Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 30

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 30
Læknar voru furðu lostnir yfir skjótum bata Ingvars og er hann sjálfur viss um að hugarfar hans hafi þar vegið þungt.  Er í lagi með hjólið mitt? Eftir kveðjustundina fór Ingvar beint í aðgerð enda mátti engan tíma missa. „Aðgerðin gekk aug- ljóslega glimrandi vel. Ég man svo fyrst eftir mér að borða morgun- mat, í spítalarúmi, tveimur dögum síðar.“ Ingvar var þá löngu vaknaður en man ekki eftir sér fyrr. „Ég var á spítala í þrjár vikur en fyrstu vikuna gat ég hvorki gengið né setið. Ég átti mjög erfitt með að borða og mundi lítið. Ég þekkti fólk ekki. Það var eins og ég þekkti foreldra mína en samt ekki. Ég átti erfitt með að segja hvar ég væri.“ Ingvar segist eiga svolítið erfitt með að lýsa líðaninni og ástandinu fyrstu vikurnar. „Þetta er ekki svart og hvítt. Maður er svolítið on/off. Ég man vel eftir einu spaugilegu atviki, því ég hafði greinilega nógu mikið vit á að spyrja læknana mjög fljótlega eftir að ég vaknaði: Er í lagi með hjólið mitt? Eitthvað var því enn tengt í hausnum,“ segir hann í léttum tón. Hjólar aldrei án hjálms í dag Ingvar segist fullviss um að reið- hjólahjálmurinn hafi bjargað lífi sínu. „Ég á hann enn og brot úr hjólastellinu sem sprakk í fimm bita. Það er ekki margt sem lifir 80 kílómetra hraða af.“ Til marks um höggið bendir Ingvar á að gaffall mótorhjólsins beyglaðist en öku- maðurinn hafi sloppið með minni háttar meiðsl. Ingvar segist hafa verið með góðan hjálm og eftir slysið sé það prinsipp að endurnýja hjálminn árlega. „Það er mælt með að gera það á tveggja til þriggja ára fresti en ég geri það bara á hverju ári. Þetta skiptir mig miklu meira máli en áður – þá var ég bara með hjálm því allir voru með hjálm. Nú í dag væri ekki séns að ég færi út að hjóla án hjálms. Maður veit aldrei hvað gerist.“ Sá allt á fimmföldum hraða Hann segir fyrstu vikuna eftir slysið hafa reynst öllum erfiða. „Fjölskyldan var áhyggjufull en ég var í togstreitu og vildi ekki sætta mig við að þetta hefði gerst. Ég vildi drífa mig af spítalanum og halda áfram með markmið mitt. Ég gat það ekkert og gat heldur ekki sætt mig við það. Ég var erfiður og röflaði í hjúkkunum um að fá að fara heim. Eftir á var mér sagt að allt sem ég hefði gert hefði ég gert í „slow-mo“. Sturtan tók yfir 40 mínútur og að borða tók eilífð. Svona upplifði ég þetta ekki – ég sá allt á fimmföldum hraða. Ég þurfti að fara að æfa og keppa. Ég var líka búinn að kaupa miða á nýju Star Wars-myndina sem verið var að frumsýna,“ segir hann og hristir hausinn. „Ég var langt á undan öllum öðrum og það virtist ekki frábært í huga neinna annarra en mín.“ Aðallæknirinn bjargar lífi mínu Ingvar segist þakklátur fyrir að fyrst hann hafi orðið fyrir þessu slysi hafi það gerst í nálægð við einn besta spítala Evrópu, Erasmus MC. „Aðallæknirinn þar bjargar lífi mínu, en hún ákvað að gera báðar aðgerðirnar á sama tíma.“ Hann segir að það sé ekki vaninn og í raun hafi það þarna verið gert í fyrsta sinn í Evrópu. „Ef hún hefði valið aðra aðgerðina hefðum við í raun þurft að sætta okkur við að laga annað en skilja hitt eftir. Hún var ákveðin í að gera þetta og fyrir það er ég þakklátur,“ segir Ingvar, sem á augljóslega erfitt með að hugsa út í hvað hefði getað orðið. „Þetta var reynt í fyrsta sinn og tókst því í fyrsta sinn. Það var því fylgst vel með næstu mánuði enda getur taugaskaði komið fram síðar. Eitt það sem ég fékk ekki til baka var lyktarskynið, en þær taugar rifnuðu við höggið. Ég sjálfur áttaði mig ekki á að það væri farið fyrr en mánuði síðar. Þá var gott veður og ég ætlaði að draga andann og finna blóma- lykt en fann ekkert. Þá brotnaði ég niður, þegar ég fattaði það. Það var erfitt.“ Ingvari var sagt að mögulega kæmi lyktarskynið til baka á tveim- ur árum en það gerði það ekki. „Ef ég þyrfti að fórna einu skynfæri væri það líklega þetta en það er ekkert gaman að tapa þessu. Eina tilfellið þar sem það er jákvætt er núna, því ég á níu mánaða gamla dóttur. Ég veit aldrei hvenær ungfrúin er búin að gera í buxurnar,“ segir hann og hlær, en pabbinn hefur aftur á móti heldur aldrei fundið ilminn af nýfæddri dóttur sinni. Þreyttur á að vera þreyttur Ingvar segir lækna hafa verið furðu lostna yfir skjótum bata hans en eftir þrjár vikur á sjúkrahúsi átti að taka við mánuður í endurhæfingu í næsta húsi. „Eftir útskrift fór ég í viðtal á endurhæfingarstöðinni og var lagt fyrir mig flókið próf. Í þessu prófi kemur í ljós ef hausinn er svo- lítið bilaður og ég get ekki platað lækninn til að halda að ég sé betri en ég er.“ Ingvar er enn sigri hrósandi þegar hann segir frá því hvernig læknirinn útskrifaði hann eftir þetta próf og stutt spjall. Hann fékk feginn að fara heim undir eftirliti. „Eftir viku stalst ég út að hjóla með bróður mínum og var alltaf að gera einhverja svona vitleysu. Ég fann fyrir þreytu og jafnvægisleysi en var alltaf að reyna að blokk- era það. Hugarfarið hjálpaði mér mikið. Einhver hefði gefist upp en ég hugsaði alltaf að ég ætlaði að halda áfram.“ En eftir svo mikið höfuðhögg og stórar aðgerðir tók tíma að verða samur. Það reyndi á taugar 26 ára íþróttamanns. „Ég var pirraður á ýmsu. Ég var þreyttur á að vera þreyttur en fyrstu vikurnar þurfti ég bara að sofa 18 tíma á sólarhring. Ég man vel eftir fyrstu tilraun til að fara út í búð sem var hinum megin við götuna en reyndi gríðarlega á. Líkaminn var bara í 100 prósent vinnu við að laga hausinn á mér og lítil orka eftir í annað.“  Ingvar á enn hjálminn sem var, eins og gefur að skilja, illa farinn eftir höggið. Hann er geymdur í poka uppi í skáp sem minning um dag sem hefði getað farið á mun verri veg, en í dag stígur Ingvar aldrei á hjól án þess að vera með hjálm. Þetta ár var ég í versta formi ferilsins, versta andlega ástandinu og með flestar keppnir. Ég þurfti að vera að non stop. Eitt það sem ég fékk ekki til baka var lyktar- skynið, en þær taugar rifnuðu við höggið. 30 Helgin 21. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.