Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 2

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 2
Angurværðin er í anda Davíðs. Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri BOÐSKORT ÞÉR ER BOÐIÐ Í 6 ÁRA AFMÆLI LAUGARDAGINN 21. MAÍ KL. 11-13 Í ÞJÓÐHÁTÍÐARLUNDI, HEIÐMÖRK. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! GRÓÐURSETNING, GRILL OG LEIKIR! Uppistand á Viðskiptaþingi Pétur Jóhann Sigfússon, leikarinn ástsæli, ávarpaði gesti á Viðskiptaþingi á Hótel Nordica í gær. Þar fylgdust valinkunnir viðskiptajöfrar og ráðherrar með grínistanum segja frá því að nú hefði hann þann aðalstarfa að mæta á vinnustaði og drekka kaffi og tala við fólk. Hann væri eiginlega hinn móralski leiðtogi. Vakti uppistand Péturs mikla ánægju meðal fundarmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Að öllum líkindum hefur þjóðin eignast óbirt ljóð úr fórum eins allra dáðasta ljóðskálds landsins, en sagan á bak við það er fögur og hjartnæm. ser@frettabladid.is LISTIR Lítil saga er heiti á 19 erinda ljóðabálki sem kominn er í leitirnar, en talið er fullvíst að hann hafi verið ortur af þjóðskáldinu Davíð Stefáns- syni, enda bera stíll ljóðsins og rit- höndin þess augljós merki. Fyrsta erindið er á þessa vegu: Ein lítil saga lifir í huga mér mig langar til að segja hana þér, hver getur huggað harmi þrungna sál því eru vonir stundum svik og tál. „Við erum á því að þetta sé skóla- ljóð eða bernskuverk áður en Svart- ar fjaðrir komu út,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafns- ins á Akureyri, sem fékk ljóðabréfið í hendurnar fyrir nokkrum dögum, en hann hefur borið það undir sér- fræðinga í höfundarferli Davíðs og telur varla efa leika lengur á um að hér hafi Davíð haldið á penna . „Rithöndin er lík þeim eigin- handarverkum Davíðs sem ég hef getað borið saman við,“ bætir hann við, en þó sé meginástæða þess að menn haldi að ljóðið sé komið úr fórum Davíðs sú að það var í vörslu og virðist hafa verið ort til náinnar æskuvinkonu Davíðs, sem var sveit- ungi hans við utanverðan Eyjafjörð. Sú var Helga Gunnlaugsdóttir frá Ytri Reistará og síðar á Hjalteyri, fædd 5. mars 1893, tveimur árum fyrr en Davíð sjálfur, en hann þótti hændur mjög að Helgu á sínum æskuárum, svo sem sveitungar hans hafa haft á orði. „Það er byrjendabragur á kvæð- Óbirt ljóð þjóðskáldsins frá Fagraskógi komið í leitirnar inu, en angurværðin er í anda Dav- íðs, segir mér fróðara fólk,“ segir Haraldur Þór og rifjar áfram upp tildrög þess að ljóðabréfið barst í hendur hans. „Ljóðabréfið var lengst af í fórum Stefáns Lárusar Árnasonar, sonar Helgu, en hann var fæddur 1935 og augljóst er að hann hefur geymt það fyrir móður sína bæði vel og lengi,“ segir Haraldur Þór. Það hafi svo verið fimm dætur Stefáns, þær Helga, Stella, Sigrún, Erla og Halla, sem færðu Davíðshúsi ljóðabréfið að gjöf á dögunum, en Minjasafnið sér um rekstur þess. nDavíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þorvaldur Lúðvík Sigur- jónsson, for- stjóri Niceair Flugvél Niceair, en flogið verður beint milli Akureyrar og umheimsins. bth@frettabladid.is VIÐSKIPTI Erlendir f lugvirkjar hjá portúgölsku félagi munu sjá um viðhald á f lugvél Niceair. Forstjóri félagsins segir ekkert óeðlilegt við það en kurr er meðal innlendra f lugvirkja sem telja að innlendir flugvirkjar hefðu átt að fá tækifæri til að sinna þjónustunni. Flugvirkjar hafa í samtölum við Fréttablaðið vakið athygli á að inn- lendum fyrirtækjum hafi ekki verið gert kleift að gera tilboð í viðhald hjá Niceair, hinu nýja akureyrska millilandaf lugfélagi sem slegið hefur í gegn með áætlun sinni. Hjá Niceair segir Þorvaldur Lúð- vík Sigurjónsson forstjóri að f lug- virkjar séu á villigötum. „Félagið sem við fáum vélina frá er með sína eigin viðhaldsdeild eins og Icelandair Ground Services er viðhaldsdeild Icelandair,“ segir Þor- valdur Lúðvík. „Tveir til þrír f lug- virkjar félagsins koma með vélinni til að þjónusta hana út leigutímann, enda er vélin leigð með viðhaldi. Það var því aldrei á hendi Niceair að bjóða út eitt eða neitt,“ segir Þor- valdur Lúðvík. Viðhaldið er innifalið í leigunni að sögn Þorvaldar Lúðvíks, saman- ber „alla sambærilega samninga í heiminum“ eins og hann orðar það. Vélin er leigð með viðhaldi, trygg- ingum og að hluta til áhöfn. Portúgalska viðhaldsfyrirtækið starfar undir sömu samevrópsku reglum og hin íslensku að sögn for- stjórans. Öll eru fyrirtækin undir EES og njóta sem slík atvinnu- frelsis. n Viðhald flugvélar Niceair í höndum portúgalsks félags thorgrimur@frettabladid.is DÓMSMÁL Landsréttur dæmdi í gær að skattur sem ríkið hefur í mörg ár lagt á olíufélög vegna innflutnings á olíuvörum stæðist ekki stjórnar- skrá. Ríkinu er gert að endurgreiða Skeljungi og Atlantsolíu um hálfan milljarð króna auk vaxta. Um er að ræða svokallað f lutn- ingsjöfnunargjald. Byggðastofnun hefur ákvarðað upphæð þess með heimild í lögum. Það taldi Lands- réttur fela í sér of almennt framsal skattlagningarvalds til stjórnvalds. Olíufélögin hafa í gegnum tíðina þegið hundruð milljóna króna úr flutningsjöfnunarsjóði sem rekinn er með gjöldunum. Ekki var fallist á að þær upphæðir yrðu dregnar frá endurgreiðslunni til þeirra. n Borgi olíufélögum hundruð milljóna 2 Fréttir 21. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.