Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 106
Fréttablaðsforsíðuna mætti kalla lykilverk þessarar sýningar og ég lít á alla forsíðu prent- útgáfunnar sem verkið. Á tónleikunum verða frumflutt þrjú ný verk eftir Ásbjörgu samin við ljóð eftir Ingi- björgu Haraldsdóttur og Gerði Kristnýju. Listamaðurinn Katrín Agnes Klar sýnir verk sín í Har­ binger. Fréttablaðið tók þátt í sýningunni með birtingu forsíðumyndar eftir Katrínu í síðustu viku. tsh@frettabladid.is Katrín Agnes Klar opnaði einkasýn­ inguna Myndir í galleríinu Harb­ inger um síðustu helgi. Sýningin samanstendur af prentverkum og ljósmyndaverkum og í sýningar­ texta kemur fram að í verkum sínum skoði Katrín Agnes „birting­ armyndir náttúrunnar í samhengi við mainstream myndmenningu samtímans“. Á einum sýningarveggnum í Harbinger má sjá nokkur prent­ verk sem eru prentuð með svokall­ aðri UV prentaðferð á viðarplötur. Grunnurinn að þessum verkum eru ljósmyndir af himninum sem Katrín tók og þegar þær eru prent­ aðar á plöturnar myndast áferð eins og á málverki. „Ég byrjaði að vinna með þessa tækni sem er notuð til að prenta auglýsingaskilti, fyrir nokkrum árum fyrir sýningu í Nýlistasafn­ inu. Ég er að leika mér með eigin­ leika málverks og upphengingin sem vitnar í salon stíl undirstrikar það. Himinninn verður að litarými og stafrænn prentari að málaraverk­ færi,“ segir Katrín Agnes. Þrátt fyrir að um prentverk sé að ræða útfærir Katrín hverja mynd í einstöku upplagi og segir að hvert eintak sé þar að auki einstakt vegna þess að áferðin á viðnum sem not­ aður er sem undirlag er alltaf mis­ munandi og setur sitt einkenni á verkin. Fréttablaðið á sýningunni Eitt aðalverkið á sýningunni er prentverk sem ber titilinn Mynd og birtist sem forsíðumynd Frétta­ blaðsins föstudaginn 6. maí. Það verk samanstendur af einni pensil­ stroku sem er gerð með mynd­ vinnslu for ritinu Photos hop og er í sama bláa lit og ein kennislitur blaðsins. „Fréttablaðsforsíðuna mætti kalla lykilverk þessarar sýningar og ég lít á alla forsíðu prentútgáfunnar sem verkið. Verkin mynda eins konar ping­pong. Fréttablaðsforsíðan er í samtali við prentin á viðarplöt­ unum og svo eru verkin vinstra megin við hana svolítið systkini þess. Þetta er marglaga en í dag­ blaðinu verður samhengið einnig viðfangsefnið,“ segir Katrín Agnes. Verkin sem Katrín Agnes kallar systkini Fréttablaðsforsíðunnar eru annars vegar prentverk í sama stíl sem er prentað á auglýsinga­ fánaefni og hins vegar tvö ljós­ myndaverk. „Mynd er sem sagt eitt Photo­ shop sprey, bara ein pensilstroka, og þetta er það sama. Ég kalla verkið Photoshop Spray Paint no. 01. Svo eru hérna tvö ljósmynda­ verk, þar spreyja ég með alvöru lakki upp í loftið og tek mynd af himninum á sama augnabliki. Hér náttúrlega er himinninn aftur endurtekinn. Þetta tengist allt en eru þó sjálfstæð verk,“ segir hún. Flest enda í sorpinu Í list sinni víkkar Katrín Agnes g ja r na n sý ninga r r ý mið út í almenningsrýmið. Verkið sem birt var á forsíðu Fréttablaðsins endurspeglar þetta einkar vel en því var dreift ókeypis til allra les­ enda Fréttablaðsins auk þess sem það hangir í miðju sýningarrýmis Harbinger. „Ég hef eiginlega gert það frá því ég var í listaháskóla. Kannski er það líka einhvers konar ping­pong að gera myndlistina aðgengilega almenningi. Sem er að sjálfsögðu ekki ný hugmynd en það er eitt­ hvað sem ég hef áhuga á. Svo er ég að vinna með miðla sem tengjast hversdagslegu umhverfi, fjölmiðla, auglýsingarými og auglýsinga­ tækni,“ segir Katrín Agnes. Ertu búin að fá mikil viðbrögð við Fréttablaðsforsíðunni? „Já, ég fékk eiginlega bara mjög jákvæð og skemmtileg viðbrögð. Ég auglýsti verkefnið ekkert og það voru margir sem fengu þetta bara um morguninn og fóru að skoða hvað þetta væri. Það væri spenn­ andi að vita hvað verður eftir af þessum fjölda eintaka, f lest munu enda í sorpi eins og hver önnur útgáfa og einhver verða geymd – við fáum náttúrlega aldrei að vita það.“ n Víkkar sýninguna út í almenningsrýmið Katrín Agnes notar list sína til að víkka sýningarrýmið út í almenningsrýmið. Eitt aðalverkið á sýningunni er prentverk sem birtist sem forsíðumynd Fréttablaðsins 9. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR kolbrunb@frettabladid.is Í dag, laugardaginn 14. maí, verða f lutt verk Ásbjargar Jónsdóttur á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju með yfirskriftinni Úr augum þér fiðrildi fljúga. Á tónleikunum verða frumflutt þrjú ný verk eftir Ásbjörgu samin við ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur. Verkin eru fyrir rödd, saxófón og harmóniku. Flytjendur voru hluti af sköpunarferli og var efniviður meðal annars unninn út frá þeirra túlkun og upplifun af ljóðunum í bland við upplifun tónskáldsins. Ný verk frumflutt Ásbjörg Jóns- dóttir, tónskáld Gerður Kristný Guðjónsdóttir, rithöfundur Á tónleikunum verða einnig flutt tvö eldri verk Ásbjargar fyrir harm­ óniku og saxófón sem einnig voru samin út frá ljóðum, en það eru ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Þórarin Eldjárn. Flytjendur á tónleikunum eru Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmón­ ikuleikari, Heiða Árnadóttir söng­ kona og Sölvi Kolbeinsson saxófón­ leikari. n MEIRA VAL MEIRA FRELSI Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð ve rð ge tu r b re ys t á n fyr irv ar a. 23. maí í 10 nætur 595 1000 www.heimsferdir.is KrítStökktu 99.990 Flug & hótel frá Frábært verð! á mann 114.900 Flug & hótel frá Fyrir 2 á mann BÓKAÐU SÓL ALLUR PAKKINN 56 Menning 14. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 14. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.