Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 24
Tónlistarkonan Bríet stígur á svið Eldborgar í kvöld og gefur aðdáendum tvö önnur tækifæri á að sjá tónleikana sem hlutu titilinn Tónlistar- viðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. bjork@frettabladid.is Við náum tali af Bríeti þar sem stutt stund er á milli stríða við undirbúning tónleikanna. „Þetta er alveg 40 manna teymi sem ég er búin að sanka að mér til að gera þetta fullkomið,“ segir Bríet, en útgáfutónleikar hennar urðu loks að veruleika í október, færri komust að en vildu og var því afráðið að stilla aftur upp í „show-ið“, sem vakti gríðarleg viðbrögð. „Það eru allir með metnað fyrir því að gera enn betur en í fyrra og þá vill maður laga hér, bæta við dressi hér eða bæta við dansinn hér, svo ósjálfrátt verður þetta jafn mikil vinna og upphaflega,“ segir hún, en þegar þessi orð eru rituð eru enn einhver sæti laus á seinni tónleika kvöldsins. „Verandi með svona skapandi fólki eins og Aðalheiði Halldórs danshöfundi, þá bara fara allir af stað af ótrúlegum metnaði.“ Bríet segir undirbúning slíks kvölds þéttan. „Við erum að tala um hljómsveitar- og dansæfingar, svo hanna ég líka öll fötin með Sigríði Ágústu, klæðskera og fatahönnuði. Við erum saman í hugmyndaferlinu en svo er hún hendurnar og heilinn sem gerir þetta allt saman.“ Æfa þurfti nýja hljómsveit fyrir kvöldið þar sem þeir Rubin Pollock og Þorleifur Gaukur Davíðsson, sem spiluðu ásamt f leirum á útgáfu- tónleikunum, eru nú á tónleika- ferðalagi með sveit sinni, Kaleo. Eins þurfti að æfa upp danssporin. Æfingar hafa því verið þéttar og eins fundarseta með ljósamönnum og þeim sem sjá um hár og förðun. Ársundirbúningur „Þetta er erfitt þegar maður vill vera með puttana í öllu,“ segir Bríet í létt- um tón, en hugmyndir og hönnun á bak við tónleikana eru í höndum hennar og tónlistarmannsins Krist- ins Arnars Sigurðssonar, betur þekkts sem Krassa-sig. „Við Kiddi byrjuðum á hug- myndaferlinu fyrir ári síðan. Hann fór þá að hanna leikmynd og við erum svo búin að vera að stilla upp og raða og breyta. Þetta er náttúr- lega sama beinagrindin og var í október en við erum búin að þétta og fullkomna þetta.“ Aðspurð hverju áhorfendur eigi von á í kvöld svarar Bríet: „Þetta er aldrei sama show-ið þótt beina- grindin sé sú sama. Það voru svo margir svekktir að missa af síðast svo það var komin pressa á að gera þetta aftur. Maður smíðaði þennan turn frá grunni og á þetta allt saman svo það var bara um að gera að henda í aðra tónleika. Það er svolítið hellað að vinna að einhverju í hálft ár og svo er þetta bara eitt show – ein algjör sprengja og svo bara takk og bless.“ Spilar um landið í sumar Eftir tónleikana er helst tvennt á döfinni hjá Bríet. „Ég er að reyna að fara að læsa mig inni í stúdíó- inu til að taka upp nýtt efni og svo langar mig líka að flakka um landið í sumar og taka þessi litlu gigg þar sem ég fæ bara fáa inn á stað og spila,“ segir Bríet, sem er enn að vinna í dagskránni sem er að mynd- ast en segist alla vega ákveðin í að heimsækja Vest- og Austfirði. Fyrsta plata Bríetar var kveðja til fyrri og núverandi ástarsambanda og segja má að hún hafi slegið í gegn á einni nóttu. Bríet segir eitthvert efni tilbúið í stúdíóupptöku. „Það er alltaf eitthvað til.“ En hvert verður umfjöllunarefni nýrrar plötu? „Ég veit aldrei alveg hvað ég er að hugsa,“ segir hún einlæg. „Akkúrat núna er ég glöð – svo kannski förum við aðeins inn í gleðina bara.