Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 6

Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 6
Þriðjungur Fimmtungur Þr ið ju ng ur hinsegin nemendum hafði orðið fyrir líkamsárás í skólanum síð- asta skólaárið vegna persónu- einkenna. nemendum sagðist hafa orðið fyrir líkamlegri áreitni síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. nemenda sagðist hafa fundið til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. hinsegin nemenda greindi frá því að hafa verið áreittur munnlega vegna kynhneigð- ar sinnar og fjórðungur hin- segin nemenda hafði verið áreittur munnlega vegna kyntjáningar sinnar. 1 af hverjum 8 1 af hverjum 20 Að sögn sérfræðinga við Háskóla Íslands er líðan hin- segin ungmenna í íslensku skólakerfi ekki alltaf góð. Líta má til skýrslu sem unnin er upp úr rannsókn frá 2018, sem sýnir að stór hluti nemenda hafði orðið fyrir áreitni vegna kynhneigðar, kyngervis eða kyntjáningar. ninarichter@frettabladid.is Mannréttindi Hinsegin mennt- unarfræði er námskeið sem nú er kennt í fjórða sinn við Háskóla Íslands. Að sögn umsjónarkennara námskeiðsins, Írisar Ellenberger og Auðar Magndísar Auðardóttur, er þetta í fjórða sinn sem námskeiðið er kennt. „Hinsegin menntunarfræði snýst í grunninn um að gefa fólki tækifæri á að fá ákveðin tæki, tól og sjónar- horn úr hinsegin fræðum til að beita á nám og frístundastarf,“ segir Íris. Auður Magndís bætir við að námskeiðið sé valnámskeið og opið fyrir marga, ekki aðeins fólk innan menntavísindasviðs. „En kjarninn er fólk sem er að læra að verða grunnskólakennarar,“ segir hún. „Það koma síðan alltaf nokkrir nemendur sem eru starfandi kenn- arar, jafnvel með tíu eða tuttugu ára starfsreynslu. Fólk sem er í náms- leyfi og notar það í þennan kúrs. Svo er alltaf hópur af skólastjórum líka, sem er dásamlegt. Þessi hópur kemur inn með svo mikla reynslu.“ Auður Magndís bendir á að margir haldi að það að skilja hin- segin málefni snúist um að þekkja öll hugtökin. En það sé þó aðeins pínulítið brot af heildarmyndinni. Hinsegin menntunarfræði snúist um ákveðið sjónarhorn og að bera kennsl á það hvenær sé óvart verið að gera ráð fyrir að allir séu gagn- kynhneigðir, sís-kynja, og ekki trans. Og hvernig megi bæta náms- efni og fleira í umgjörð náms með það fyrir augum. Íris tekur undir þetta og segir að einnig sé tekist á við að búa til örugg rými fyrir hinsegin ungmenni. Auður bætir við að þekkingin gagn- Stór hluti hinsegin nemenda orðið fyrir áreitni Auður Magndís og Íris Ellenber- ger kenna kúrs í hinsegin mennt- unarfræði við Háskóla Íslands og segja ekki nóg að þekkja hugtökin til að skilja málefnin. Fréttablaðið/ Ernir ist ekki aðeins hinsegin nemendum, heldur öllum nemendum sem séu á skjön við staðalmyndir um kynin, hvort sem þau eru hinsegin eða ekki. „Ég held að fólk komi oft inn með hugmyndir um að læra þessi helstu hugtök, og vonast eftir þægilegum og einföldum lausnum. En svo komast þau fljótt að því að auk þess að læra og gera einfalda hluti þurfi þau að breyta stemningunni, vinna djúpa vinnu með menninguna í skólanum eða frístundaheimilinu. Að rýna í gildin sem eru til staðar og hvernig sé hægt að breyta þeim.“ Íris segir kjarnann í hinsegin menntunarfræðum vera valdadýna- mík milli starfsfólks og nemenda og fræðigreinin geri kröfu á fólk að skoða til hvers menntun sé og til hvers menntastofnanir séu. Þegar fólk sé komið með þau gleraugu á nefið fari það að skoða hluti sem það hafi ekki tekið eftir áður. Aðspurðar um stöðu hinsegin hópa í íslensku menntakerfi, er það skoðun Írisar og Auðar Magndísar að gera megi betur. „Þessi hugmynd um að við séum fremst á þessu sviði getur verið til trafala líka. Þá heldur fólk að ekki þurfi að tala um þetta, og að krakkarnir viti þetta,“ segir Íris. „Sís-gagnkynhneigt fólk heldur að það sé ekki lengur neitt í and- rúmsloftinu sem er skaðlegt.