svo get ég æft af
meiri krafti en áður vegna þess
að nú verða liðirnir ekki aumir.
Um leið finn ég að ég er að fá betri
endurheimt en áður og hvílist mun
betur.“
Erlingur segist svo sannarlega
geta mælt með þessari fæðubót
fyrir sem flest fólk. „Sæbjúgna-
hylkin eru til dæmis góð fyrir
yngra fólk sem vill fyrirbyggja
liðavandamál. Svo eru þau góður
kostur fyrir fólk sem hefur liða-
vandamál og geta þannig bætt
liðina og viðhaldið liðunum eins
góðum og hugsast getur. Ekki má
svo gleyma því að hylkin henta
ekki síst íþróttafólki til að ná
lengra í sinni íþrótt. Ég hef að
minnsta kosti sjálfur hugsað mér
að nota þessa vöru áfram því þetta
er langbesta varan sem ég hef
prufað til þess að bæta liðheilsu og
hef ég prufað mjög margt í þeim
efnum.“
Lesendur geta fylgst með
Erlingi á Facebook (@Icelandic
Viking Erlingur Guðmundsson)
og á Instagram (@icelandic viking-
erlingur) n
Nánari upplýsingar á arcticstar.is.
Æfir af meiri krafti en áður
Sæbjúgnahylkin +D3 frá Arctic Star gera kraftaverk fyrir liðina.
Erlingur Guð-
mundsson
stundar afl-
raunir í garð-
inum heima á
Akureyri.
FRÉTTABLAÐIÐ/
AUÐUNN
Hylkin hafa hjálp-
að mér mikið með
liðina sem eru sterkari
auk þess sem það er
auðveldara að halda
liðleika.
Erlingur Guðmundsson
6 kynningarblað A L LT 14. maí 2022 LAUGARDAGUR