Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 10
Þau eru glaðleg, jákvæð og margir sem vilja hjálpa þeim. Olgeir Helgi Ragnarsson, söngvari og Borgfirðingur Engin lántökugjöld á 100% rafmagnsbílum Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka arionbanki.is Úkraínsku flóttamönnunum á Bifröst er boðið á tónleika og í kaffiboð í dag. Söngelsk fjölskylda hefur skipulagt við- burðinn og margir sveitungar ætla að hjálpa til. kristinnhaukur@frettabladid.is VESTURLAND Borgf irðingurinn Olgeir Helgi Ragnarsson og fjöl- skylda hans skipulögðu tónleika og kaffiboð fyrir úkraínsku flótta- mennina á Bifröst. Margir sveitung- ar þeirra ætla að taka þátt í að bjóða gestina velkomna. „Ég finn ekki annað en að það sé mjög mikill velvilji hérna í sveitinni gagnvart Úkraínumönnunum,“ segir Olgeir Helgi. „Þeim virðist líða vel. Þau eru glaðleg, jákvæð og margir sem vilja hjálpa þeim.“ Um 120 úkraínskir f lóttamenn eru nú á Bifröst, en það er háskól- inn þar sem opnað hefur sínar dyr fyrir þeim í litlu íbúðahverfi og veitt aðstoð. Alls 17 íbúðir og 69 herbergi. Sveitarfélagið Borgarbyggð og Rauði krossinn hafa skipulagt móttökuna og Olgeir Helgi er meðal þeirra sem hafa komið að því starfi. Í hópi f lóttafólksins eru í kring- um 30 börn á öllum aldri og meiri hluti fullorðinna eru konur. Fyrsti hópurinn, 35 manns, kom í byrjun apríl en gert var ráð fyrir 150 manns að hámarki á Bifröst. Úrræðið er hugsað sem móttökustaður fyrir fólk í allt að tólf vikur á meðan varanlegra búsetuúrræði er fundið. Samkvæmt Olgeiri Helga talar hluti af Úkraínumönnunum ensku og þeir sem það gera túlka sam- skiptin við heimamenn. Hann segir alla af vilja gerða til að gera vistina eins bærilega fyrir f lóttamennina og hægt er miðað við þær aðstæður sem þeir eru í. „Við ætlum að bjóða gestunum okkar á tónleika og svo í kaffi á eftir,“ segir Olgeir Helgi. Hann, eiginkona hans Theodóra Þor- steinsdóttir og dæturnar Hanna Ágústa og Sigríður Ásta eru söng- elskt fólk og söngmenntað og hafa margsinnis áður haldið tónleika í sveitinni, meðal annars jólatón- leika. Dæturnar eru báðar í námi í Bandaríkjunum en eru einmitt báðar á landinu þessa helgi. Olgeir Helgi segir að sungin verði íslensk þjóðlög og klassísk íslensk tónlist. Einnig munu einstaka óperuaríur laumast með. Eftir á verður sígilt Pálínuboð þar sem fólk kemur með kræsingar að heiman. Sjálfboðaliðarnir hittast klukkan 13.00 í dag í salnum Hrif lu á Bif- röst. Tónleikarnir sjálfir hefjast svo klukkan 14.00 og kaffiboðið í beinu framhaldi. Olgeir Helgi segir að slatti af fólki hafi þegar boðist til að hjálpa við viðburðinn. „Við rennum alveg blint í sjóinn með hversu margir mæta,“ segir Olgeir Helgi. „Margir láta ekki vita af sér fyrir fram heldur mæta bara.“ ■ Borgfirðingar bjóða flóttafólki frá Úkraínu á tónleika og í Pálínuboð Um 120 úkra- ínskir flótta- menn dvelja nú á Bifröst og þar af um 30 börn. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJÉTUR Sigríður Ásta, Hanna Ágústa, Olgeir Helgi og Theodóra. MYND/AÐSEND Krakkarnir fá launahækkun í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI benediktboas@frettabladid.is REYKJAVÍK Lagt er til að tímakaup nemenda í vinnuskóla Reykjavíkur hækki um sjö prósent á komandi sumri. Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækki þannig úr 664 krónum í 711 krónur, nemendur í 9. bekk fara í 947 krónur á tímann og nemendur í 10. bekk fá 1.184 krónur á tímann. Umhverfis- og heilbrigðisráð borgarinnar samþykkti hækkun- ina og vísaði henni til borgarráðs. Hækkunin rúmast reyndar ekki á fjárhagsáætlun og þarf að sækja um auka 60 milljónir. Alls eru 2.300 börn skráð í vinnuskólann í sumar en erfitt er að spá fyrir um endan- legan fjölda. ■ Hækka laun í vinnuskólanum ser@frettabladid.is NÁTTÚRA Landris í kringum Vatna- jökul hefur ekki mælst meira frá því nákvæmar mælingar hófust fyrir um þremur áratugum, en það nemur nú ríflega fimm sentimetr- um á ári. Ætla má að landrisið næst jöklinum jafngildi að minnsta kosti á annars metra hækkun á þessum tíma. Guðmundur Valsson, fagstjóri landmælinga hjá Landmælingum Íslands, segir ástæðu þessa vera þá að jökullinn hopar hratt og fargið minnkar sem því nemur. Við það lyftist landið í kring. „Í fyrstu var landrisið á þessum slóðum aðeins byggt á getgátum, en eftir að þéttu neti mælipunkta var dreift yfir allt landið í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar hefur reynst miklum mun auðveldara að leggja mat á landrisið,“ segir Guð- mundur. Hann segir að ætla megi að land- risið við Vatnajökul hafi numið um tveimur sentimetrum á ári á síðasta áratug liðinnar aldar, en á milli áranna 2004 og 2016, þegar jarð- vísindamenn hafi getað stuðst við enn nákvæmari hæðarmæla, hafi landrisið reynst vera rúmir fjórir sentimetrar á ári. „Síðustu mælingar okkar frá 2020, sem við höfum verið að vinna úr, sýna svo ekki verður um villst að landrisið er enn að aukast – og er komið yfir fimm sentimetra á ári,“ segir Guðmundur. ■ Fimm sentimetra landris við Vatnajökul á ári Hæðarbreytingar frá 2015 til 2020. Guðmundur Þór Valsson tsh@frettabladid.is DÓMSTÓLAR Ísland mun veita um 14 milljóna viðbótarframlagi til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag (ICC) á þessu ári, sem er tvö- földun á árlegu framlagi Íslands. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir viðbótina viðbrögð við ákalli sak- sóknara ICC um aukinn stuðning. Líkur eru á að hluti þess renni til rannsóknar dómstólsins á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs- dóttir, þingmaður Viðreisnar, lagði fram þingsályktunartillögu í lok mars um fjárstuðning við ICC vegna ætlaðra stríðsglæpa Rússa í Úkraínu. Þar var kallað eftir 10 milljóna króna viðbótarframlagi til ICC en í svari utanríkisráðherra kemur fram að ekki sé hægt að eyrnamerkja fram- lög til dómstólsins í ákveðin verk- efni. „Enda fælust óeðlileg afskipti af forgangsröðun dómstólsins í slíkum skilyrtum fjárframlögum. Þetta er hluti af þeim grundvallarreglum réttarríkisins sem mikilvægt er að standa vörð um,“ segir í svari utan- ríkisráðherra. ■ Tvöfalt framlag til sakamáladómstóls 10 Fréttir 21. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.