“ n Akkúrat núna er ég glöð n Í vikulokin Ólafur Arnarson Stýrivaxta- tæki Seðla- bankans er verra en gagnslaust. Það er stór- skaðlegt. Útgáfutónleikar Bríetar hlutu verðlaun sem Tónlistarviðburður síðasta árs og verða endurteknir í Eldborg í kvöld. Bríet stefnir á að læsa sig inni í stúdíói. MYNDIR/BERGLAUG PETRA GARÐARSDÓTTIR Ingvar gleymir því aldrei hversu nálægt hann komst dauðanum í nóvem- bermánuði árið 2015. BJORK@FRETTABLADID.IS Við mælum með Á einu ári hafa stýrivextir Seðla- bankans farið úr 0,75 í 3,75 pró- sent. Almenn samstaða er innan fjármálakerfisins að vextir muni áfram hækka skarpt og verða í 5-6 prósentum um áramót. Þeir eiga svo að haldast háir í mörg ár. Svona vaxtahækkanir eru for- sendubrestur fyrir heimili og atvinnulíf. Hækki stýrivextir í 5,75 prósent fyrir áramót hefur greiðslu- byrði 25 milljóna óverðtryggðs láns aukist um 1,25 milljón á ári, eða um meira en 100 þúsund á mánuði. Vextir óverðtryggðra lána hækka og vextir verðtryggðra lána hækka um leið. Í vikunni tilkynnti Íslands- banki um eins prósents hækkun vaxta óverðtryggðra húsnæðislána. Um leið lækkar bankinn vexti verðtryggðra lána um 0,9 prósent! Svona skollaleikur kemur engum böndum á neitt í hagkerfinu. Stýri- vaxtatæki Seðlabankans er gagns- laust. Raunar verra en gangslaust. Það er stórskaðlegt. Bankarnir nota nú tækifærið til að soga viðskiptavini sína á ný yfir í verðtryggðu lánin sem fólk hafnaði á meðan vextir hér á landi voru eitt- hvað í námunda við það sem tíðkast í öðrum löndum. Nú skal fólkið aftur rekið á „rétt- an“ bás. Hafi ætlun Seðlabankans verið að slá á verðbólgu, sem að stærstum hluta er raunar innflutt og ónæm fyrir stýrivöxtum Seðlabankans, hefðu önnur tæki en vaxtatækið verið nærtækari og skilvirkari. Hægt hefði verið að setja á tíma- bundinn skylduséreignarsparnað. Fólkið rekið aftur á „réttan“ bás Einnig hefði verið hægt að stytta leyfilegan lánstíma á nýjum hús- næðislánum og setja hömlur við umsvifum lögaðila á húsnæðis- markaði. Seðlabankinn hafði ótal leiðir til að slá á þenslu á fasteignamarkaði. Hann valdi þá ónýtustu. Hún var hins vegar sú eina sem flytur millj- arðatugi frá heimilum og atvinnu- lífi til fjármálakerfisins og fjárfesta. Seðlabankinn kaus að beita vöxtunum sem vopni gegn fólkinu í landinu. n Sögur eins og sú sem Ingvar Ómarsson segir hér í forsíðuviðtali þessa tölublaðs eru sagðar til að vekja aðra til umhugs- unar. Ingvar sem notaði reiðhjólahjálm, einfaldlega vegna þess að allir gerðu það, getur þakkað hjálminum líf sitt í dag. Án hans hefði hann varla lifað árekstur við mótor- hjól á 80 kílómetra hraða, af, eða hefði alla vega hlotið af því varanleg örkuml. Þó svo við séum flest því marki brennd að læra seint af annarra reynslu og þurfum helst að skaðbrenna okkur sjálf áður en við áttum okkur á því að súpan sé heit, þá munum við mörg einhverja svona sögu. Sögu sem hefur skilið eitthvað eftir og hreyft við okkur, sögur sem við hugsum til þegar við festum bílbeltið, kippum tvisvar í hurðar- húninn, göngum aftur fyrir bílinn áður en við bökkum og þar fram eftir götunum. Ingvar gleymir því aldrei hversu nálægt hann komst dauðanum í nóvembermánuði árið 2015. Og þó hann hafi aldrei hugsað út í hjálma- notkun áður, mun hann aldrei gleyma henni héðan af. Hann var heppinn. Það eru það því miður ekki allir. n Víti til varnaðar Sky Lagoon Ef þú ert enn ekki búin/n að prófa vinina í Kópavogi mælum við með að þú gerir það hið snarasta. Lónið er allt sem þú getur ímyndað þér og meira en það. Nú er boðið upp á fjórar leiðir til að njóta lónsins allt frá 6.990 krónum að 23.990 sem er mömmupakkinn sem inniheldur töluvert meira og er aðeins í boði út maímánuð. En mundu að þú þarft að panta tíma fyrir fram. Stórsöngvarinn Andrea Bocelli syngur í Kórnum í kvöld. Um er að ræða stærsta sitjandi tónleikahald Íslandssögunnar. Stjórnandi er Mar- cello Rota og Maria Aleida Rodriguez syngur sópran. Þá er íslenska popp- söngkonan Jóhanna Guðrún sér- stakur gestur. Sinfóníuhljómsveitin SinfoniaNord leikur undir ásamt kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu. Bocelli hefur selt fleiri en 90 plötu- titla á heimsvísu og nær að sameina stóran aðdáendahóp. Fyrri hluti kvöldsins er helgaður klassískari óperuverkum og síðan flytur Bocelli sínar vinsælustu ballöður. n Bocelli sem beðið er eftir 24 Helgin 21. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 21. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.