“ Að sögn Írisar er líðan íslenskra hinsegin ungmenna í skólakerfinu ekki alltaf góð. Í könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaum- hverfi, sem byggð er á GLSEN‘s 2015 National School Climate Survey könnuninni, þýddri og staðfærðri af Menntavísindasviði HÍ, GLSEN og Samtökunum ‘78, kom í ljós að þriðjungur nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síð- asta árið vegna kynhneigðar sinnar. Þá fann fimmtungur til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. Þriðj- ungur hinsegin nemenda greindi frá því að hafa verið áreittur munn- lega vegna kynhneigðar sinnar og fjórðungur hinsegin nemenda hafði verið áreittur munnlega vegna kyntjáningar sinnar. Eitt af hverjum átta hinsegin ung- mennum hafði orðið fyrir líkam- legri áreitni á undangengnu ári vegna persónueinkenna og algeng- asta orsök áreitis var kynhneigð. Þá sögðust um sex prósent aðspurðra hafa verið líkamlega áreitt vegna kyngervis eða kyntjáningar. Einn af hverjum tuttugu hinsegin nem- endum hafði orðið fyrir líkamsárás í skólanum síðasta skólaárið vegna persónueinkenna. Þátttakendur höfðu náð að minnsta kosti 13 ára aldri, stunduðu nám á unglingastigi grunnskóla eða í framhaldsskóla á Íslandi veturinn 2016-2017 og, orðrétt úr skýrslu: „… skilgreindu sig sem lesbíur, homma, tví- eða pankynhneigð, eða af ein- hverri kynhneigð annarri en gagn- kynhneigð eða litu á sig sem trans eða með aðra kynvitund en sís- kynja.“. Námskeið í hinsegin menntunar- fræðum við Háskóla Íslands verður næst kennt eftir tvö ár. Aðspurðar segja Íris og Auður Magndís ýmislegt hægt að gera til að fræðast og styðja við hinsegin hópa í menntakerfinu. Til dæmis sé Mannréttindastofa Reykjavíkurborgar með Regnboga- vottun þar sem boðin er fræðsla fyrir vinnustaði borgarinnar. n Gagnleg hinsegin hugtök n Kyngervi er félagslega mót- að kyn, en ekki líffræðilegt n Sís-fólk samsvarar sig með- fæddu líffræðilegu kyni n Á vef otila.is er ítarlegur listi yfir hinsegin hugtök LÚXUS GOLF Á ÍTALÍU CHERVO GOLF HÓTEL OG SPA Á ÍTALÍU *NÝTT Í SÖLU* Einstök ferð þar sem nóg er af sól, menningu, mat og golfi á Ítalíu. Chevro Golf and Spa Resort er glæsilegt lúxus hótel sem er staðsett í San Vigilio í Trentico - Alto Adige héraði, sem er í 40 mín akstursfjarlægð frá Verona og 12 mín. akstri frá Gardavatninu. Hótelið er búið allri þeirri þjónustu og þægindum sem golfarar óska sér. Chevrogolfvöllurinn státar af 36 holum þar af 9 holur par 3 velli og 3×9 holu keppnisvelli: Benaco, Solferino og San Martino. BEINT FLUG, INNRITAÐUR FARANGUR, HANDFARANGUR, 8 DAGAR Á LÚXUS GISTINGU MEÐ MORGUNVERÐI, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI, FLUTNINGUR Á GOLFSETTI, 6 DAGAR Á 18 HOLU CHERVO GOLFVELLINUM OG AÐGANGUR AÐ ÆFINGASVÆÐI MEÐ FRÍUM GOLFBOLTUM INNIFALIÐ Í VERÐI: 28. ÁGÚST – 4. SEPTEMBER 4. – 11. SEPTEMBER 11. – 18. SEPTEMBER VERÐ FRÁ 299.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA KYNNINGARVERÐ TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI Í BOÐI NÝTT Í SÖLU WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS kristinnhaukur@frettabladid.is vísindi Rekaviðardrumba mun ekki lengur reka á íslenskar fjörur árið 2060, samkvæmt nýrri alþjóð- legri rannsókn. Dregið hefur úr magni rekaviðar undanfarin þrjátíu ár, vegna betri nýtingar í Rússlandi og minnkandi hafíss. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýjasta hefti af tíma- ritinu Global and Planetary Change. Vísindamennirnir sem að henni stóðu koma frá háskólum í Tékklandi, Rússlandi, Bretlandi, Sviss og einnig Ólafi Eggertssyni hjá Skógræktinni. Meðal annars var greindur uppruni og aldur rekaviðar út frá árhringjum drumba sem fundust á Langanesi árið 1989 annars vegar og 2019 hins vegar. Rekaviðurinn sem hingað kemur er að mestu leyti upprunninn frá svæðinu í kringum Yenesei-fljót um miðbik Síberíu. Mikill meiri- hluti þess kemur úr skógarhöggi og aðeins um 17 prósent eru tré sem fallið hafa af öðrum orsökum. Um aldir var rekaviður afar mikilvægur Íslendingum því að tré af þessari stærðargráðu uxu ekki hér. Rekajarðir þóttu verðmætar því timbrið var notað til bygginga húsa og báta. Betri stýring rekaviðar í Síberíu eftir fall Sovétríkjanna er ein af skýringunum á minna magni rekaviðar undanfarna áratugi. Það tekur rekaviðinn nokkur ár að berast til landsins, allt að þúsund kílómetra leið. Til þess að komast þarf að vera til staðar hafís, sem endist lengur en eitt ár, til að bera viðinn til Íslands. Eftir því sem hafísinn minnkar eru meiri líkur á að rekaviðurinn komist ekki áleiðis heldur sökkvi. n Rekaviður horfinn innan hálfrar aldar Rekajarðir samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. 6 Fréttir 21. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.